Entries by Ómar

Borgarkot – refagildra – marhálmur

Þegar gengið var um Borgarkot á Vatnsleysuströnd birtist m.a. enn ein hlaðna refagildran frá því fyrr á tímum, æði heilleg. Að vísu hafði FERLIR fundið aðra slíka skamt ofar í heiðinni, en láðst að færa hana í þar til gerða skrá um fornminjar á Reykjanesskaga. Úr því hefur verið bætt. Í ferðinni var gengið fram […]

Blikdalssel nr. 9

Þegar FERLIR fór enn og aftur í sérstaka leitarferð um Blikdalinn fannst enn ein selstaðan, sú efsta í dalnum hingað til. Áður höfðu átta selstöður verið skráðar beggja vegna í dalnum. Ætlunin var að rekja selstígana og skoða hvert þeir leiddu. Og þar sem engin selstaða hafði áður fundist ofan við miðjan dalinn var lögð […]

Búi – Búahellir – Búahamar

Þegar Kjalnesingasaga er lesin má m.a. berja augum eftirfarandi: „Andríður reisti bæ í brautinni og kallaði Brautarholt því að skógurinn var svo þykkur að honum þótti allt annað starfameira. Andríður setti þar reisulegt bú saman. Þann vetur er Andríður bjó fyrstan í Brautarholti andaðist Helgi bjóla í Hofi. Það þótti mönnum hinn mesti skaði því […]

Þyrill

Tilgangur ferðarinnar var að skoða tófir gamla bæjarins og hofhús að Þyrli í Hvalfirði. Svo segir í Harðar sögu Hólmverja: “Þorsteinn gullknappur bjó þá á Þyrli, grályndr ok undirförull, slægvitr ok vel fjáreigandi.” Harðar saga, ÍF XIII, 62, sbr. 87 “[Indriði] fór um morgininn einn saman, ok it gegnsta reið hann til Þyrils. hann steig […]

Selhraun – minjar

Hraunin sunnan Nýjahrauns (Kapelluhrauns), milli Gerðis og Efri-hellra, eru tiltölulega slétt og vel gróin lyngi og birki, enda mun eldri og mosinn því á góðu undanhaldi. Kapelluhraunið, sem er bæði miklu mun hærra og úfnara, þakið hraungambra, rann árið 1151. Vestan við það eru nokkur hraun, þ.á.m. fjögur Selhraun, öll eldri en 4000 ára. Nyrst […]

Krýsuvík – yfirlit jarðhitarannsókna

Upphafið – Eggert og Bjarni Upphaf rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík má rekja aftur til ársins 1756. Þá voru Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson þar á ferð en þeir voru meðal helstu boðbera upplýsingastefnunnar hér á landi. Þeir félagar könnuðu jarðhitann í Sveifluhálsi austanverðum og boruðu þar m.a. 32 feta djúpa rannsóknarholu. Rannsóknirnar breyttu ekki […]

Þórðarfell

Gengið var á Þórðarfell og umhverfi þess skoðað. Þótt Þórðarfell sé ekki nema 163 m.y.s. þar sem það er hæst er um merkilegt jarðfræðifyrirbæri að ræða. Misgengi er t.d. þvert í gegnum fellið líkt og í föðursystkini þess, Þorbjarnarfelli. Fellið í röð fella á bólstra- og móbergshrygg á sprungurein er gaus undir jökli á síðasta ísaldarskeiði, […]

Óttarsstaðarsel – Straumssel

Gengið var frá Straumi um Mosastíg upp á Alfaraleið, vestur eftir henni að Óttarsstaðaselsstíg (Rauðamelsstíg) og stígnum fylgt upp í Óttarsstaðasel með viðkomu í Bekkjaskúta, Sveinshelli og Meitlaskjóli. Skoðaðar voru mannvistarleifar í selinu, s.s. fjárskjól, seltóttirnar, stekkir og kvíar, vatnsbólið og nátthaginn (réttin). Þá var haldið lengra upp í Almenning og skoðað Gerðið og Straumselsfjárskjólið […]

Garður – Mið-Garður

Ætlunin var að skoða MIð-Garð, þ.e. miðhluta sveitarfélagsins Garðs. Áður hafði verið litið á minjar í Út-Garði og Inn-Garði. Svona til upprifjunar má geta þess að á Rosmhvalanesi og jafnvel víðar var hugtakið „út“ var jafnan notað fyrir höfuðáttina norður og hugtakið „inn“ að sama skapi fyrir suðurstefnuna. Á landakortum af Mið-Garði má sjá Útskála […]

Ekið um Kjós

Kjósin er á bak við Esjuna, en hvað vita þeir svo meira um þessa sveit, svona rétt við bæjarvegginn. Jú, margir vita að heldur leiðinlegur kafli af Vesturlandsvegi, sunnan Hvalfjarðar, liggur um Kjósina, að þar fellur falleg, hvítfyssandi á til sjávar og heitir Laxá, að innan við hana stendur óvenju mynd arlegt býli, í brekku […]