Litla-Botnssel

Í Lesbók Morgunblaðsins 1933 fjallar Magnús Lárusson um “Hvalfjörð“.

“Ó, fjörður væni, sœll að sýn
í sumarsólar loga.
Hve framnes, björg og flóðvík þín
í faðm sjer hug minn toga.
Hvar stenst öll prýðin eins vel á
við insta botn og fremst við sjá?
Hvar sje jeg fleiri fjöllin blá
og fegri marar-voga?” – Steingr. Thorsteinsson.

HvalfjörðurSumarið er liðið og vetur genginn í garð. Ferðalögum út í guðsgræna náttúruna er lokið að þessu sinni. En hafi nú sumarið komið á náin í kynni yið einhvern fagran og svipmikinn stað, er gaman að geta brugðið sjer til hans að loknu dagstritinu, þegar húmar og kaldir vindar gnauða — látið þá hugann bera sig til hans. Og sá maður eða kona er úr “skrítnum steini” , sem ekki á sjer einn eða fleiri ástvini í ríki hinnar íslensku náttúru.
Einn af fegurstu stöðum ættjarðar vorrar er Hvalfjörður. —
Hann skerst inn í landið úr Faxaflóa, milli Kjalarness að sunnan og Akraness að norðan, nálægt 17 sjómílur að lengd. Norðan megin við hann gnæfa Akrafjall og Skarðsheiði, sem verið hefir spákona okkar hjer um norðanátt, því að það bregst varla að hún skauti þá hvítum þokubólstrum, þegar norðanáttin er í aðsigi. —
Sunnan megin fjarðarins er Reynivallaháls og góðkunningi okkar hjer, hún Esja: “Þú aldraða vina með björgin þín hlá, undir blœfögru hrímguðu þaki”.
Á innnesi situr þú sviphrein og há með sögurnar mörgu að baki eins og “Muninn” mælir til hennar um haust. Og svipað munu margir hugsað hafa.
Fleiri fjalla er að minnast, t.d. Þyrils, þar sem Helga jarlsdóttir, harmi lostin og þjökuð af sundraun, kleif upp einstigi það, sem enn er við hana kent og kallað Helguskarð.
Inn og út af Þyrli er Þyrilsnes „þar háði blóðdóm öldin forn”.
Hvalfjörður

Flestum, sem til Hvalfjarðar koma, mun vera hugstætt að koma að Saurbæ, þar sem Hallgrímur Pjetursson var og kvað svo: „að hrygðar húmið svart hvar sem stendur verður engilbjart“, og það í sjálfu 17. aldar myrkrinu. Rjett findist mjer, á meðan vinum hans tekst ekki að reisa honum hinn fyrirhugaða minnisvarða þar, kirkjuna, að þeir sjái um að legstaður hans væri hækkaður, svo að hundar og menn træði ekki á honum, og lindin hans ljúfa væri hlaðin upp, með hringpalli til að sitja á fyrir fólk, sem vildi hvíla sig þar og rifja upp minningar hins ástsæla skálds.
Sumum finst að Hallgrímskirkja ætti að vera í Reykjavík, en er ekki nógu mörgu hrúgað þar saman? Og er það ekki sorgleg lýsing á safnaðarlífi voru að veitingahúsið “Hótel Borg” skuli standa rjett hjá aðalkirkju landsins og vera betur sótt en kirkjan.

Brynjudalur

Brynjudalur – Ingunnarstaðir.

