Entries by Ómar

Svínaskarð – Jökulgil – flugvélaflak

Haldið var upp eftir slóða austan Þverár, frá Leirvogsá norðvestan við Hrafnhóla. Stefnan var tekin á hinn gamla Svínaskarðsveg. Tóftir Þverárkots kúra sunnan undir Bæjarfelli austan Þverár. Svo var að sjá að eyðibýlið“ væri að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga. Austar er Þverárkotsháls. Þegar komið var á móts við Þverárdal, þar sem Skarðsá rennur í […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2014

1. Lækjarbotnar: Lækjarbotnar voru vatnslind Hafnfirðinga frá byrjun síðustu aldar. Árið 1917 var vatni veitt úr Kaldá yfir í aðrennslissvæði Lækjarbotna og sjást merki þess enn ofan Kaldársels. Vatnið skilaði sér svo eftir nokkurn tíma í Lækjarbotnum. Merkið má finna í birkikjarri austan við lónið. 2. Fjárhúsatóft: Í Setbergshlíðinni má finna stóra fjárhústóft sem hefur […]

Helgafell I

Helgafell ofanvið Hafnarfjörð er 340 m hátt. Ein sjö samnefnd fell eru til í landinu; þetta suðaustur af Hafnarfirði, ofan Kaldárbotna, klettótt og bratt á flesta vegu, í Mosfellssveit, fjall og bær sem sama nafni, á Þórsnesi á Snæfellsnesi, ávalt að sunnan og vestan en mjög þverhnípt að norðan og austan (einnig samnefndur kirkjustaður), hátt fjall yst sunnan Dýrafjarðar, […]

Stifnishólar

Á Brúsastöðum við Malirnar standa tvö hús, gamli Brúsastaðabærinn nærri sjónum og ofar í landinu stendur nýbýlið Brúsastaðir 2. Nú er verið að endurbyggja og stækka gamla Brúsastaðabæinn við Litlu-Langeyrarmalir. Neðan bæjarins ganga hraundrangar í sjó fram, sem sjórinn hefur brotið á síðustu áratugum. Nefnast þeir Stifnishólar og segir sagan að þar hafi verið kveðinn […]

Selvogsgata frá Bláfjallavegi um Grindarskörð

Gengið var áleiðis upp Grindarskörð millum Kristjánsdalahorns og Kerlingarhnúka (Kerlingarskarðs). Ætlunin var að ganga gömlu Selvogsgötuna (Suðurfararveginn) milli Selvogs og Hafnarfjarðar. Ferðafélög og leiðsögumenn síðustu áratuga hafa gjarnan fetað aðra götu upp Kerlingarskarð og síðan fylgt vörðum frá því á sjötta áratug síðustu aldar niður að Hlíðarskarði – og kynnt þá leið sem hina einu […]

Norðlingaháls – Sveifluháls – Arnarvatn

Gengið var um Sveifluháls af Norðlingahálsi um Folaldadali að Arnarvatni og síðan um Ketilsstíg norðanverðan til baka. Í grein Ólafs Þorvaldssonar, Fornar slóðir milli Krýsuvíkur og Hafnarfjarðar í Árbókinni (ÁHíf) 1943-48, segir m.a. um þetta svæði: „Vestur- og norðvesturbrún Ketilsins er þunnur móbergshringur, en norður-, austur- og suðurhliðar eru hálsinn sjálfur upp á brún, og er […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2013

1. Útihús v/ Ástjörn. Upp og austur frá bænum Ási rís upp fjall, sem heitir Ásfjall. Það er raunverulega framhald af Hvaleyrarholti, (er fyrr getur). Á Ásfjalli er varða, sem heitir Ásvarða. Bærinn Ás stendur í brekku vestan undir fjallinu. Vestur frá bænum er tjörn í lægð, sem heitir Ástjörn. Norður frá henni er býli, […]

Reykjavíkurviti

Í „Sjómannadagsblaðinu“ árið 2013 er m.a. fjallað um „Reykjavíkurvita“: „Allt frá því að þéttbýlismyndun hófst í landinu hefur Reykjavík verði í hópi stærstu verbúða landsins og er það enn. Sker og eyjar á Engeyjarsundinu hafa gegnum árin og aldirnar gert sjómönnum erfitt fyrir. Vitar og innsiglingarmerki hafa því skipt sjófarendur miklu máli. Sögu Reykjavíkurvita, sem […]

Grændalur

Gengið var um Grændal ofan Hveragerðis. Dalirnir uppaf Ölfusdal heita Reykjadalur og Grænsdalur (Grændalur). Gufudalur er nafn á býli austast í Ölfusdalnum en uppaf því eru dalverpi með skemmtilegum gönguleiðum. Volgar laugar og litrík hverasvæði gera landsvæðið að einstakri náttúruperlu. Í nýlegri Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða fékk Grændalur hæstu einkunn af jarðhitasvæðum fyrir […]

Sveifluháls – Norðlingaháls – Ketilsstígur

Um miðjan dag þann 17. júní árið 2000 riðu miklir jarðskjálftar yfir Suðurland. FERLIR var þá á Sveifluhálsi. Segja má að þennan dag hafi hálsinn risið undir nafni. Nú, nákvæmlega fimm árum síðar, var ákveðið að ganga nær sömu leið og fyrrum, en nú frá Norðlingahálsi í stað Vatnsskarðs og eftir Sveifluhálsi til suðurs, að […]