Entries by Ómar

Strand við Önglabrjótsnef

Í Tímanum árið 1951 mátti lesa eftirfarandi frásögn; „Þýzkur togari strandar við Önglahrjótsnef – Losnaði af grunni, sökk á skammri stundu en áhöfnin bjargaðist í annan togara“: „Klukkan 6.40 í gærmorgun strandaði þýzki togarinn Kartsburg Danh við Önglabrjótsnef, nyrðri tá Reykjaness, sunnanvert við Sandvíkurnar. Losnaði hann af grunni tæpum tveimur stundum síðar, en sökk síðan […]

Hvarf Ólafs í Miðhúsum

Eftirfarandi frásögn Pálma Hannessonar um hvarf Ólafs Þorleifssonar frá Miðhúsum á Vatnsleysuströnd árið 1900 birtist í Faxa árið 1968: „Á Vatnsleysuströnd ganga hraun út í sjó, sem kunnugt er, og liggur byggðin fast með sjónum fram. Áður fyrr, meðan sjór var sóttur á opnum bátum, var þar fjölbýlt mjög og útróður mikill. Nú er þar […]

Kleifarvatn frá sjó

Boðið var upp á siglingu um Kleifarvatn. Það er jú sitthvað að horfa yfir vatnið frá landi og að horfa á landið frá vatninu. Jói Davíðs hafði fjárfest í bát með endurnýjuðum vistvænum hreyfli og öllu tilheyrandi. Einhver kvóti fylgdi með pakkanum, en aflaheimildir lágu ekki ljósar fyrir því Fiskistofa hafði enn ekki úthlutað slíkum […]

Þingvallaskógar – Hrauntúnsgata – Selhólar – Gamli-stekkur

Á Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1938 er m.a. fjallað um „Örnefni í Þingvallahrauni„. Þar er getið um svonefnda Selhóla austan Hrauntúns: „Austan-frá Sláttubrekkum, norður-af Hellishæð, er Flekkuhóll; er hann stór um sig, með smá-hólum og lautum, allt skógi og grasi vaxið. Norður af honum og Sláttubrekkum er Bruni; var þar eyða mikil í skóginn, […]

Brennisteinsvinnsla – Jóhanna Guðmundsdóttir

Í útvarpsþættinum „Tímakorn“ ræddi Ragnheiður Gyða Jónsdóttir þáttastjórnandi við Jóhönnu Þ. Guðmundsdóttur (Jógu) frá Vatnsleysuströnd um brennisteinsvinnslu. Jóhanna hefur verið í námi í sagnfræði við Háskóla Íslands og skrifaði m.a. ritgerð um brennisteinsvinnslu hér á landi í tíð Innréttinganna, auk þess sem hún hefur kynnt sér sérstaklega eiginleika, vinnslu og notkun brennisteins hér á landi. […]

Grindavík – vestur- og norðurmæri

Mæting var við bæjarhliðið dýra við Grindavíkurveginn á móts við Seltjörn. Þaðan var ekið að Reykjanesvita. Ætlunin var að rekja og ganga eftir vesturmörkum Grindavíkurlands milli Valahnúks á landamerkjum Hafna og norðurmörkunum áleiðis að Arnarkletti á landamerkjum Voga (Vatnsleysu-strandarhrepps). Á mörkunum áttu að vera landamerkjavörður og önnur kennileiti er gefa á þau til kynna. Ljóst er […]

Selatangar

„Rústir sjóbúða er að flnna víðsvegar við strendur Íslands. Þessar búðir eru merkar fornleifar sem mlnna fólk á þá tíð þegar landsmenn sóttu til velða á opnum bátum, oft við erfiðar og hættulegar aðstæður. Hinar eiginlegu sjóbúðir — líka nefndar útver — voru reistar á þeim stöðum þar sem stutt var á miðin og heppilegt […]

Grindavíkurstríðið 1532 – I. hluti

Eftirfarandi lýsing var hraðskrifuð upp á námskeiði er Jón Böðvarsson hélt um Grindavíkurstríðið í Saltfisksetrinu í Grindavík. Hún er birt með fyrirvara – hugasanlega er þörf á einhverri leiðréttingu – eftir er að bera hana saman við skriflegar heimildir, s.s. í „Ensku öldinni„og „Tíu þorskastríð„, sbr. innihald texta: “Grindavíkurstríðið” I. hluti – 3. mars 2004. […]

Hjartablóm

Blómgunartími jurta er ótrúlega misjafn. Það á ekki bara við hvenær sumars þær blómgast, heldur líka hversu lengi þær bera blóm. Hjartablómið byrjar t.d. að blómstra í júníbyrjun og er að út ágúst. Þetta er ættingi af reykjurtaætt. Plönturnar eru safamiklar og stönglarnir stökkir og veikbyggðir. Hjartablómið er af ættkvísl, sem heitir Dicentra. Þetta er lítil […]

Golfvöllur I – Húsatóftir

Golfvellir á Reykjanes- skaganum eru allir byggðir á sögulegum minjasvæðum. Á, og við þá, eru bæði varðveittar minjar og einnig eyddar minjar. Líklega eru golfvellirnir þó nú best vernduðu svæðin á Skaganum því víðast hvar virðast þeir hafa notið betri skilnings og beinlínis forgangs þegar kom að varnargarðagerð vegna ágangs sjávar. Svo virðist sem í upphafi […]