Entries by Ómar

Nýjaland – Seljamýri

Enn og aftur var haldið inn á Krýsuvíkursvæðið í leit að seljatóftum, sem tilgreindar hafa verið í gömlum heimildum. Að þessu sinni var haldið í Hvamma undir Hverahlíð, en svæðið, sem er sunnan við Kleifarvatn, er á fyrirhuguðu virkjunarsvæði Hitaveitu Suðurnesja. Í örnefnalýsingum má ætla að Hvammahryggur hafi verið hæðargarðurinn austan við Hvamma, en öllu […]

Leynihver

Haldið var í Hrútargjárdyngjuhraun í leit að Leynihver. Þótt hverinn komi upp úr u.þ.b. 5400 ára gömlu hrauninu hefur nýrra hraun, ca. 2200 ára, runnið yfir það og fyllt með þunnu lagi upp í lægðir og gjár. Upp úr því hrauni gægist augað, sem myndað hefur Leynihver, stakan gufuhver. Vindur blés ljúflega undan sól í suðri […]

Straumsselsstígur – Flár – Gvendarbrunnur – Alfaraleið

Gengið var eftir Straumsselsstíg ofan við Þorbjarnastaði og honum fylgt til suðurs upp í Flár. Þar var strikið tekið til vesturs að Gvendarbrunni og Alfaraleiðinni síðan fetuð til norðurs, að Straumsselsstíg. Straumsselsstígur er enn greinilegur. Hann er gróinn í hrauninu og því tiltölulega auðvelt að fylgja honum áleiðis upp að Selhrauni og áfram upp í […]

Suður-Reykir – hitaveita

Bæjarheitið Reykir eru til víða um land. Hér verður fjallað um Reyki í Mosfellssveit. Á upplýsingaskilti við bæinn er eftirfarandi áletrun: „Sambyggð íbúðarhús á Reykjum voru byggð á árunum 1909 og þar á eftir. Þau eru nú horfin. Útihúsin voru byggð á árunum 1927-1929. Íbúðarhúsið (til vinstri á myndinni) sem fyrr var reist (1909) fékk hitaveitu […]

Krýsuvíkurkirkja – 150 ára

Í tilefni af 150 ára afmæli Krýsuvíkurkirkju var haldin messa í kirkjunni á hvítasunnudag 27. maí 2007. Prestur var Gunnþór Ingason. Jafnframt var minnst 10. dánarártíðar Sveins Björnssonar, fyrrv. yfirlögregluþjóns í Hafnarfirði, sem síðastur manna var jarðsettur í kirkjugarðinum í Krýsuvík. Jónatan Garðason og Þór Magnússon tóku saman ágrip af sögu Krýsuvíkurkirkju. Birtist það í […]

Þingvallabærinn

Í Fréttablaðinu 24. maí 2007 voru eftirfarandi fróðleikur um „Þingvallabæinn„: „Á nítjándu öld stóð gangabær þar sem Þingvallabær stendur núna. Burstir hússins og framhliðin sneru til suðurs að Þingvallavatni. Á nítjándu öld stóð gangabær þar sem Þingvallabær stendur núna. Burstir hússins og framhliðin sneru til suðurs að Þingvallavatni. Núverandi Þingvallabær var byggður árið 1930 en […]

Hallgrímskirkja á Hvalsnesi – Helgi S. Jónsson

Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1951 fjallar Helgi S. Jónsson um „Hallgrímskirkju á Hvalsnesi„: „Út við gráa sanda, á milli Stafness og Sandgerðis á Rosmhvalanesi, skagar Hvalsnesið í sjó fram. Þar eru veðrabrigði auðsæ, því brim leggur þar að landi ef sjór gerist úfinn á hafii úti. Hvalsnes er hvorki merkara nje ómerkara en fjöldi annara […]

Minjar á Reykjanesskaganum – erindi

Eftirfarandi er megininntak erindis, sem einn FERLIRsfélaganna flutti á opinni ráðstefnu Landverndar um þá framtíðarsýn að Reykjanesskagi verði eldfjallagarður og fólkvangur. Ráðstefnan var haldin í safnaðarheimili Keflavíkurkirkju 24. febr. 2007: „Reykjanesskaginn geymir miklar náttúru- og mannvistarminjar – mikil verðmæti. Með sanni má segja að á svæðinu megi sjá minjar um svo til alla búsetu- og atvinnusögu […]

Tyrkjabyrgi í Sundvörðuhrauni

Eftirfarandi eru opinberar umfjallanir um svonefnd „Tyrkjabyrgi“ í Sundvörðuhrauni ofan Grindavíkur: Ferðir á Suðurlandi sumarið 1883 eptir Þorvald Throddsen. „Af Reykjanesi fórum við í Grindavík, eru eintóm hraun á leiðinni. Úr Grindavík fór jeg upp í Eldvarpahraun, í því skoðuðum við á einum stað gamlar mosivaxnar rústir, pær er mjög illt að finna á afskekktum […]

Hellur – brunnur

Brunnurinn norðvestan við bæinn (Húsið) Hellur á Vatnsleysuströnd dæmigerður fyrir fyrrum hlaðna brunna, þ.e. eldri en fyrir aldamótin 1900.  Hann er í gróinni lægð milli lágra holta, rétt neðan við Digruvörðu. Á Knarrarnesi stóðu bæir Knarrarneshverfis; Minna-Knarrarnes vestar með þurrabúðina Hellur og Vík, Stóra-Knarrarnes innar eða austar. Þar var oft tvíbýli, nefndist Austurbær og Vesturbær. […]