Entries by Ómar

Brugghellar – Grindavík

Grindavíkurhraunin geyma marga gersemina. Sumar hafa þegar verið uppgötvaðar og aðrar endurupplýstar (jafnvel óvænt), en ennþá eru nokkrar þeirrar á huldu, þrátt fyrir nokkra (og jafnvel allmikla) leit. Má þar nefna fjárhelli Hamrabónda ofan Húsatófta. Eitt af því sem FERLIR hefur beint athyglinni að eru hellar eða skjól, sem notuð voru til brugggerðar á bannárum […]

Húshólmi – Mælifellsgreni – arnarhreiður

Gengið var inn í Ögmundarhraun neðan við Krýsuvíkur-Mælifell. Þar liggur gata niður í gegnum slétta hraunlænu milli úfinna apalhryggja, alveg niður í Húshólma. Tvö stutt höft eru á stígnum þar sem fara þarf í gegnum úfið hraun. Ætlunin var að skoða Mælifellsgrenin, grenjaskyttubyrgin, arnarhreiðrið í Ögmundarhrauni og garðlag, sem nýlega var komið auga á inni […]

Grindavíkurvegir – um aldir

„Allir leiðir liggja til Rómar“ var sagt fyrrum. Á sama hátt má segja að fyrrum hafi  „allar götur hafi legið til Grindavíkur“. Grindavík var t.d. um aldir ein mesta „gullkista“ Skálholtssbiskups. Afurðir þaðan brauðfæddu alla skólasveina stólsins sem og heimilisfólkið, þ.á.m. biskupinn sjálfan. Sagt er og að biskupinn hafi af og til nartað í fisk frá […]

Hot Stuff – minngarskilti

Minningarskilti var afhjúpað við Grindavíkurveginn þann 03. maí 2013 um þá er fórust er sprengjuflugvélin „Hot Stuff“ rakst á Kastið í Fagradalsfjalli þann 3. maí 1943. Staðsetningin er reyndar svolítið skrýtin og nánast í engum tengslum við vettvang atburðarins. Í slysinu fórust 14 manns. Þegar textinn (án þess að stafavillur séu teknar með) á skiltinu […]

Bakkárholtssel – Sognasel – Gljúfursel – Öxnalækjarsel (Saurbæjarsel)

Ofan við Sogn og Gljúfur í Ölfusi er nafnið Seldalur. Ofar eru Selá, Selás og Selfjall. Í örnefnalýsingu fyrir Gljúfur er getið um að „sá hluti á Seldalnum, sem er austan Gljúfurárinnar“ nefnist Gljúfurseldalur. Í örnefnalýsingu fyrir Sogn segir að „Sognsselsdalur [er] vestan Gljúfurár, Gljúfursselsdalur austan, þar var sel frá Sogni, sér enn tóftarbrot“. Þá […]

Grindavíkurvegir

FERLIR hafði lengi unnið að gagnasöfnun og vettfangsferðum um svonefnda „Grindavíkurvegi“ með það fyrir augum að setja hvorutveggja á prent og gefa út til handa áhugasömum göngugörpum. Nú hefur Vegagerðin gefið út fróðlegt rit um Grindavíkurvegina – frá upphafi til nútíma með sérstakri áherslu á „Gamla Grindavíkurveginn“, fyrsta akveginn frá Stapanum, „Gamla Keflavíkurveginum“, til Grindavíkur. […]

Háspennulínur á Reykjanesskaga

Fyrirhugað er að bora á Reykjanesskaga í leit að jarðvarma. Verði af framkvæmdum og álver rísi í Helguvík munu háspennulínur verða strengdar í loftlínu til Suðurnesja frá Hafnarfirði með tilheyrandi raski. Reynir Ingibjartsson skrifar um baráttuna um Reykjanesskagann. „Hvað skyldu margir vita hvar Móhálsadalur er? Dalurinn sá liggur um fólkvang flestra sveitarfélaga á suðvestur-horni landsins […]

Brjósmynd af Bjarna riddara afhjúpuð

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1950 er sagt frá afhjúpun á „Brjóstmynd af Bjarna riddara“ í Hellisgerði: „Í september 1950 var afhjúpuð í Hellisgerði brjóstmynd af Bjarna riddara Sívertsen, sem útgerðarfélögin Vífill og Hrafna-Flóki í Hafnarfirði hafa gefið Hellisgerði. Minnismerkið var gert af Ríkharði Jónssyni, og er fyrsta minnismerkið, sem sett er upp í Hafnarfirði. Minnismerkið […]

Kollafjörður sunnanverður

Þegar gengið er um sunnanverðan Kollafjörð innan við bæinn Naustanes var komið í fallega aflanga basaltsandvík. Enn innar, á Álfsnesi, er skagar tanginn Afstapi út í fjörðinn. Innan hans er Djúpavík og Höfði yst á nesinu. Á milli sandfjörunnar og Afstapa er stórgrýtt urð. Í henni eru margir sérstaklega formaðir misstórir klapparsteinar. Þeir bera glögg merki […]

Sognsel – Selstígur

Þegar FERLIR var á leið um Sandfellsveg fyrir skömmu virtist augljóst að selstaða væri einhvers staðar nálægt Sandfellstjörninni. Við hana austan- og suðaustanverða er grasmikill flói og svo virtist einnig vera vestan og norðvestan við hana, en melhryggur skilur þar af. Leit var þá gerð við flóann, en án árangurs. Þegar niður var komið og […]