Goðhóll

SGG ritaði grein í 6. tbl. Faxa 1993 er fjallaði um Kristmundarvörðu í Brunnastaðahverfi á Vatnsleysuströnd.
Sesselja“Nú í sumar, árið 1993, endurhlóð Ragnar Ágústsson í Halakoti vörðuna og var það þarft verk og vel gert. Hún stendur á sléttri klöpp svo til beint upp af eyðibýlinu Vorhúsum á Bieringstanga, ca. 50 m ofan við gömlu götuna (eða hitaveitulögnina) og lætur ekki mikið yfir sér. Fast norðaustan við vörðuna er hóll með áberandi þúfu.” Í raun er varðan rétt ofan við nefndan gamla veg í Voga. Leiðin sést vel ofan við “hitaveituveginn” þar sem hún liggur framhjá vörðunni.
“Í smalamennsku 10. nóvember 1905 týndist maður í Strandarheiðinni sem hét Kristmundur Magnússon og var frá Goðhóli í Kálfatjarnarhverfi. Mikil leit var gerð að piltinum en án árangurs. Heimildum um atburðinn ber ekki saman og vík ég nánar að því síðar. Sérkennileg saga tengist líkfundinum og fer hún hér á eftir.”
Vilhjálmur, sonur Guðmundar Jónssonar frá Hreiðri í Holtum, mun hafa ferið á ferð um Ströndina þennan vetur á leið sinni, líklega í ver, í Leiru. Ólöf Árnadóttir frá Skammbeinsstöðum í sömu sveit átti þá von á barni með Guðmundi. Barnið reyndist drengur.
RagnarSamkvæmt kirkjubókum Kálfatjarnakirkju mun lík Kristmundar frá Goðhóli hafa fundist 13. nóv. 1905.
“Vilhjálmur kom við í Halakoti (hefur líklega gist þar), en hélt síðan áfram suður í Voga. Þegar hann var kominn spöl suður fyrir Halakot gekk hann fram á lík Kristmundar Magnússonar og lá það stuttan spöl ofan við götuna sem lá rétt við túngarða Bieringstangabæjanna. Vilhjálmur lét vita af líkfundinum og hélt síðan áfram suður úr. Stuttu eftir að Ólöf í Arnarstaðarkoti fæddi drenginn, sem fyrr er nefndur, dreymdi hana að Vilhjálmur kæmi til sín og segði: “Ég er hér með ungan mann sem heitir Kristmundur og mig langar til þess að biðja þig fyrir hann.” Ólöf leit svo á að Vilhjálmur væri að vita nafns og þau hjónin ákváðu að skíra nýfædda drenginn Kristmund. veturinn leið og um vorið kom Vilhjálmur austur og þá fyrst fengu hjónin í Arnarstaðarkoti skýringu á draumanafninu.

