Nýjaland – Seljamýri
Enn og aftur var haldið inn á Krýsuvíkursvæðið í leit að seljatóftum, sem tilgreindar hafa verið í gömlum heimildum. Að þessu sinni var haldið í Hvamma undir Hverahlíð, en svæðið, sem er sunnan við Kleifarvatn, er á fyrirhuguðu virkjunarsvæði Hitaveitu Suðurnesja. Í örnefnalýsingum má ætla að Hvammahryggur hafi verið hæðargarðurinn austan við Hvamma, en öllu […]