Nei, í Reykjavík á Hallgrímskirkja ekki heima, heldur í hinum heillandi faðmi hins sagnaríka Hvalfjarðar og á þeim stað er trúarskáldið bjó. —
Margar sagnir ganga um síra Hallgrím Pjetursson, og langar mig til að segja eina: „Það er sögn ein, frá Hallgrími presti, að hann var eitt sinn á ferð við þriðja mann, og ætlaði heim sunnan yfir Brynjudalsvog; flæður sævar gengu að; varð það þá ráð þeirra að bíða þar um nóttina til þess útfjaraði, og áin minkaði, og bjuggust að liggja í Bárðarhelli við fossinn. Þótti þá förunautum prests leitt að heyra fossniðinn, er mjög ýrði frá inn í hellisdyrin. Annar förunautur prests var fremstur og fekk ei sofið fyrir aðsókn. Sýndist honum og ferlíkan nokkurt eða vættur sækja að inn alt í hellisdyrin; bað hann þá prest að vera fremstan, og ljet hann það eftir; er þá sagt hann kvæði Stefjadrápu, því var yrði hann hins sama og förunautur hans, en jafnan hörfaði vætturin frá við hvert stefið, og að aftur á milli, uns hún hyrfi með öllu, og er drápan á þessa leið, sem nú er að fá:

1. Sætt með sönghljóðum
sigur vers bjóðum
Guði föður góðum,
sem gaf lífið þjóðum;
næsta naumt stóðum,
naktir vjer óðum
í hættum helsglóðum.

5. Heims því að hætti
hver einn mjer þætti
bölið sem bætti
bjóða lof ætti.
Guðsson vor gætti,
Guðs við almætti,
hann sálirnar sætti.

6. Minn Jesú mæti,
mín jafnan gæti;
brjóst Jesús bæti,
brár Jesús væti,
sjá Jesús sæti,
send Jesús kæti
mitt í mótlæti.

8. Sök synda afmái,
sonur Guðs hái;
frið svo jeg fái
og föðurlandi nái;
ógn engri þjái,
að oss Guð gái.
sálirnar um sjái.

23. Ó. þú alvalda
eining þrefalda.
lát lýð þinn kalda
lof þitt margfalda;
gef oss heit halda
og heiður þjer gjalda
um aldir alda!”

Hvalfjörður

Hvalfjörður.

Í Hvalfirði eru þessar eyjar: Hvammsey, Þyrilsey og Geirshólmi. Bestu skipalægri á firðinum eru hjá Þyrli, innan við Geirshólm (15—20 metra dýpi) á Brynjudalsvogi (5—10 metra dýpi) og á Maríuhöfn undan Hálsi í Kjós (10-16 metra dýpi).

Brynjudalur

Brynjudals á og hellarnir; Bárðarhellir (t.h.) og Maríuhellir (t.v). Huldukona fær sér að drekka vatn úr ánni.

Þessi skipalægi eru öll örugg, og önnur eftir áttum, svo sem undan Reynivöllum, Valdastöðum, Meðalfelli. Úskálahamri og á Saurbæjarvík á Kjalarnesi. Innsigling fjarðarins er óhrein að sunnan, en hrein með norðurlandinu, en þar sigla ekki aðrir en kunnugir menn.

Í Þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt frá því af hverju Hvalfjörður, Hvalfell og Hvalvatn draga nöfn sín, og skal það ekki rakið hjer. En við skulum bregða okkur inn til dalanna fyrir botni Hvalfjarðar og hitta þar konu, sem heitir Oddný Sigurðardóttir, og er húsfreyja á Stóra-Botni í Botnsdal. Hún segir okkur svo frá dölunum:

Botnsdalur.

Botnsdalur

Botnsdalur – Stóri-Botn (Efri-Botn).

Botnsdalur er hinn nyrðri af dölunum tveim, er liggja fyrir botni Hvalfjarðar. Á milli þessara tveggja dala gengur Múlafjall fram í sjó og myndast vogar, sinn hvoru megin fjallsins. Og inn fyrir þessa voga liggur Hvalfjarðar akbrautin. Í Botnsdal eru nokkurar skógarleifar, þó smávaxnar sje, en þarna var það, sem Avangur hinn írski ljet smíða hafskipið á dögum landnámsmannanna.

Glymur

Glymur.

En hið merkasta í dalnum verður að telja fossinn Glym, sem er mjög hár, líklega með hæstu fossum á landinu, þó aldrei hafi verið mældur, og er í á samnefndri bæjunum í dalnum.
Við Glym orti Þorsteinn Gíslason vísurnar: Í Botnsdal er fagurt einn blíðviðrisdag o.s.frv. Þá er einnig skylt að gleyma ekki Botnssúlum, en þaðan er mjög víðsýnt.

