Entries by Ómar

Þorbjarnarfell um Gyltustíg

Í jarðfræðilegu tilliti er Reykjanesskaginn merkilegt fyrirbæri. Hann er hluti af Atlandshafshryggnum mikla, sem liggur um þvert Ísland og er eini staðurinn þar sem hægt er að skoða hann ofansjávar. Sköpunarsaga landsins verður hér ljóslifandi. Að minnsta kosti 12 hraun hafa runnið á Reykjanesskaga síðan land byggðist. Það nýjasta sennilega á 14. öld. Eftir að […]

Krýsuvík – yfirlit II

Í Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025 fyrir Krýsuvík segir m.a.: „Krýsuvík var heil kirkjusókn og eitt mesta höfuðból landsins með mörgum hjáleigum. Munnmæli herma að byggðin hafi upphaflega verið í Húshólma, óbrennishólma í sunnan verðu Ögmundarhrauni. Þar er mjög fornt bæjarstæði sem kallað er Hólmastaður í eldri heimildum. Hjáleigur voru að jafnaði fimm til átta talsins en […]

Vogar – Hrafnistumenn

Forseti Íslands, Hr. Ólafur Ragnar Grímsson, afhjúpaði við hátíðlega athöfn á Fjölskyldudaginn í Vogum, 9. ágúst, verkið Íslands Hrafnistumenn eftir Erling Jónsson listamann. Með honum í för var forsetafrúin, Frú Dorrit Moussaieff. Listaverkið er reist sem minnisvarði um sjómennsku og útgerð frá Vogum og Vatnsleysuströnd en Vatnsleysuströndin var ein stærsta verstöð landsins á tímum árabátaútgerðar. […]

Miðdegishnúkur – Stapatindar – Hellutindar

Gengið var á Miðdegishnúk, besta útsýnisstaðinn á Sveifluhálsi (394 m.y.s.). Frá hnúknum má berja augum bæði mikla formfegurð og sérstakar náttúruandstæður. Í suðri er Arnarvatn, Kleifarvatn í austri með bakgrunn Brennisteinsfjalla, Folaldadalir í norðri og Djúpavatn og Trölladyngja í vestri. Og höfuðborgarsvæðið nýtur sín vel í landnorðri. Þá var ætlunin að ganga norður á hálsinum […]

Duus í Keflavík

Verslunarsögu Keflavíkur má rekja allt til upphafs 16. aldar. Þegar Danir settu einokunarverslunina á 1602 féll þá Keflavík í hendur Kaupmannahafnar. Þessi dönsku áhrif í verslun í bænum héldust svo alveg fram á 20. öld, þó svo að einokunarverslunin hafi um síðir liðið undir lok. Einn þeirra dönsku kaupmanna sem stunduðu verslun í Keflavík var […]

Snorri III

„MEGAflott“ varð fulltrúa Hellarannsóknarfélags Íslands að orði eftir að hafa skoðað skoðað Snorra. Meira um það á eftir. Stefnan var tekin á Slóðaketil og Snorra. Rúmlega fimm metra langur stigi var með í för. Lögreglunni í Reykjavík er þökkuð afnotin því án stigans hefði hrikaleiki undirheimana ekki verið uppgötvaður að þessu sinni. Til þess að […]

Krýsuvík – messa

Eftirfarandi grein skrifaði Hrafnkell Ásgeirsson í Morgunblaðið eftir að hafa setið messu í Krýsuvíkurkirkju árið 2000. Innihaldið gefur ágætar upplýsingar af sögu svæðisins. Á fyrri hluta tuttugustu aldar lagðist kirkjusókn í Krýsuvík niður og var kirkjan afhelguð á árinu 1929. Hrafnkell Ásgeirsson segir hér frá messu í Krýsuvíkurkirkju. „Á HVÍTASUNNUDAG, 11. júní sl., sóttum við […]

Hólmsberg – til norðurs

Hólmsberg kallast það svæði sem í daglegu tali er kallað „Bergið.” Keflavíkurbjarg nefnist sá hluti þar sem bergveggurinn snýr að Keflavík. Svæðið ofan við smábátahöfnina á sér mikla og langa sögu og kallast Grófin, hefur umhverfið breyst þar mikið á síðustu áratugum. Þar var bryggja áður fyrr, einnig var þar kennt sund þangað til að […]

Hraunssel III

Haldið var upp með austanverðum Höfða frá Méltunnuklifi, vestan Leggjabrjótshrauns, Skolahrauns og Grákvíguhrauns. Ofarlega í Höfða eru gígaraðir frá mismunandi tímum. Stærsti gígurinn er formlega löguð eldstöð. Úr honum hefur gosið síðast og þá myndað stórbrotna og langa hrauntröð. Á móts við mitt Sandfell liggur Hraunsselstígurinn inn á slétt helluhraun Grákvíguhrauns. Ofar (norðar) er Stórahraun […]

Krýsuvíkurtorfan

Gengið var um Krýsuvíkurtorfuna. Í Krýsuvíkurlandi eru tóftir 17 bæja, en að þessu sinni voru 12 þeirra, er stóðu næst höfuðbólinu, skoðaðar, þ.e. Krýsuvíkur, Norðurkots, Snorrakots, Hnauss (Hnausa) er einnig var nefnt Garðshorn, Gestsstaða, Fells, Litla-Nýjabæjar, Stóra-Nýjabæjar, Lækjar, Arnarfells, Suðurkots og Vesturkots. Mönnum hefur greint á um staðsetningu Hnausa. Í örnefnalýsingu GS segir að Hnaus hafi verið […]