Dulaklettar – Dulatjörn – Nípa – Réttarklettar
Skammt austan Réttarkletta ofan við ströndina vestan Lónakots má sjá áberandi strýtulagaðan hraunstand; Nípu. Hraunstandur þessi var bæði kennileiti fyrir gangandi fólk með strandgötunni millum Lónakots og Hvassahrauns, en skyldleikar voru jafnan miklir með fólki á þessum bæjum, sem og var Nípa kennileiti frá sjó, líkt og mörg önnur á ströndinni. Jafnan var þá um […]