Í norðaustri er Hvalfell og norðan við það er Hvalvatn, en þaðan kemur Botnsá. Fyrir austan enda Hvalvatns er Skinnhúfuhöfði og Skinnhúfuhellir, þar sem Skinnhúfa bjó á dögum Ármanns í Ármannsfelli. Nú er þar alt kyrlátara og friðsamara en var á þeim dögum og álftin á sjer dyngju rjett fyrir framan hellismunnann. Niður undir vatnsröndinni, norðan í Hvalfelli er hellir sá, er sagt var að Arnes — er eitt sinn var fjelagi Fjalla-Eyvindar — hafi hafst við í. Í helli þessum hefir fundist mikið a{ beinum — bæði stórgripabeinum og kindabeinum — sem sjest hafa á för eftir eggjárn, og sömuleiðis kambur úr horni.
Í hinum fornu sögum finst hvergi getið nema eins bæjar í Botnsdal — en nú eru þeir tveir.

Hvalvatn

Hvalvatn – flugmynd.

Landnámabók segir svo frá að fyrstur hafi bygt bæ í Botni, maður sá er Avangur hjet og kallaður hinn írski. Þá var þar skógur svo mikill að hann ljet af gera hafskip. Það var hlaðið við Hlaðhamar en hann er fyrir botni Botnsvogs, sunnan Botnsár. Dýpi við hamarinn nú á tímum er um flóð líklega 3—4 metrar, en algerlega þurt um fjöru. Í Harðarsögu er talað um Neðra-Botn, þar sem Geir bjó um skeið. Af því er auðsætt að þá hefir Efri-Botn einnig verið bygður þó þess sje eigi getið. Löngu seinna hefir svo bygst þriðji bærinn: Holukot. —

Holukot

Holukot – tóftir.

Hann stóð sunnan árinnar neðarlega í dalnum. Sá bær hefir að líkindum tekist af eða lagst í eyði vegna skriðufalls er eyðilagt hefir meginhluta túnsins. Skriða þessi er fyrir löngu uppgróin og sums staðar klædd smávöxnu kjarri. Fyrir rústunum sjest mjög greinilega og hafa þau hýbýli verið rúmlítil.

Kattarhöfði

Kattarhöfði.

Af örnefnum, sem getið er í fornsögunum er meðal annars Múlafell, nú breytt í Múlafjall, Kattarhöfði, þar sem Þórður köttur var dysjaður og Kötlugróf þar sem Þorbjörg katla og Þorgríma smiðkona ljetu líf sitt og hringurinn Sótanautur er falinn.
Víðar man jeg ekki eftir að Botnsdals sje getið í fornum sögum.
Að síðustu skal þess getið, að hjer í Stóra-Botni var bænahús eða kirkja, og er örnefnið Kirkjuhóll þekt enn þá. Í þann hól var grafið fyrir 4—5 árum, en aðeins lítilsháttar, enda fundust engar minjar.

Litli-Botn

Litli-Botn í Hvalfirði.

Á bæjunum hjerna í Botnsdalnum var mikið um álfa og álfatrú. Ekki mátti veiða silunga úr sumum lækjum, ekki höggva hrís á vissum stöðum, ekki færa sum hús, ekki sljetta tiltekna bletti í túnununi og þar fram eftir götunum. Í hólunum heyrðist sífelt rokkhljóð og strokkhljóð.

Þannig var til dæmis sagt að víða í túninu í Litla-Botni og í klapparholtum umhverfis það, væri bústaðir huldufólks. Austast í túninu þar er hóll, sem kallaður er Krosshóll. Mátti eigi sljetta hann og var þar engin þúfa hreifð þangað til síðasti ábúandi kom þangað árið 1907. Á þessum hól var hrísla allstór og mátti enginn skerða hana. Var hún að síðustu orðin svo fúin að hún brotnaði.

Arneshellir

Arneshellir við Hvalvatn.

Mátti enginn á neinn hátt nýta sjer lurkinn og var sagt að hann færi jafnan sjálfur á hólinn aftur þó hann væri borinn heim.