Kristmundarvarða

Sögu þessa sagði mér Ragnhildur Magnúsdóttir, f. 1913, frá Sjónarhóli á Vatnsleysuströnd, en hún er gift Kristmundi þessum frá Arnarstaðarkoti.”
Þá er vitnað í örnefnalýsingu Sigurjóns Sigurðssonar frá Traðarkoti, f. 1902, um Brunnastaði: “Svo bar  til, að haustið 1907 eða 1908 var farið til smölunar í sveitinni. Einn af smölunum var unglingspiltur frá Goðhól hér í sveit, sem hét Kristmundur Magnússon. Það hafði verið mjög slæmt veður, suðaustan rok og mikil rigning (dimmviðri) og fór svo, að pilturinn týndist og fannst daginn eftir örendur á þeim stað sem Kristmundarvarða stendur nú.”
KristmundarvarðaSigurjón lýsir því hvar varðan stendur og segir hana vera við gömlu leiðina nokkuð sunnar en Halakotsvarða Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar frá 1958 segir: “Skammt suður frá Töðugerði upp við veginn, gamla veginn, er varða sem heitir Kristmundarvarða, dregur hún nafn sitt af því að piltur að nafni Kristmundur frá Goðhól, 16-17 ára gamall, var að smala fé en villtist í slagviðri og fannst látinn þarna og hafði gengið sig inn í bein…
Guðríður Egilsdóttir frá Hliði í Kálfatjarnarhverfi, f. 1897, sagði í samtali 1992 að ungi maðurinn hafi týnst fyrri part vetrar, líklega rétt eftir að faðir hennar dó árið 1905 en þá var Guðríður 8 ára. Hún hélt að atburðurinn hafi átt sér stað í október því skólinn, sem þá var í Norðurkoti, hafi verið byrjaður. Henni var það minnistætt þegar menn báru lík piltsins um hlaðið á Hliði og niður að Goðhóli og inn í hlöðuna þar…
Í kirkjubókum Kálfatjarnarkirkju segir að Kristmundur Magnússon hafi verið 17 ára Halakotsvarðavinnumaður í Goðhóli og týnst við smalamennsku 10. nóv. 1905, fundist örendur 13. nóv. og verið jarðaður 24. nób. 1905.”
Í bréfi, sem fannst í gömlum kistli í húsi á Hofsvallagötunni í Reykjavík, segir frá atburðinum: “Goðhól… (dags. ólæsileg). Elsku Hjartkæra dóttir mín. Komdu ætíð marg blessuð og sæl….
Elskann mín góða, guð reindi okkur með því sorgar tilfelli að taka til sín okkar Elskulega son og ykkar bróður Kristmund (sál). Það vildi til með þeim hætti að við ljéðum hann í smalamennsku hjér uppí heiðina og voru þeir fjórir dreingir saman, allir á líku reki en hann var helst ókunnugur leitunum þegar þeir fóru til baka, nefninlega heimleið. Skildu þeir og áttu að reka ofaneftir skamt hvor frá öðrum. Veður var hvast á austann, landsunnan, með stór rigningar hriðjum enn þokulaust og marauð jörð.
En um kvöldið kom hann ekki. Þú gétur nærri hvað við Goðhóllhöfðum að bera, Elskann mín. Svo var gerð almenn leit með mannsöfnuði í þrjá daga og á þriðja degi fannst hann, en ekki af leitarmönnum. Maður sem var á ferð austann úr holtum varð til þess að finna hann og var hann mjög stutt frá bænum á milli voganna og strandarinnar, skamt frá alfaravegi. Þar lá hann andvana á sléttri klöpp með krosslagðar hendur á brjósti. Hann hefur því lagt sig sjálfur til í Hjartans auðmíkt undir Guðs blessaðan vilja… (ólæsilegt). Við erum sannfærð um það að hann hefur undir atlögu dauðans horft upp till himin ljósanna sem eynmitt þá leiftruðu svo skírt. Veður batnaði svo mjög og loftið varð ljétt svo túngl og stjörnur hafa því orðið fyrir hans deijandi augum.

Kristmundarvarða

Okkur er óhætt að hugga okkur við það að hann hefur gétað beiðið til guðs því hann kunni mikiða f góðu. En Engill dauðanns hefur flutt hans fresluðu sál til Guðs Eilífu ljóss heimkinna. Eftir öllum atvikum hefur hann andast 11. Nóvenber. Guðisjé lof fyrir að hann fanst svo við gátum búið hann til moldar og var hann jarð súnginn þann 24. sama mánaðar…. ” Undirskrift vantaði á bréfið.
Kristmundur var jarðsettur við suðurvegg Kálfatjarnarkirkju en enginn grafsteinn var settur á leiðið. Herdís Erlendsdóttir á Kálfatjörn man vel eftir hjónunum á Goðhóli og sorg þeirra þegar þau vitjuðu grafarinnar.
Nú er búið að leggja göngustíg yfir leiði Kristmundar og varðan í Djúpavogsheiðinni er það eina hér í hreppnum sem minnir á drenginn sem varð úti svo að sega við bæjardyr sveitunga sinna.
Einn lítinn hlekk vantar þó enn í söguna: Hver eða hverjir hlóðu Kristmundarvörðu?”
Það var Magnús í Halakoti, bróðir Ragnars, sem vísaði FERLIR á vörðuna síðdegis í haustsólinni. FERLIR hefur borist nokkrar ábendingar um staðsetningu Kristmundarvörðu, en til að taka af allan vafa eru hér gefin um hnitin af henni – [6359599-2222860].

Heimild:
-Sesselja G. Guðmundsdóttir – Faxi, 6. tbl., 53. árg., bls. 202-203.

Kristmundarvarða