Entries by Ómar

Dulaklettar – Dulatjörn – Nípa – Réttarklettar

Skammt austan Réttarkletta ofan við ströndina vestan Lónakots má sjá áberandi strýtulagaðan hraunstand; Nípu. Hraunstandur þessi var bæði kennileiti fyrir gangandi fólk með strandgötunni millum Lónakots og Hvassahrauns, en skyldleikar voru jafnan miklir með fólki á þessum bæjum, sem og var Nípa kennileiti frá sjó, líkt og mörg önnur á ströndinni. Jafnan var þá um […]

Innstidalur – Miðdalur – Fremstidalur

Ætlunin var að ganga um Miðdal frá Fremstadal og inn í Innstadal. Þar átti að skoða betur aðstöðu útilegumanna, sem höfðust við í dalnum um miðja 18. öld. Enn má sjá minjar í og undir hamri norðan í dalnum, auk þess sem óvíða er litadýrðin meiri en í nálægu Hveragili. Dalir þessir hafa einnig verið […]

Flugvélaflök – helgi

Leifar flugvéla frá stríðsárunum má sjá á rúmlega 30 stöðum á Reykjanesskaganum. Bæði rákust flugvélarnar á fjöll og brotlentu eða voru skotnar niður. Síðastnefnda hópnum tilheyra leifar tveggja þýskra flugvéla sem hingað hafði verið flogið. Aðrar vélar tilheyrðu bandamönnum. Á öllum stöðunum má enn sjá ummerki, mismikil, rúmlega 60 árum eftir að atburðirnir gerðust. Af […]

Dauðadalastígur II

Ætlunin var að skoða stíga neðan Kerlingarhnúka um Dauðadali sunnan Helgafells. Gengið var m.a. um Tvíbollahraun (~950 e.Kr.) og Skúlatúnshraun (~3000 ára (Ísor)), einnig nefnt Hellnahraunið eldra. Þar er Gullkistugjá, löng sprungurein sem fer m.a. í gegnum suðausturhluta Helgafells og suður um hraunið. Séra Friðrik Friðriksson stofnandi sumarbúða KFUM og K í Kaldárseli gaf sprungureininni […]

Seltún – tóftir

Ferðinni var heitið að Seltúni í Krýsuvík með það fyrir augum að skoða svæðið m.t.t. hugsanlegra sýnilegra minja (tófta). Áður höfðu fundist seltóftir og hringlaga gerði austarlega á túninu. Ljóst er þó að þarna var brennisteinsnám um nokkurt skeið, bæði af hálfu Krýsuvíkurbænda og útlendinga. Tóftir húsa eru neðan undir Baðstofu (sjá meira HÉR) og […]

Gjábakkahellar

Haldið var í Goðahraun. Goðahraun (Eldborgarhraun) er samheiti yfir hraunin sunnan Hrafnabjarga og Kálfstinda austan Þingvallasveitar. Í þeim eru allnokkrir hraunhellar, s.s. Rauður, Pyttlur, Upppgjöf, Litla-op, Ranahellir, Turnhellir, Þumall, Klakahellir, Burknahellir, Lambahellir, Súlnahellir, Fallhellir, Tvíbotni, Litli-Björn, Vörðuhellir, Flórhellir, Gjábakkahellir, Lambhellir, Súluhellir, Tintron, Vegkantshellir og Raufin. Gossprungan, sem hraunið kom úr, er um 5 km löng. […]

Upphaf landnáms – ný sýn

„Fornleifarannsóknir í Höfnum á Reykjanesi gefa til kynna að menn hafi vanið komur sínar til Íslands fyrir árið 870 og nýtt sér gæði landsins hluta úr ári. Fornleifafræðingur segir fyrri kenningar þegar vera fallnar. Fornleifarannsóknir á mannvistarleifum í Höfnum á Reykjanesi benda til þess að þar sé fundinn skáli sem hafi verið byggður talsvert fyrir […]

Mosfell – Kýrgil

Í 990. för FERLIRs (2006) var haldið á austanvert Mosfell í norðanverðum Mosfellsdal. Mosfell er kirkjustaður og prestssetur í Mosfellsdal undir samnefndu fjalli. Um árið 1000 bjó söguhetjan Egill Skalla-Grímsson á Mosfelli í elli sinni og var jarðsettur í dalnum. Egilsdys við Leirvogsá mun hafa varðveitt bein hans uns þau voru færð undir kirkjugólfið í […]

Krýsuvík – heilstæðar búsetuminjar frá fyrstu tíð

Krýsuvík er landnámsjörð. Þar nam Þórir haustmyrkur land. Þá hefur búsetan verið vestar en nú er, eða þar sem kölluð er gamla Krýsuvík í og við Húshólma í Ögmundarhrauni. Nokkrar bæjarrústir, garðar og borgir eru þar í hrauninu, á svæði sem hefur verið talið óbyggilegt eftir að hraunið færði byggðina í kaf um miðja 12. […]

Lúpína

Lúpínan hefur á seinni árum sett bæði „lú“ og „pínu“ yfir mela og berar hlíðar Reykjanesskagans. Tilkoma þessarar bláleitu og áberandi landnámsplöntu hefur sett mikinn svip á landsvæðið, einkum fyrri hluta sumars. Blóm þetta, alaskalúpínan, var flutt inn frá Alaska haustið 1945 af Hákoni Bjarnasyni. Talið er að hún hafi þó áður borist til landsins […]