Entries by Ómar

Þórustaðastígur – leiðarlýsing

Þórustaðastígur nefnist gamall götuslóði sem liggur frá bænum Þórustöðum á Vatnsleysuströnd og upp heiðina. Stígurinn heldur þessu nafni allt upp fyrir Vestriháls og að eyðibýlinu Vigdísarvöllum og Bala austan undir Núpshlíðarhálsi. Götuslóðinn byrjar um 200 m norðan afleggjarans að bænum og sér þess nú næsta lítil merki að þar hafi verið gata. Gatan liggur um […]

Heiðin há – vörður

Einn FERLIRsfélaga hefur dundað við að skoða mögulegar gamlar leiðir um Heiðina há. Heiðarvegurinn, af Selvogsgötu við ofanverð Grindarskörð, með sunnanverðum Kerlingarhnúk og niður heiðina að Sandfelli, hefur verið kortlagður sem og Selvogsgatan öll. Vörður vestan Heiðarvegar virtust stopular við fyrstu sýn, en þegar farið var að skoða þær nánar og hnitsetja kom svolítið áhugavert í […]

Vogar – Stapagata – Innri-Njarðvík

Gömlu þjóðleiðinni milli Voga og Innri-Njarðvíkur var fylgt til vesturs. Þrátt fyrir skiptingu gömlu hreppanna við Innri-Skor á miðjum Stapanum, eða Kvíguvogastapa eins og hann var einnig nefndur, voru þeir einn og sami hreppurinn um skeið. Gangan hófst við íþróttahúsið í Vogum, hinu nýborna sveitarfélagi. Jón Mar Guðmundsson og Margrét Ásgeirsdóttir, sem voru með í […]

Lyklafell I

Frásögn þessi af Lyklafelli og nágrenni birtist í Mbl. árið 1979. „Fyrrum lá leiðin milli Reykjavíkur og sveitanna fyrir austan fjall, yfir Hellisheiði, um Hellisskarð (Uxaskarð, Öxnaskarð), hjá Kolviðarhóli, meðfram Lyklafelli og niður hjá Elliðakoti í Mosfellssveit. Þetta var áður en akvegurinn var lagður um Lækjarbotna, Fossvelli, Sandskeið og Svínahraun að Kolviðarhóli. Það gerðist á […]

Háaleitisdraugurinn I

„Að undanförnu hefur Háaleiti á Miðnesi oft borið á góma og varðan Kalka, sem þar stóð. Hafa komið fram ýmsar sagnir í sambandi við það, en hjer kemur ein, sem ekki hefur verið minst á og mun fáum kunn. Er hún tekin eftir frásögn Stefáns Filippussonar, en hann hefur hana eftir ömmu sinni, Þórunni Sigurðardóttur […]

Háaleitisdraugurinn II

„Nálægt þrem kílómetrum í suðvestur frá Ytri-Njarðvíkum er melhrygur einn langur og lágur, sem kallaður er Háaleiti. Austan til á mel þessum er grasi gróin þúfa, og í kringum þúfuna er dálítil grasflöt. Eitt sinn bjó í Höskuldarkoti í Ytri-Njarðvíkum maður, sem Erlendur hét. Þetta ár var hjá Erlendi haustmaður og vetrarmaður Guðmundur nokkur Guðmundsson. […]

Óbrinnishólar – fjárskjól – Hvaleyrarvatn

Stórhöfðastígur var genginn frá fjárhellinum í Óbrinnishólum og stígurinn síðan þræddur í gegnum Óbrinnisbruna, Snókalönd og Stórhöfðahraun með viðkomu í Arnarklettum. Þar við fannst gamalt hlaðið hús, sem skoða þarf nánar síðar. Stígurinn er markaður í hraunið á kafla, en hefur því miður, af skammsýni, verið mokað burt á kafla. Frá Stórhöfða lá stígurinn í […]

Ísólfsskáli – refagildrur

Erling Einarsson, Ísólfsskálabóndi, hafði samband og kynnti fund á hlaðinni refagildru í Skollahrauni austan Ísólfsskála. Skammt frá gildrunni væri jafnframt hlaðið byrgi refaskyttu. Þegar gengið var með Erling um svæðið kom í ljós að umrædd refagildra var nokkuð heilleg að sjá. Fallhellan var fyrir opinu. Gildran fellur mjög vel inn í aðrar hraunþústir á svæðinu. […]

Leiran – Garður

Gengið var um Sveitarfélagið Garð í tilefni af Sólestursdögum dagana 13. og 14 ágúst. Rosmhvalaneshreppur var væntanlega til frá upphafi hreppaskipunar við lögtöku tíundarlaga 1097, þar til farið var að breyta skipun og mörkum þessara sveitarfélaga á ofanverðir 19. öld. Rosmhvalaneshreppur átti Njarðvíkurjarðirnar, en missti þær úr sínu umdæmi 1596. Hreppurinn náði yfir allan ytri […]

Hvalfjörður – Magnús Lárusson

Í Lesbók Morgunblaðsins 1933 fjallar Magnús Lárusson um „Hvalfjörð„. „Ó, fjörður væni, sœll að sýn í sumarsólar loga. Hve framnes, björg og flóðvík þín í faðm sjer hug minn toga. Hvar stenst öll prýðin eins vel á við insta botn og fremst við sjá? Hvar sje jeg fleiri fjöllin blá og fegri marar-voga?“ – Steingr. […]