Önglabrjótsnef

Í Tímanum árið 1951 mátti lesa eftirfarandi frásögn; “Þýzkur togari strandar við Önglahrjótsnef – Losnaði af grunni, sökk á skammri stundu en áhöfnin bjargaðist í annan togara”:
onglabrjotsnef-loftmynd“Klukkan 6.40 í gærmorgun strandaði þýzki togarinn Kartsburg Danh við Önglabrjótsnef, nyrðri tá Reykjaness, sunnanvert við Sandvíkurnar. Losnaði hann af grunni tæpum tveimur stundum síðar, en sökk síðan innan lítillar stundar. Forðuðu skipverjar, tuttugu menn, sér í björgunarbátana, og komust þeir i annan þýzkan togara, Hans Böchler, er var í námunda við strandstaðinn.
Fyrstu fregnir af strandinu Loftskeytastöðin í Reykjavík náði fyrst fregnum af strandinu, og lét hún Slysavarnafélagið þegar vita. En það sneri sér til björgunarsveitarinnar í Grindavík og vitavarðarins á Reykjanesi, Sigurjón Ólafssonar, er var einn karlmanna á bænum. —
Brá hann þegar við og fór á strandstaðinn með línubyssu og annan útbúnað, er til björgunar þurfti. Dró hann þetta eftir sér á sleða.
Meðan þessu fór fram var slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík að senda hina öruggu björgunarsveit sína af stað á stórum bifreiðum, en torfæri var yfir að fara og færðin hin versta. Björgunarsveit úr Höfnum lagði einnig af stað.
Loftskeytastöðin Í Reykjavík var í stöðugu sambandi við annan þýzkan togara, Schiitting, er var á þessum slóðum, og tilkynnti hann, að Karlsburg Danh væri strandaður við Öngiabrjótsnef, og voru önnur skip látin Onglabrjotsnef-21vita um þetta. Klukkan 8,20 tilkynnti Schütting, að hinn strandaði togari hefði losnað af grunni og hefði getað hreyít vél sína en mikill leki væri kominn að skipinu. En eftir þetta segir ekki af skipinu, því að það sökk að skammri stundu liðinni.
Sigurjón Ólafsson vitavörður segir svo frá, að hann hafi séð skip, er mikið rauk úr, á hreyfingu hjá Karlinum svonefndum, er hann kom fram á Önglabrjótsnefið. Hugði hann, að þetta væri skip, sem komið hefði til aðstoðar. En nú bar leiti á milli ntla stund, en vitavörðurinn sá aftur þangað, sem skipið átti að vera, var það horfi með öllu, og sást ekki annað eftir en gufumökkur. Til skipsbátanna sást ekki heldur. Ætlaði vitavörðurinn varla að trúa því, að skipið hefði sokkið svo skjótt. Kona vitavarðarins sá hins vegar heiman frá bænum lítinn bát á floti, og gaf hann frá sér rauð ljósmerki.
Það er af áhöfninn fá Karlsburg Danh að segja, að hún sá brátt, að skipið hlaut að sökkva á örskammri stundu. Fóru skipverjar, tuttugu menn, í skyndi í skipsbátana tvo, og komust þeir heilu og og höldnu í þriðja þýzka togarann, sem kominn var. á vettvang, Hans Böchler. Urðu skipverjar á honum bátanna varir og fór til móts við. Þá og á tíunda tímanum komust skipbrotsmenn um borð í hann.
Hans Böchler kom með skipbrotsmennina til Reykjavíkur um miðjan dag í gær. Voru þeir allir hressir. Slysavarnafélagið tók á móti þeim. Erfiðlega mun hafa gengið að útvega þeim gististað, því að flugvallarhótelinu hefir nú verið lokað. Hljóp Hótel Skjaldbreið að síðustu undir bagga, og fengu skipbrotsmennirnir gistingu þar.”

Heimild:
-Tíminn, 9. febrúar 1951, bls 1 og 7.

Önglabrjótsnef

Þýskur togari líkur Karslburg Dahn.