Entries by Ómar

Ölkeldan á Ölkelduhálsi

Í Sæmundi Fróða árið 1874 er m.a. fjallað um ölkeldur undir fyrirsögninni „Húsaapótek fyrir Íslendinga„: „Í Henglafjöllum eru margar ölkeldur; þær eru ljúffengar, en eigi mjög sterkar; flestar þeirra eru heitari en ölkeldurnar fyrir vestan, að undanteknum þeim við Lýshól í Staðarsveit, sem hafa rjett mátulegan baðhita, og mynda ágætt ag styrkjandi bað; er hörmung […]

Vegur undir veg – Siglubergsháls

Þegar unnið var að undirbúningi Suðurstrandarvegar var framkvæmd fornleifaskráning á og við fyrirhugað vegstæði. Þetta var árið 1998. Árið 2000 var hlutaðeigandi skrásetjari sendur til baka um svæðið með skottið milli lappanna og gert að framkvæma aðra og betri fornleifaskráningu. Við það bættust ótal minjar, sem ekki virtust hafa verið til áður skv. fyrri skráningu. […]

Ölfusleiðir

Í „Lýsingu Ölveshrepps 1703“ eftir Hálfdan Jónsson er m.a. getið um nokkrar leiðir í hreppnum: „[Lýsing Ölveshrepps, sem hér fer á eftir, er prenfuð eftir AM. 767 4fo. Er það lítið kver, 52 blöð í ekki stóru broti. Í kveri þessu eru tvö handrit af lýsingunni, og er hið síðara afrit af hinu fyrra. Ber […]

Flórgoði

Flórgoðinn er fallegur fugl. Hann mætir á vötnin ofan höfuðborgarsvæðisins; Hvaleyrarvatn, Ástjörn, Urriðavatn, Vífilsstaðavatn, Rauðavatn o.fl., í kringum 15.-20. apríl eftir vetrardvöl s.s. við strendur Islands, Noregs og Skotlands, verpir um miðjan maí og liggur á 3-6 eggjum í u.þ.b. 21-25 daga. Ef varpið misferst getur hann verpt aftur og aftur uns allt um þrýtur. […]

Seltún – skemmdarverk

Seltún undir Hveradal í Krýsuvík er einn fjölfarnasti ferðamannastaður landsins. Sveitarfélög og stjórn Reykjanesfólkvangs hafa lagt vinnu í að setja upp skilti gestum til fróðleiks, smíða göngupalla til að minnka líkur á slysum á hverasvæðunum, lagfært bílastæðið, komið fyrir kömrum og komið fyrir aðvörunarskiltum til að auka enn á öryggið. Áður fyrr var lítill veitingastaður og sölubúð við […]

Litla-Kaffistofan

Litla-Kaffistofan neðan Draugahlíðar í Svínahrauni hefur löngum verið áningastaður ferðamanna. Hér verður drepið á ýmist er varpað getur ljósi á skammvæna sögu og tilgang þessa ágætis.  Helgarpósturinn árið 1985 segir m.a. frá kaffistofunni undir fyrirsögninni „Byrjaði nýtt líf í hrauninu„: „Í Svínahrauni ofan við Sandskeið stendur yfirlœtislítið hús, margsinnis kaghýtt og barið í vetrarstormum og […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2008

Ratleikur Hafnarfjarðar er nú haldinn í 12. sinn. Fróðleiksmolunum er ætlað að auðvelda leitina og veita nánari upplýsingar um viðkomandi staði, þátttakendum til ánægju og yndisauka. Leitarstaðirnir eru nú, líkt og fyrrum, 27 talsins, og skiptast þeir jafnt niður á þrjá misþunga lausnarmöguleika. 1.  Skógrækt hófst í Gráhelluhrauni 27. maí 1947 en þar hafði verið […]

Reykjafell – flugvélaflök

Þorkell Guðnason hafði samband og benti FERLIR á a.m.k. tvö flugvélaflök í Reykjafelli í Mosfellssveit. Tvær amerískar flugvélar (hann vissi ekki hvers tegundar þær voru) hefðu flogið hvor á aðra yfir Reykjafellinu snemma árs 1944 og báðar hrapað þar til jarðar. Önnur flugvélin hefði lent suður í fellinu og hin í mýri skammt norðaustan við […]

Kjalarnesvætti

Á Kjalarnesi má finna ýmsa álagabletti, staði sem tengjast álfum, huldufólki, dvergum, vættum og draugum. Má t.d. nefna álagablett á Klébergi fyrir neðan Klébergsskóla, Helguhól utan við bæinn Gil (draugasaga), álagablett við Lykkju, huldufólk við Arnarholt og Borg sunnan Brautarholts, draugasaga í Strýthólum, dvergasögur tengdar Dvergasteini vestan við Bakka, Árnesi og Ártúnsgljúfri, álagablett (haugur Andriðar) […]

Ásfjall

Ásfjall ofan við Hafnarfjörð er hæst 127 m.y.s. Ásfjall er í raun grágrýtishæð. Þar fyrir neðan er Ástjörn. Hvorutveggja ber nafn af bænum Ási, sem stóð undir fjallinu. Fjallið er víðast hulið lausum jarðlögum, en allvel gróið mosa og lyngi.  Efst á því er Dagmálavarðan, sem nú hefur verið endurhlaðin. Útsýni af fjallinu er gott […]