Entries by Ómar

Austurengjar í Krýsuvík

Í Viðauka 66 af 92 við skýrslu Orkustofnunar OS-2015/04 – Virkjunarkostir til umfjöllunar í 3. áfanga rammaáætlunar, er fjallað um Austurengjar í Krýsuvík. Í Viðaukanum segir m.a.: „Austurengjar er hluti af mjög stóru jarðhitasvæði sem kennt hefur verið við Krýsuvík. Frá 2006 hefur HS Orka haft rannsóknarleyfi á öllu svæðinu til 10 ára. Margs konar […]

Prestastígur (hinn forni)

Ætlunin var að leita og finna hina fornu leið er farin var milli Hafna og Húsatófta fyrrum. Konungsverslunin var um tíma við Húsatóftir, s.s. örnefni og minjar gefa til kynna, og nálægur Staðarprestur þjónaði jafnt Stað og Höfnum. Hann og aðrir þurftu að fara þarna á millum. Eftir að verslunarhöfn í Grindavík lagðist af 1639 […]

Atvinnubótavegur (Járnbrautarvegur)

Komið hefur verið upp upplýsingaskilti um Atvinnubótaveginn (Járnbrautarveginn) í Hafnarfjarðarhrauni: „Atvinnubótavegurinn [í Hafnarfjarðarhrauni] var stórframkvæmd í lok fyrri heimsstyrjaldar. Hér liggur hann yfir Garðahraun sem er hluti Búrfellshrauns. Hraunið á upptök sín í Búrfelli og nær fram í sjó bæði í Skerjafirði og Hafnarfirði. Upplýsingaskilti um hraunið er hjá húsi Náttúrufræðistofnunar. Atvinnubótavegurinn var lagður frostaveturinn […]

Skipt á löndum

„Hvað heitir landið milli Kópavogs og Hafnarfjarðar? Garðahreppur, Garðakaupstaður, Garðabær eða Garðar? Setjið X við rétt svar. Rétt svar var Garðahreppur, en hreppurinn öðlaðist kaupstaðarréttindi 1976, og heitir því Garðakaupstaður. Mikið var reynt til þess að fá fólk til að nota nafnið Garðar, en bæjarstjórnin og íbúar bæjarins vilja, og nota einungis nafnið Garðabær. Byggð […]

Sölvahrútur

Jafnfætlur eru þó kunnugastar sem fjörudýr. Víða á sunnanverðu landinu má finna sölvahrút (Ligia oceanica) en hann er ein stærsta jafnfætlan hér við land. Sölvahrútur getur orðið meira en 3 cm á lengd og finnst efst í fjörunni, oftast innan um sjávarfitjung. Undir steinum efst í fjörunni má oftar en ekki finna fjörulýs sem eru […]

Vegavinnumannaskýli

Skömmu eftir að fyrsta sjálfrennireiðin kom til landsins í júní árið 1904. Um var að ræða notaða þýska bifreið af gerðinni Cudell, sem Ditlev Thomsen kaupmaður keypti með 2.000 króna tilstyrk frá Alþingi, og var bíllinn samkvæmt því nefndur Thomsensbíllinn. Ætlunin með þessum kaupum var að sannreyna hvort að mótorvagnar kæmu að notum á Íslandi. […]

Fiskisleggja

Lengst af var fiskur mikilvægasta fæðutegund Íslendinga ásamt mjólkurmat og kjöti. Kom fiskurinn að verulegu leyti í staðinn fyrir brauð og annað mjölmeti hér á landi. Fram um 1830 var fiskur aðallega hertur en eftir það hafði saltfiskframleiðsla yfirhöndina og síðar frysting þótt skreiðarverkun legðist aldrei niður. Vanalega var harðfiskurinn barinn áður en hans var […]

Hafnarfjörður – miklar hamfarir og erfið fæðing

Í Sjómannadagsblaðinu árið 1992 er m.a. fjallað um „Miklar hamfarir og erfiða fæðingu“ þar sem Hafnarfjörður var annars vegar. „Það var ekki lítið, sem gekk á fyrir máttarvöldunum að búa til Hafnarfjörð. Í sinni eigin sköpun gekk það svo til fyrir hólmanum, sem fékk nafnið Ísland að á einu sínu aldursstigi var yfir honum blágrýtishella, […]

Brennisteinsfjöll – aðkoma

Nafnið Brennisteinsfjöll er tiltölulega ungt eða frá því á 18. öld. Áður var hryggurinn, sem myndar þau, nefndur Fjallaháls og jafnvel fleiri nöfnum. Hann er myndaður á sprungurein (oft talað um Brennisteinsfjallareinina) líkt og Sveifluháls (Austurháls) og Núpshlíðarháls (Vesturháls) undir jökli að hluta, en síðan gosið víða eftir honum á nútíma eins og sjá má […]

Jarðaber – villt

Jarðarber (fragaria vesca) eru af rósaætt eins og hrútaber enda eru blöðin áþekk, a.m.k. fyrir blómgunartíma. Þau finnast villt hér á landi, einkum sunnan- og suðvestanlands. Blóm jarðarberja eru hvít þótt aldinið sé auðvitað rautt eins og alkunna er. Jarðarber eru eiginlega ekki ber í grasafræðilegum skilningi heldur verða þau til í sjálfum blómbotninum á […]