Entries by Ómar

Bollastaðir í Kjós – fornbýli

Bollastaðir er forn eyðijörð í Kjós, sem fáir ef nokkrir núlifendur vita hvar var. Á www.kjos.is mátti þó fyrir u.þ.b. sex árum (2006) lesa eftirfarandi um nýbýli á þessari fornu jörð: „Íbúðarhús hefur verið byggt í Valdastaðalandi vestan við Bollastaðalæk. Húsið er byggt á lóð sem er einn hektari að stærð, mælt út úr óskiptu […]

Óbrinnishólabruni

Kapellu- og Óbrinnishólahraun (-bruni) eru með þeim yngstu í Hafnarfirði og skilja sig frá öðrum, reyndar með ólíkum hætti því hið fyrrnefna er að miklum hluta úfið kargahraun en hið síðarnefnda slétt helluhraun næst upptökunum, bæði þó  með samfelldri ráðandi mosaþembu. Óbrinnishólabruni á (skv. fyrri rannsóknum) að hafa runnið 190 f. Kr. og Kapelluhraun (Nýjahraun/Bruninn) […]

Seljadalssel

Nú er ljóst að Seljadalur rís undir nafni. Áður fékkst einungis tilvist einnar seltóftar staðfest í dalnum, Nessels við Nesselslæk ofan við Innri-Seljadal. Fyrir skömmu skoðaði FERLIR Nærsel ofan Árnesgils norðan Seljadalsár í Fremri-Seljadal. Tvær aðrar tóftir á því svæði eru nú til skoðunnar. Af loftmyndum að dæma virtist móta fyrir tóftum á tveimur öðrum […]

Krýsuvíkurkirkja vígð 5. júní 2022 – „Samvinna og trú“

Timburkirkja á grunni torfkirkjunnar frá því á 12. öld í Krýsuvík var byggð 1857 og var hún sóknarkirkja allt fram undir 1910, en aflögð 1917. Fyrir altari var „fornfáleg altaristafla“. Kirkjuhúsið var í framhaldinu m.a. notuð til íbúðar frá 1929 uns hún var endurbyggð 1964 og endurvígð þann 31. maí það ár af biskupi landsins. […]

Landnámsratleikur Grindavíkur 2006

FERLIR tók þátt í „Landnámsratleik Grindavíkur 2006„. Hér er um að ræða nýbreyttni í ferðaflóru Grindvíkinga. Þátttökuseðlar höfðu verið bornir út í hvert hús í Grindavík, en auk þess er hægt að fá þátttökuseðil í Saltfisksetri Íslands. Það var gert að þessu sinni og síðan lagt af stað (fótgangandi að sjálfsögðu) um þá 9 staði, […]

Hellir við Svartsengi

Í Mbl. 17.11.1981 er frétt með fyrirsögnina „Hellir með mannvistarleifum finnst við Svartsengi“. Þar segir: „Í síðustu viku fannst fyrir hreina tilviljun hellir við Svartsengi með minjum um einhverjar mannvistir. Var verið að jafna út jarðveginn og undirbúa borun holu þegar ýta féll skyndilega niður um hellisþakið. Guðmundur Ólafsson, safnvörður, fór og skoðaði hellinn á […]

Óttarsstaðasel – Tóhólaskúti – Óttarsstaðarselshellir – Meitlaskjól

Gengið var suður eftir Óttarsstaðaselsstíg (Rauðamelsstíg) frá Smalaskálahæðum upp í Óttarsstaðasel. Í leiðinni var litið á Meitlaskjól og síðan á Óttarsstaðaselsskúta syðri og Tóhólaskúta ofan við selið. Selstígurinn hefur einnig verið nefndur Rauðamelsstígur. Rauðamelsstígur er nafnið á leiðinni milli Dyngjuranans við enda Trölla- og Grænudyngju og Rauðamelanna (Stóra- og Litla Rauðamels) sem voru þar sem […]

Fjárleitir Grindvíkinga fyrrum – Loftur Jónsson

Loftur Jónsson, hinn margfróði Grindvíkingur um fyrri tíma, hafði verið, líkt og svo fjölmargir aðrir, að lesa FERLIRsvefsíðuna. Hann hafði verið að skoða þar umfjöllun um Sauðabrekkuskjólin. Í framhaldinu sendi hann eftirfarandi ábendingu: „Þá datt mér í hug að segja þér (kannske veistu þetta), að áður fyrr þegar Grindvíkingar smöluðu afréttinn ríðandi, þá fóru þeir […]

Vondiskúti – Vatnagarðahellir

Gengið var niður hraunið frá Gamla Keflavíkurveginum skammt austan við Hvassahraun, að Stóra Grænhól, yfir Skógarhól og að Vondaskúta skammt ofan við suðvestanvert Hraunsnes. Ætlunin var að skoða skútann og halda síðan áfram yfir að Lónakoti þar sem Vatnagarðahellir er fyrir, gamalt fjárskjól og brugghellir. Fjárgata liggur niður hraunið vestan við skútann. Elsti hluti Keflavíkurvegarins, […]

Grindavíkurstríðið 1532 – Björn Þorsteinsson

Björn Þorsteinsson skrifaði um Grindavíkustríðið 1532 í Faxa árið 1981. Skrifin voru framhald af skrifum hans um „Básendaorustuna“ sama ár: „Það er nauðsynlegt að hefta frelsi manna til þess að merkja sér fisk, áður en hann er keyptur, því að allar deilur milli kaupmanna eru venjulega sprottnar af þeim ósið. Jafnskjótt og kaupmenn koma til […]