Litli-Botn

Litli-Botn í Hvalfirði.

Skammt fyrir utan túnið er klapparholt, sem kallað er Steinkirkja og heyrast þaðan oft tíðahringingar og sálmasöngur. Á götunum fyrir utan túnið er kallað Mannabygð og þar mátti aldrei ríða hart. Á milli þessara staða: Kirkjunnar og Mannabygðar annars vegar og Krosshóls hins vegar voru sífeldar ferðir huldufólksins og var för þess stundum sjeð af gamla fólkinu.

Brynjudalur.

Brynjudalur

Brynjudalur.

Syðri dalurinn fyrir botni Hvalfjarðar er Brynjudalur. Hann er grösugur og vaxinn kjarri fremst. Samnefnd á rennur eftir honum og er hún straumlygn og mild.
Nú eru þrír bæir í dalnum: Ingunnarstaðir, Skorhagi og Þrándarstaðir og auk þess eyðibýlið Hrísakot.

Skorhagi

Skorhagi í Brynjudal.

Hina elstu sögn um Brynjudal er að finna í Landnámabók, þar sem sagt er frá deilu Refs hins gamla og Hvamm-Þóris, út af kúnni Brynju, sem gekk úti í dalnum með afkvæmum sínum og hann er við kendur. Og sú deila endaði með falli Hvamm-Þóris. Þar er einnig sagt, að Refur hafi búið á Múla. Bærinn Múli hefir að líkindum verið skamt þaðan sem nú er Skorhagi, en þó nokkru nær fjallinu og er trúlegt, að skriðuföll hafi eytt bæinn.
Harðar saga segir hinsvegar svo frá, að Refur hafi búið á Stykkisvelli (í Brynjudal) en Þorbjörg katla, móðir hans á Hrísum og vitanlega geta báðar sögurnar haft rjett fyrir sjer. Bæjarnafnið Hrísakot og örnefnið Hrísasneið benda að minsta kosti til þess að bær með því nafni hafi verið þar að norðanverðu í dalnum, þó það þurfi ekki endilega að vera.

Stykkisvellir

Stykkisvellir – tóft.

Loks segir Harðar saga svo frá, að Kjartan sá, er seinna sveik Hólmverja, hafi búið á Þorbrands stöðum. Hins vegar segir í upphafi Kjalnesingasögu að Þrándur landnámsmaður Helga bjólu hafi numið land í Brynjudal og búið á Þrándarstöðum, en það bæjarnafn er enn þá til.

Hrísakot

Hrísakot – túnakort 1917.

En verið gæti að Þorbrandsstaðir og Þrándarstaðir sjeu hið sama. Ingunnarstaða er getið í Kjósarannál að mig minnir einhverntíma á 16. öld. — Þá týndist á Hríshálsi, þ.e. hálsinum á milli dalanna, óljett kona með þrjú börn í fylgd með sjer og fanst ekkert af nema hendin af einu barninu. Og þessi kona fór frá Ingunnarstöðum.

Svo jeg snúi mjer aftur að honum fornu sögum, þá er Brynjudals getið f Bárðar sögu Snæfellsáss og er sagt að Bárður hafi hafst við í Bárðarhelli. Það er móhergshellir sunnanmegin árinnar, við foss þann er skamt er fyrir ofan hina nýju brú á ánni, er bygð var síðastliðið sumar (1932). Annar skúti er norðan árinnar, beint á móti Bárðarhelli, kallaður Maríuhellir.

Ingunnarstaðasel

Ingunnarstaðasel.

Á Ingunnarstöðum var bænahús og var goldin þaðan presstmata þar til núverandi ábúandi keypti hana af. Mjer hefir einnig verið sagt að eitt sinn — fyrir löngu síðan — er byggja skyldi íbúðarhús á Ingunnarstöðum hafi verið grafið á mannabein. —

Heimild:
-Lesbók Morgunblaðsins, 44. tbl. 12.11.1933, Magnús Lárusson, Hvalfjörður, bls. 345-347.

Brynjudalur

Brynjudalur.