Entries by Ómar

Stafnes – Kistugerði

Farið var að Stafnesi, rifjuð upp sagan af gamla manninum og tilurð nafnsins, skoðaður dómhringurinn og brunnurinn við hið gamla Lindarkot. Á Básendum var litið á einn stálkenginn, sem konungsskipin voru bundin við fyrr á öldum og gengið um garða og tóttir gamla bæjarins, sem var “dæmigerður íslenskur torfbær”. Skoðaðar voru undirstöðurnar undir gömlu verslunarhúsin […]

Þorbjarnarstaðir – Ólafur Jónsson

Björn Möller í Hafnarfirði benti FERLIR á Minningu um forföður eiginkonu hans, Guðfríðar Guðmundsdóttur, Ólaf Jónsson, bónda á Geitabergi, Katanesi, er birtist í Íslendingaþáttum Tímans árið 1982. Ólafur var langafi Guðfríðar. Þar segir Valgarður I. Jónsson frá Eystra-Miðfelli frá Ólafi, en hann var m.a. um tíma lausamaður á Þorbjarnarstöðum í Hraunum. „Ólafur Jónsson fæddist 25. […]

Hvaleyrarvatn – nykur

Í Gráskinnu hinni meiri er þjóðsaga frá Hvaleyrarvatni ofan Hafnarfjarðar: „Sagt er, að nykur sé í Hvaleyrarvatni annað árið en hitt árið í Kasthúsatjörn á Álftarnesi. Var selstaða áður við Hvaleyrarvatn. Eitt sinn voru þar karl og kerling og gættu búpenings. Fór konan að sækja vatn og kom ekki aftur. Seinna fannst lík hennar mikið […]

Fimmvörðuháls

Gengið var yfir Fimmvörðuháls frá Skógum að Básum í Þórsmörk. Tilgangur ferðarinnar var að skoða leiðina með hliðsjón af annarri væntanlegri í kjölfarið. Í bók Þórðar Tómassonar í Skógum, Þórsmörk. Land og saga (Reykjavík 1996) er kafli um fjallferðir og smölun. Þar segir meðal annars um Fimmvörðuháls: „Allt frá miðöldum munu Austurfjallamenn hafa farið með fjárrekstra […]

Brennisteinsfjöll – brennisteinsnámur II

Gengið var um Selvogsgötu frá Bláfjallavegi undir Grindarskörðum, upp Kerlingarskarð og inn með ofanverðum Draugahlíðum að brennisteinsnámusvæðinu suðaustan við Kistufell. Ætlunin var að gefa sér góðan tíma til að skoða tóftir námubúðanna í Námuhvammi sem og námurnar sjálfar, ofninn, götur, mannvirkjagerð o.fl. Til baka var ætlunin að fara um Kerlingarhnúka. Reyndar hafa hnúkarnir allir einnig […]

Vatnsleysuströndin – Erlendur Magnússon

Erlendur Magnússon, fyrrum bóndi Kálfatjörn, var fróður maður langt út fyrir sína sveit. Magnús Ágústsson frá Halakoti sagði Erlend hafa verið menntaðan mann þótt hann hafi ekki verið menntamaður. Magnús Jónsson, fv. minjavörður í Hafnarfirði (frá Litlabæ), lýsti einhverju sinni næsta umhverfi Kálfatjarnar og þá Erlendi um leið: „Margir halda að túnin á Ströndinni séu […]

Eldgos

FERLIR lagði í lok marsmánaðar (2010) land og jökul undir fót og hélt að eldsupptökum gosstöðva á Fimmvörðuhálsi. Gosið kom reyndar upp á Hruna í Goðalandi, en ekki á hálsinum sjálfum. Fetuð voru spor á Mýrdalsjökli upp í allt að 1.504 m.h.y.s., framhjá gígopi Kötlu og inn á berangurshálsinn millum Mýrsdalsjökuls og Eyjafjallajökuls. Leiðangursstjóri var Kári Björnsson, […]

Kirkjuból – Garður

Var genginn með Jóni Ólafssyni, fyrrverandi og margfróðum skólastjóra í Gerðaskóla í Garði. Fylgdi hann hópnum frá Kirkjubóli, um Garðskaga að Vatnagörðum. Lýsti hann staðháttum við Kirkjuból er Kristján skifari var brenndur þar inni 1551 eftir að áður hafði verið kveðið á um að “jörðin og öxin” geymdu best þá Jón Arason biskup og syni, […]

Ölfusvatnslaugar – Tjarnahnúkur – Súlufell

Gengið var á Ölkelduhálsi frá stað skammt austan við Kýrgil að miklum gjall- og klepragíg efst á Tjarnahnúk. Þaðan var haldið til norðausturs niður með Álftatjörn og Kattartjörnum að Súlufelli og síðan til vesturs um dalina inn að Ölfusvatnslaugum áður en gengið var til baka að upphafsstað. ISOR (Íslenskar orkurannsóknir) hafa gefið úr Jarfræðikort af […]

Vitinn við Vitastíg – skilti

Á skilti milli húsanna Hverfisgötu 43 og 45 í Hafnarfirði er upplýsingaskilti um „Vitann við Vitastíg„. Vitinn sést reyndar ekki frá skiltinu, en á því er eftirfarandi texti: „Þrátt fyrir að Hafnarfjörður hafi verið ein helsta höfn landsins á Suður- og Vesturlandi í gegnum aldirnar var lengi vel ekku um nein öryggistæki að ræða þar […]