Entries by Ómar

Lónakot – Réttarklettar

Stefnan var tekin niður að Lónakoti með gamlar örnefnalýsingar í öðrum vasanum og nýmóðins gps-tæki í hinum. Veðrið var frábært; +19°C. Farið var nákvæmlega eftir örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar. Heimildarmenn hans voru m.a. Gústaf Sigurðsson frá Eyðikoti í Hraunum, nú í Reykjavík, og Ólafía Hallgrímsdóttir, f. í Lónakoti (nú dáin), svo og Guðjón Gunnlaugsson [Gaui Lóna], […]

Hóp – efri innsiglingarvarðan

Eins og fram kemur á vefsíðu FERLIRs voru, að venju tvær, innsiglingavörður, önnur ofan við hina, hlaðnar sem mið að lendingum fyrrum. Vörðurnar stóru (gulmáluðu) við Hóp eru þar engar undantekningar. Þær voru hlaðnar árið 1939 í framhaldi af inngreftri um ósinn inn í Hópið í Grindavík. Með því náðu Grindvíkingar að skapa sér hið […]

Skógfellastígur – landamerki I

Ísleifur Jónsson (f:1927), verkfræðingur frá Einlandi í Þórkötlustaðahverfi í Grindavík, hefur kynnt sér mjög vel landamerki Grindavíkur annars vegar og nágrannabyggðalaganna hins vegar. Hann er ekki í nokkrum vafa um að landamörk Grindavíkur og Vatnsleysustrandarhrepp séu rangt skráð á nýmóðins landakort sem og jafnvel sum þeirra eldri. Sneið norðan við Litla-Skógfell ætti með réttu að […]

Öskjuhlíð – margþætt útivistarperla

Í Morgunblaðinu árið 1997 er fjallað um „Öskjuhlíð – margþætta útivistarperlu„: Öskjuhlíðin er ein meginprýði Reykjavíkur, en samt mun staðreynd að tvö orð munu öðrum fremur koma upp í huga margra er nafnið ber á góma: Perlan og ólifnaður. Það er mikil einföldun, því Öskjuhlíðin er ein glæsilegasta útivistarperla höfuðborgarbúa, auk þess að vera lifandi […]

Þingvallahellar II

Hæðin vestan við Hrafnagjá, ofan Gjábakkavegar, nefnist Sigurðarselsbrekkur. Norðan hennar tekur Hábrúnin við, en austan hennar eru Syðri- og Nyrðri Svínahólar. Á fyrrnefnda hólnum er há og myndarleg varða er vísar leiðina. Sunnan og vestan við hólana eru miklir grasgróningar. Vestsuðvestan við Syðri Svínhól er Hellishæð. Skammt vestan hennar er Hellisvarðan ofan við Litlu Hellishæð. […]

Urriðakot – fornleifar

„Fornleifarannsóknir hafa staðið yfir á Urriðakoti á síðustu árum vegna fyrirhugaðra framkvæmda á svæðinu. Urriðakot á sér ekki langa sögu í heimildum en bæjarins er fyrst getið á 16. öld. Átti því enginn von á því þarna myndu koma í ljós svo umfangsmiklar fornminjar sem raun ber vitni. Við uppgröftinn hafa fundist skáli, fjós, geymsla, […]

Lakadalur – brak

Enn og aftur var gerð leit að braki flugvélar sem vera átti í Lakadal, milli Lakahnúka og Stóra-Sandfells. Að þessu sinni var haldið á vettvang með málmleitartæki því stórir sandflákar eru þarna neðan við mikil gil í Sandfellinu. Talið var líklegt að vatn og vindar hefðu fært brakið í kaf á umliðnum árum, en heimildin […]

Setbergshlíð – Setbergssel – Selhellir

Ætlunin var að skoða fjárhústóft í Húsatúni á Setbergshlíð sunnan Svínholts og koma við í Setbergsseli undir Þverhlíð. Í örnefnalýsingu Svans Pálssonar af svæðinu segir m.a.: „Suður af Þverhlíð er talsverður halli á hrauninu og liggur Selvogsgatan yfir það þar. Í þessari hraunbrekku eru tveir hellar. Hægt er að ganga í gegnum nyrðri (neðri) hellinn […]

Reykjanesviti – vitaverðir

„Vorið 1878 var byrjað á byggingu vita á Reykjanesi. Stóð fyrir smíði hans danskur verkfræðingur, Rothe að nafni. Sá viti var byggður yzt á Reykjanestá, en íbúðarhús vitavarðar stóð í kvosinni undir Bæjarfellinu, sem nýi vitinn var síðar reistur á, var langur spölur frá vitavarðarhúsinu að gamla vitanum. Þótti það karlmennskuverk að gæta vitans. Þessi […]

Ísólfsskáli – Selatangar – með Jóni Guðmundssyni

Farið var að Ísólfsskála og Selatöngum í fylgd Jóns Valgeirs Guðmundssonar, syni Guðmundssonar Hannessonar frá Vigdísarvöllum. Lýsing á hluta ferðarinnar fer hér á eftir. Haldið var eftir Ísólfsskálavegi frá Hrauni. Jón benti m.a. á hvilft í vestanverðum Siglubergshálsi þar sem hann kemur í Fiskidalsfjall og nefndi hana Lyngbrekku. Hann benti og á gamla veginn, sem […]