Entries by Ómar

Gráhraun – flugvélaflak?

Sögn er um að þýsk flugvél hafi nauðlent undir Lönguhlíðum 1941 eftir að skotið hafði verið á hana í Öskjuhlíð. Áhöfnin, fjórir menn, eiga að hafa komist af. Þeir sprengdu flakið í loft upp og leifar þess eiga síðan að hafa verið fjarlægðar. Þrátt fyrir að sagan öll sé með ólíkindum eru ummerki í Gráhrauni, nyrst í […]

Eldvarpahellar efri

Nýlega fundust nokkrir hellar á litlu svæði efst í Eldvörpum. M.a. var sagt frá sprungu, sem gengið er inn undir, hvelfingu, rauðleitri rás með litlu opi í þunnu gólfi. Undir væru líklega tvær hæðir. Aðrir smáhellar, lítt kannaðir, væru og á svæðinu með – litbrigðum í. Jafnframt fylgdi lýsingunni að járnkarl þyrfti til að rýmka […]

Bíldfellssel

Leitar var leifa Bíldfellssels. Leitin var sérstaklega áhugaverð af tveimur ástæðum; í fyrsta lagi er ekki getið um selstöðu frá Bíldsfelli í Jarðabókinni 1703, en á móti kemur að örnefnin „Selhlíð“ og „Seljamýri“ eru til í suðvestanverðu fellinu og neðan þess. Jafnan, þar sem „sel“-örnefni koma fram í heimildum, má ætla að örnefnið hafi orðið […]

Seltjarnarnes – byggða og útgerðarsaga

Í Vikunni 1987 er fjallað um „Nesstofu – eitt elsta steinhús landsins„: „Til forna náði hreppurinn yfir allt hið svokallaða Seltjarnarnes, milli Kópavogs og Elliðaárvogs, frá Gróttu upp að Hólmi. Fyrstu aldirnar eftir landnám voru einungis jarðirnar Reykjavík, Nes og Laugarnes í byggð og var landbúnaður helsta atvinnugreinin. Íslendingar fóru að stunda fiskveiðar í auknum […]

Helgusel – Helgufoss – Helgusteinn

Í örnefnalýsingu Jóns Halldórssonar um Bringur segir m.a.: „Bærinn stendur í suðvesturenda Bæjarholts. Suður og austur af bænum er hið upphaflega tún. Niður af því austanverðu eru pallar í jarðlagið, sem eru síblautir og nefnast Dýjapallar. Þar hjá er Helluhóll. Niður af honum er Mýrdalur. Í framhaldi af honum er grasflötin Fossvöllur við Helgufoss, er sést […]

Hrísbrúarsel – Litla-Mosfellssel

Hér verður lýst leifum tveggja selja: Litla-Mosfellssels og Hrísbrúarsels, en þau eru bæði norðan Mosfells, sunnan Leirvogsáar. Litla-Mosfellssel „Stóra- og Litla-Sveinamýri eru neðarlega við Leirvogsá. Þar er allmikið flæmi öðru nafni nefnt Selflatir. Selás er við Sveinamýrar“ (Ari Gíslason). Gróðurlítill ás á syðri bakka Leirvogsár, sem liggur ca. í A-V. Norðurhluti hans er allgrýttur og […]

Bænhús og kirkjur

Á miðöldum voru hátt á annað þúsund bænhús og kirkjur á Íslandi. Elstu húsin eru frá seinni hluta víkingaaldar og hafa nokkur þeirra verið grafin upp, m.a. á Stöng í Þjórsárdal, Neðra Ási í Hjaltadal og Þórarinsstöðum í Seyðisfirði. Elstu húsin eru öll lítil, innanvið 5 m á lengd, og eru lítið frábrugðin yngri bænhúsum […]

Járngerður öll?

Loksins hefur Járngerður gamla, sú er Járngerðarstaðahverfið í Grindavík hefur dregið nafn sitt af, fengið varanlega hvíld. Fyrst eftir niðursetninguna stóð dys Járngerðar við gömlu sjávargötuna milli Járngerðarstaða og Norðurvarar (Fornuvarar). Vermenn gengu þöglir framhjá dysinni, staðnæmdust, lutu höfði og fóru með sjóferðarbæn. Síðar var lögð varanlegri gata (Verbraut) fyrir sjálfrennireiðina framhjá dysinni. Eftir það stóð […]

Akstur utan vegar – þörf á úrbótum

Eftirfarandi erindi kom frá fulltrúa mótorhólamanna (2005), sem aka utan vega á hjólum sínum, en vilja halda slíkum akstri innan ákveðinna marka. „Ég er viðriðinn hagsmunamál mótorhjólamanna og núna stöndum við í smá stappi við fulltrúa sýslumannsins á Reykjanesi. Forsaga málsins er sú að Bæjarstjórn Grindavíkur gaf mótorhjólamönnum bráðabirgðaleyfi til æfinga við norðurenda Kleifarvatns með […]

Sel

Eftirfarandi „Frá sunnlenskum sveitabónda“ um sel birtist í Fjallkonunni 1890, 7. árg., 31. tbl., bls. 122-123: „Selstöður eru, nú orðið, því nær ekkert notaðar hjá því sem var á fyrri öldum. Eins og enn er ástatt með jarðræktina hér á landi, má það óefað teljast afturför í landbúnaðinum, að hafa ekki í seli, þar sem […]