Entries by Ómar

Sandakravegur – Sesselja Guðmundsdóttir

Sesselja Guðmundsdóttir þekkir vel til örnefna og minja í Vatnsleysustrandarhreppslandi – sem og víðar. Um Sandakraveg sagði hún m.a. þetta árið 2006: „Í upphafi heyrði ég Einar Egils hjá Útivist tala um Sandakraveginn fyrir tugum ára. Ég sá hann fyrst fyrir ca. 15 árum, en fann ekki nyrsta hluta hans fyrr en fyrir ca. 4 […]

Eiríksvarða á Svörtubjörgum

Á Svörtubjörgum ofan Selvogs er Eiríksvarða. Í þjóðsögunni „Vörðurnar á Vörðufelli“ segir m.a.: „Sagt er að ræningjar hafi komið á land ekki langt frá Krýsuvík. Komu þeir gangandi og stefndu fram til Krýsuvíkur, en er til þeirra sást var sendur maður til séra Eiríks prests, sem fór með honum og er þeir sáu heim að […]

Miðdalur – Hrútadalur

Í Jarðabókinni 1703 segir m.a. um Miðdal, fremsta bæ Kjósarinnar: „Jörðin er afdeild í fjögur býli, þrjú af þeim, sem þó eru þrír aðgreindir bæir, standa öll til samans og kallast öll heimajarðar nafninu; fjórða stendur á túninu góðan snert frá hinum, og er kallað Miðdalskot.“ Ekki er getið um selstöðu frá Miðdalsbæjunum í Jarðabókinni. […]

Gamla Selvogsleiðin

„Gísli Sigurðsson, fyrrverandi lögregluþjónn, er margfróður um sögu Hafnarfjarðar og Reykjaness. Hann þekkir gamlar slóðir um Reykjanes eins vel og lófann á sér, og hefur gengið þær flestar margoft. Það er þess vegna ærin upplyfting að fara með honum í gönguför suður í Selvog. Seinna geta svo lesendur farið sjálfir af stað og látið þessa […]

Kapellan í hrauninu og heilög Barbara – Ólafur þ. Kristjánsson

Ólafur Þ. Kristjánsson skrifaði um „Kapelluna í hrauninu og heilaga Barböru“ í jólablað Alþýðublaðs hafnarfjarðar árið 1961: „Sunnan Hafnarfjarðar er land hrjóstugt og hraunótt. Það er ekki aðeins, að þar sé hraun við hraun, heldur liggur þar víða hraun á hrauni. Mjög eru þessi hraun misgömul, en flest eru þau miklu eldri en mannabyggð á […]

Öskjuholtsskúti – Smalaskálaskúti – Loftsskúti – Gránuskúti – Kápuhellir

Gengið var með Jónatani Garðarssyni um nokkra skúta í landi Hvassahrauns, Straums og Þorbjarnarstaða. Byrjað var á að rölta upp í skúta í Öskjuholti með viðkomu í Virkinu undir Virkishólum, þaðan var haldið í skúta í Smalaskála, þaðan eftir Alfaraleiðinni yfir að Þorbjarnarstöðum, að Loftskúta (Grænudalaskúta) og stefnan tekin á Gránuskúta og síðan Kápuskjól og […]

Selmýri – Krókssel – Stardalur

Í örnefnalýsingu fyrir Krók í Grafningi eftir Guðmund Jóhannesson, Króki, kemur fram að Krókssel sé austan við Kaldá, „mjög fornar rústir; í Selmýri og Stardal var stundum slegið.“ Ölfusvatn eða Vatn er fyrst nefnt í máldaga kirkjunnar þar, sem talinn er frá 1180. Samkvæmt Vilkinsmáldaga frá árinu 1397 var hálft heimaland Ölfusvatns kirkjueign. Ekki er […]

Hettuvegur – leiðin týnda

Gunnar Benediktsson, áhugamaður um gönguslóðir, skrifar um „Hettustíginn“ í Morgunblaðið 7. júní 1988. Þar segir hann m.a.: „Örnefnin Hattur og Hetta eru til á Sveifluhálsi og er Hattur austar (norðaustar). Ber þar saman örnefnaskrá Krýsuvíkur og landabréfum. Á landabréfunum eru nöfnin mismunandi nákvæmlega sett, en röðin er jafnan sú sama. Hins er þá að geta […]

Við veginn – Magnús Jónsson

Alþýðublað Hafnarfjarðar, jólablað 1966, „Við veginn“ – Magnús Jónsson, bls. 21: „Ein af mestu umferðaræðum landsins er sem kunnugt er vegurinn milli Reykjavíkur og Keflavíkur. Verður í þessu greinarkorni rabbað um eitt og annað, sem í hugann kemur á hluta af þeirri leið, þótt lesandinn megi ekki búast við að verða að miklum mun fróðari […]

Grindavík á 18. öld

Sagnfræðinemar við Háskóla Íslands fluttu stutt erindi um rannsóknir sínar á sögu Grindavíkur á 18. öld í Flagghúsinu (2009). Um var að ræða málstofu Landseta Skálholtsstóls um fólk og atvinnu í Grindavík á síðari hluta 18. aldar. Flutningur hvers erindis tók um 10-15 mínútur. Sérstaða landbúnaðar í Grindavíkurhreppi á 18. öld Jón Torfi Arason sagði […]