Þerneyjarsel

Eftirfarandi “Frá sunnlenskum sveitabónda” um sel birtist í Fjallkonunni 1890, 7. árg., 31. tbl., bls. 122-123:
“Selstöður eru, nú orðið, því nær ekkert notaðar hjá því sem var á fyrri öldum. Eins og enn er ástatt með jarðræktina hér á landi, má Straumsþað óefað teljast afturför í landbúnaðinum, að hafa ekki í seli, þar sem svo stendr á, að gott er um selstöður enn heimaland rýrt. Fyrst er nú það, að málnytan verðr meiri og betri í seljunum og skepnurnar þó oftast feitari og holdþéttari enn heima; og í öðru lagi „hvílast” heimalöndin svo að beitin verðr drýgri og betri á þeim haust og vetr; enn fjallabeitin, sem ekki næst í nema um miðhluta sumarsins, vinst betr upp enn ella.
Líklega er það aðalástæðan fyrir mörgum, að nota ekki selstöður, að það sé of kostnaðarsamt með fólkshald, áhöld og hesta til selflutnings, fyrir ekki fleiri málnytupening enn á flestum búum er. Enn þessi ástæða hyrfi ef menn kæmu sér saman um félagsskap í þessu sem fleiru. Ef 3 bændr, sem eiga um 50 ær, legðu saman í sel, og legðu til einn mann hver (2 í selið, 1 til flutninga), og annan tilkostnað eins að hlutfalli, mundi það til lengdar verða miklu kostnaðarminna enn heimagæsla víðast hvar, því heima þyrftu þeir sinn smalann hver, auk allra annara tafa við málnytuhirðinguna, þó ekki væri búist við neinum mismun að öðru leyti. Selfólkið getr líka oft haft einhver smávegis aukastörf, ef tími er til, t. d. safnað fjallagrösum m. fl.
Kýr ætti að hafa í seli eigi síðr enn ær.”

Þerneyjarsel

Þerneyjarsel.