Entries by Ómar

Merkar minjar á Vatnsleysuströnd

„Vogar og Vatnsleysuströnd eiga sér merka sögu útvegsbúskapar og er hér fjársjóður minja um búsetu og horfna atvinnuhætti. Skráning þessara minja er mjög skammt á veg komin og lítið um aðgengilegar upplýsingar. Nú er mikið byggt í Vogum og hætta á að merkar minjar fari forgörðum – og það hefur þegar gerst. Arkitektar og verktakar […]

Hverasvæði á botni Kleifarvatns

„Þrír íslenskir kafarar hafa birt á Youtube magnað myndband af hverasvæði á botni Kleifarvatns. Er þarna um einstakt náttúrufyrirbrigði að ræða sem þeir félagar hafa náð góðum myndum af. Í gegnum tíðina hefur Kleifarvatn verið vinsæll köfunarstaður. Í vatninu þykja aðstæður góðar fyrir þá sem eru að læra eða hafa lokið námskeiði og vilja æfa […]

Rauðablástur – mýrarrauði

Hvernig er mýrarrauði unninn? Fyrst; er nógu mikið járn í íslenskum mýrarrauða til vinna það með raunhæfum hætti? Er magn járns með breytilegu vatnsmagni (Fe2O3 * H2O) í íslenskum mýrarrauða nægilega mikið til að vinna það úr rauðanum eins og landnámsmenn Íslands gerðu fram eftir öldum með þeirri aðferð sem talið er að þeir hafi […]

Elliðaárdalur – jarðsagan

Einar Gunnlaugsson, jarðfræðingur, leiddi FERLIR um Elliðaárdal og fræddi þátttakendur um jarðfræði dalsins. Elliðaárdalurinn er eitt fjölsóttasta útivistarsvæði Reykvíkinga enda býður hann upp á fjölþætta möguleika til útivistar. Árnar eru kenndar við skip Ketilbjarnar gamla á Mosfelli, en hann kom hingað á skipi sínu Elliða og „kom í Elliðaárós“ að því er segir í Landnámu. Í […]

Eiríksvegur

Eiríksvegur liggur frá Akurgerðisbökkum upp í Flekkuvíkurheiði, áleiðis að Þrívörðuhól. Um er að ræða sýnishorn af vegagerð fyrri tíma. Vegurinn er nefndur eftir verkstjóranum sem hét Eiríkur Ásmundsson (1840-1893) frá Grjóta í Reykjavík en Eiríkur þessi stjórnaði m.a. fyrsta akvegargerð um Kamba. Eiríksvegur er 3-4 m breiður og í honum er mikið af grjóthnullungum. Ekkert […]

Selskógur

Selskógur er afurð Skógræktarfélags Grindavíkur í norðurhlíðum Þorbjarnarfells (Þorbjarnar) ofan Grindavíkur. Stofnun Skógræktarfélags Grindavíkur má rekja aftur til ársins 1939. Þá varð Ingibjörg Jónsdóttir sextug og kvenfélagskonur stofnuðu sjóð henni til heiðurs. Ingibjörg ákvað að verja honum til þess að koma upp skógrækt í Grindavík. Fékk hún landið í norðurhlíðum Þorbjörns og þegar hún plantaði […]

Forna-Kaldá

„Hitt er fullvíst, að það sem hér er kallað Hafnarfjarðarhraun, hefur runnið allt í einu lagi. Reynum nú að gera okkur í hugarlund, hvernig það land leit út, sem Hafnarfjarðarhraun breiddist yfir. Vitaskuld renna hraunflóð æfinlega undan halla og ekki skáhallt, heldur í þá átt sem hallinn er mestur. Það má því t. d. gera […]

Krýsuvík – seinni tíma framkvæmdir

Krýsuvík kemst í eigu Hafnarfjarðarbæjar Um 1930 var erfitt að stunda búskap í kringum Hafnarfjörð; bæjarbúar voru ekki sjálfum sér nógir um neyslumjólk og beitiland vantaði fyrir sauðfé. Ekki fékkst aukið ræktarland úr Garðakirkjulandi og var þá farið að svipast um eftir öðrum jörðum nærri bænum. Krýsuvík þótti álitlegust og ritaði bæjarstjórn Hafnarfjarðar Einari Benediktssyni […]

Stapinn I

Gengið var upp Reiðskarð og niður Brekkuskarð að Brekku, Hólmabúðum, Stapabúð og Kerlingarbúð, upp Urðarskarð og á Grímshól. Þaðan var haldið eftir Stapagötunni að Grynnri-Skor (Innriskoru). Þá var ætlunin að fylgja landamerkjalínunni í tiltekinn vörðufót, þaðan í Arnarklett og síðan til baka að upphafsstað. Stapinn virðist lítt áhugaverður, a.m.k. þegar ekið er eftir Reykjanesbrautinni. Hann lætur […]

Þjóðleiðir – gamlar og nýjar

Hér áður fyrr voru þjóðleiðirnar “einbreiðar”, þ.e. sama gatan var notuð í báðar áttir. Á einstaka stað má sjá för, hlið við hlið, en einungis á stuttum köflum. Tímabil þessara gömlu þjóðleiða náði allt frá upphafi landnáms hér á landi og fram eftir fyrstu áratugum sjálfrennireiðarinnar. Leiðirnar tóku breytingum á þessu langa tímabili, en þó […]