Entries by Ómar

Selvogsgata – Grindarskörð – Litla-Kóngsfell – Draugsskúti

Ætlunin var að huga að svonefndum Draugsskúta í Litla-Kóngsfelli. Þar á maður að hafa orðið úti á leið sinni um Selvogsgötu fyrr á öldum. Draugurinn er sagður enn á reiki við hellinn. Tekist hafði að finna haldgóða lýsingu á staðsetningu skútans. En eins og gerist á langri göngu þá bar ýmislegt óvænt fyrir augu. Ákveðið […]

Lónakot – Magnúsardys – Sjónarhóll

Áður hefur verið gerð leit að örnefninu „Magnúsardys“ í Lónakotslandi. Leitað hafði m.a. verið undir Hádegishæð, sem er eyktarmark frá Lónakoti, en miðað við lýsinguna virtist það svæði lítt sannfærandi. Í tilefni þess má vel koma fram að þótt hér hafi verið leitað að einstöku örnefni í heilum örnefnalýsingum getur slíkt orðið jafn tímasamt og […]

Einbúi

Stefnan var tekin á Einbúa, gróið sker lausfrjálst frá landi við norðanverða Ósa. Um 5-7 metra sjávarbreiða, Prestsmið, skilur þarna á millum mögulegrar þurrfótagöngu. Skerið greinist í tvennt með rennu. Að norðanverðu heitir það Einbúi, en Vörðuhólmi að sunnanverðu. Talið var líklegt að þar væru einhverjar mannvistaleifar að finna, einkum að sunnanverðu. Hestaklettur er vestan […]

Hrísbrú – Egill Skallagrímsson

Undanfarin ár hefur farið fram fornleifauppgröftur á Hrísbrú undir Mosfelli í Mosfellsdal (landnámi Ingólfs). Rannsóknin hefur m.a. verið styrkt af tímabundnum „Kristnitökusjóði“. Sjóðurinn hefur gefið fornleifafræðingum hér á landi örskots tækifæri til að „öskubuskast“, þ.e. dafna um stund upp úr undirmálsmennskunni. Ef ætlun hinna (greindu) stjórnmálamanna hefði verið að nota sjóðinn til að byggja upp […]

Þróun ferðamála – og tillögur um aðgerðir

Segja má að Reykjanesskaginn endurspegli önnur náttúru- og minjasvæði landsins. Líkt og þéttbýlisíbúarnir á höfðuborgarsvæðinu fara langar leiðir til að skoða sögulega staði og furðusmíð jarðmyndunarinnar, áhrif rofafla og litaafbrigði væri ekki óraunhæft að ætla að aðrir íbúar landsins kæmu á Skagann til að skoða stórkostleika hans. En svo er ekki. Í huga landsbyggðabúans hefur […]

Keldnasel

Í Jarðabókinni 1703 er Keldur sagðar hafa selstöðu við Sólheimatjarnir. Sólheimatjörn, sem nú heitir svo, er ofan við Geitháls. Af umhverfinu að dæma er ekki ólíklegt að tjarnirnar hafi stundum verið fleiri en ein, einkum eftir miklar rigningar eða snjóalög. Jarðabókin segir jafnframt frá því að Gufunes, kirkjustaður (annexia með Mosfelli), „item [sé] kirkjunni eignuð […]

Þingvallahellar I

Ætlunin var að skoða nokkra hella á og við Þingvelli, s.s. Hellishæðarhelli, Þingvallahelli gamla, Þingvallahelli nýja, Klukkustígshólshelli, Hallshelli/Skógarkotshelli og Gjábakkahelli. Hellarnir eru í Gjábakkahrauni eða Þingvallahrauni, allt eftir hvaða nafngift menn velja. Goðahraun (Eldborgarhraun) er þó stundum notað sem samheiti yfir þetta mikla dyngjuhraun sem á upptök á langri gossprungu milli Hrafnabjarga og Kálfstinda austan […]

Bringur – Helgusel – Mosfellssel – Jónssel

Bringur voru efsti bær í Mosfellsdal. Þekktastar eru þær fyrir mannskaðann á Mosfellsheiði í marsmánuði 1857. Þá urðu sex vermenn úti á heiðinni, en átta komust við illan leik niður í Bringur og fengu þar aðhlynningu. Enn má sjá miklar mannvistarleifar í Bringum, á stórbrotnum stað. Seljarústir eru (skv. heimildum) neðan við Bringur, undir Grímarsfelli, […]

Trölladyngjur – Ólafur Jónsson

Ólafur Jónsson skrifaði um „Trölladyngjur“ í Náttúrufræðinginn árið 1941. Trölladyngjur eru tvær á landinu, önnur norðan Vatnajökuls og hin ofan Vatnsleysustrandar. Hér er grein Ólafs lítillega stytt: „Íslenzkir annálar og árbækur geta 6 sinnum eldgosa í Trölladyngjum, en þar sem fjöll með þessu nafni eru tvö á landi hér, annað í Ódáðahrauni, hitt á Reykjanesskaga, […]

Þorbjarnarstaðir – tjarnir – brunnur

Gengið var um land Þorbjarnarstaða í Hraunum. Bæjartóftirnar eru þær síðstu heillegu er minna á gamla torfbæinn í landi Hafnarfjarðar. Álfélagið keypti uppland bæjarins af Skógrækt ríkisins á litlar 100 milljónir króna fyrir nokkrum árum. Til stóð að kaupa einnig Þorbjarnarstaðalandið, þ.e. heimalandið, og reyndar munaði litlu að bærinn seldi það frá sér, en sem […]