Entries by Ómar

Seljadalur – Nærsel

Að minnsta kosti – og einungis – eitt sel, Nessel, er (var) þekkt í Seljadal. En af hverju er þá um fleirtöluorð á dalnum að ræða? Ætti ekki dalurinn þá að heita Seldalur eða Seljardalur, sbr. Selfjall, Selvatn, Selbrekkur eða Seltjörn (Selvatn)!!?? (Margar spurningar hljóta að vakna). Nessel er sagt norðan í Seljadal. Það er […]

Hrauntunga – Brundtorfur

Hrauntungustíg var fylgt suður Selhraun frá Krýsuvíkurvegi, inn í malargryfjur sunnan Brennu og síðan handan þeirra inn í Hrauntungu. Þar var litið á fyrirhlaðið skjól, en síðan gengið áfram til suðurs um Háabruna upp að Þorbjarnarstaðarfjárborginni norðan við Brunntorfur (Brundtorfur – tilhleypingastaður). Hrauntungustígur sést vel í sléttu helluhrauninu vestan Krýsuvíkurvegar. Varða er á hraunhól við […]

Fjallsgjá – Sauðabrekkugígar – Búðargjá

Gengið var upp frá Krýsuvíkurvegi upp um svonefndan Holtsenda á sýnilegri norðurbrún Dyngnahrauns (Hrútagjárdyngjuhrauns). Þar er varða er sagði fyrrum til um brúnamörkin. Varða þessi sést mjög vel hvaðanæva í ofanverðum Almenningi. Skammt norðaustar ber minna á myndrænni fuglaþúfu. Holtsendinn er norðausturmörk Hafurbjarnarholts. Neðar er tilkomumikill hraunuppistandsrani. Allt hraunsvæðið ofanvert er komið frá Hrútargjárdyngju fyrir […]

Hvammur – Hvammsvík – Naglastaðasel

Hvamms er getið í Landnámu, en þar segir: “Hvamm-Þórir nam land á millim Laxár ok Forsár ok bjó í Hvammi. Hann deildi við Ref inn gamla um kú þá, er Brynja hét ok Brynjudalr er við kenndr; sú kvíga hafði horfit Þóri fyrir longu, en sú kvíga fannst í Brynjudal, þar er Refr átti land, […]

Selvogsgata frá Strandarhæð

Ætlunin var að ganga frá Strandarhæð ofan Selvogs og fylgja Selvogsgötunni, Eystri leið, til norðurs, allt niður fyrir Grindarskörð. Við Strandarhæð er Útvogsskáli (Skálavarða) og Dalhólar austar. Á þeim er Árnavarða. Fornugötur liggja niður að Digruvörðu (götur, sem FERLIR hefur áður fetað um Selvogsheiði). Halda átti áfram framhjá Kökuhól og yfir Katlahraun, um Strandardal framhjá […]

Búri – í júní

Þá var lagt af stað í Búra, enn og aftur. Að þessu sinni var tilgangurinn að þjálfa og undirbúa nýliða til að takast á við væntanlega hellaferð í Goðahraun. Aflóga vegstikur voru gripnar upp á leiðinni. Framlag Vegagerðarinnar til undirheimanna. Ætlunin var færa stikurnar í endurnýjun lífdaga, þ.e. nota þær til merkinga í Búra. Ekið […]

Herdísarvíkur-Surtla

Ein frægasta ær síðari tíma er Herdísarvíkur-Surtla, sem var í eigu Hlínar Johnson frá Herdísarvík á Reykjanesi. Surtla var svört, eins og nafnið gefur til kynna, og hafði einstakt lag á að gera menn sárfætta og reiða. Í fjárskiptum vegna mæðiveikinnar haustið 1951 var svæðið frá Þjórsá að Hvalfirði hreinsað af fé, fyrir utan eina […]

Brennisteinsfjallahellar

Ætlunin var að ganga upp Fagradal og inn í Brennisteinsfjöll. Tilgangurinn var að skoða bæði Kistuhella og Kistufellshella, og jafnvel Eldborgarhella. Í Kistuhrauni eru þekktir á þriðja tug hella eins og KIS-24 (yfir 1000m langur), Snjólfur fullan af dropsteinum, KIS-21, KIS-07, KIS-09, KST-07, KST-06 og hellirinn KIS-09 er sérlega áhugaverður hellir og þar er margt […]

Síðasta geislastoð Pikta – Jón Þór Jóhannsson

Jón Þór Jóhannsson skrifaði eftirfarandi hugleiðingu í Þjóðviljann árið 1990 undir fyrirsögninni „Síðasta geislastoð Pikta„: „Piktar voru keltnesk þjóð sem bjó norðan múrs Hadríans í Skotlandi og í eyjunum þar norður og vestur af. Þjóðin hét svo af völdum rómverskra sagnaritara. Er nafngiftin talin þýða „málaða fólkið“, en það er hvorki víst né hitt að […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2016

  Markraki er óbrennihólmi  í Stóra-Bolla- og Tvíbollahrauni. Norðaustast  á honum er hornlandamarkavarða á mörkum Hafnarfjarðar og Garðabæjar.Þaðan liggur markalínan til norðurs um vörðu efst á Húsfelli. Markrakagil er gil í Undirhlíðum norðaustan Vatnsskarðs. Um það liggja landamerki Hafnarfjarðar og Krýsuvíkur. Áður höfðu mörkin legið um Vatnsskarð frá vörðu efst á Fjallinu eina. Markarki er […]