Entries by Ómar

Nýjabæjarbrunnur – Hábæjarbrunnur – Bræðrapartabrunnur – Stóru-Vogabrunnur

FERLIR hefur nokkrum sinnum farið um Vatnsleysuströndina með það fyrir augum að skoða þekktar minjar og jafnvel finna áður upplýstar minjar á svæðinu. Í þeim ferðum hefur ýmislegt forvitnilegt borið fyrir augu, jafnvel áður óskráðar minjar. Að þessu sinni var gengið um Voga og frá þeim til austurs, að mörkum Brunnastaðahverfis skammt vestan Vatnskersbúðar (vestan […]

Neðri-Brunnastaðabrunnur (steintröppur) – Halakotsbrunnur – Skjaldarkotsbrunnur

Hús var tekið á Símoni Kristjánssyni á Neðri-Brunnastöðum. Símon er fæddur árið 1916, en ennþá ern og kann glögg skil á örnefnum og kennileitum í Brunnastaðalandi. Hann er fæddur á Grund og hefur alið mestan sinn aldur á svæðinu. Um Brunnastaði er m.a. fjallað í Jarðabókinni 1703. Þar segir um jörðina: „Jarðadýrleiki óviss, konungseign.“ Hennar […]

Hlöðversleiði – Ásláksstaðaleiði (Hjónaleiði)

Helgi Davíðsson í Vogum (84 ára) er manna fróðastur um Ásláksstaði og nágrenni, en hann ólst þar upp og bjó þar lengi framan af. Á svæðinu eru nokkrar athyglisverðar minjar, auk bæjartóftanna, garða, útihúsa, nausta og vara – leifar mannanna verka fyrri tíðar. Má þar t.d. nefna svonefnt Hlöðversleiði. Svæðið, sem hér verður tekið fyrir, […]

Hrútagjárhellar – Skjólið – Sauðabrekkuhellar

Gengið var niður að gígnum í Hrútagjárdyngju frá Djúpavatnsvegi (Undirhlíðaleið), yfir Hrútagjá og gamalli götu fylgt niður (norður) slétt mosagróið helluhraun austan við úfin hraunkant uns komið var Dyngjugrenjunum nyrst í brúninni áður en hraunið lækkaði til norðurs, í átt að Stóru-Sauðabrekku. Milli hans og brekkunnar eru Sauðabrekkuhellarnir sagðir vera, nokkrir hellar í stórum hraunbólum. […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2011

1. Bláberjahryggur Bláberjahryggur er misgengisprunga sem liggur um Bleiksteinsháls milli Kaldárselsvegar og Hamraness. Norðvestur barmurinn er hærri og misgengið er mest um 3-4 metrar. Jarðskorpan hefur rifnað í sundur áður en Búrfellshraun rann og sést misgengið greinilega norðaustan Gráhelluhrauns þar sem það markar skilin milli Flóðahjalla og Setbergshlíðar. 2. Norður Gjár Nyrstu hlutar Gjánna eru […]

Togarinn Jón Baldvinsson fórst í fyrrinótt – 42 mönnum bjargað

Í Morgunblaðinu árið 1955 er fjallað um strand togarans Jóns Baldvinssonar undir fyrirsögninni; „Undan þessu bjargi verður engu skipi bjargað„.  Á gömlum kortum er bergið það skráð sem Krossavíkurberg, en Hrafnkelsstaðaberg ku hafa verið nafnið á því að vestanverðu, en Krossavíkurberg á milli þess og Háleyjabergs. Í fyrirsögn blaðsins segir: „Togarinn Jón Baldvinsson fórst í […]

Fornasel

Gengið var í Fornasel ofan við Brunntorfur. Til að komast þangað þurfti að fara fetið í gegnum þéttan „Brunntorfuskóginn“. Reyndar vildi svo vel til að þessu sinni að fljótleg avar komið inn á forna götu er lá í sneiðing upp Brunntorfuhæðirnar til suðurs. Líklega hefur hér verið „dottið um“ hinn eiginlega Hrauntungustíg, en hann lá […]

Gjásel – Gránuskúti

Í örnefnalýsingu fyrir Þorbjarnastaði segir m.a.: „Suður og upp frá lautinni, sem fyrr var nefnd, er Fornasel, sel frá Þorbjarnarstöðum. Má enn sjá, að þrjár hafa verið þarna vistarverur. Selið stendur á Fornaselshæð. Rétt við Selið er vatnsstæði, nokkuð niðurgrafið. Norðan undir hæðinni eru rústir eftir kvíar. Suður og upp frá selinu var Gránuskúti eða […]

Hjartastaður Reykjavíkur

Henry A. Hálfdansson skrifar m.a. um fyrstu búsetu í Reykjavík í Sjómannadagsblaðið árið 1966: „Enginn getur nú með vissu sagt, hvar Ingólfur og Hallveig byggðu sinn fyrsta bæ í Reykjavík. Þótt öndvegissúlurnar bæri á land annaðhvort á Kirkjusandi eða Rauðarárvík, töldu þau sér áreiðanlega heimilt að byggja sér heimili þar, sem þeim sýndist bezt í […]