Entries by Ómar

Vallasel – Krosssel – Múlagata

Í Jarðabók ÁM og PV 1703 er, auk selja frá Reykjum og Vorsabæ, getið um selstöður frá Völlum og Krossi, hvorutveggja hjáleigur frá Reykjum. Í Jarðabókinni segir um selstöðu frá Völlum: „Selstaða er í betra lagi til fjalls í Reykjalandi, en hefur í nokkur ár ei brúkast“. Um selstöðuna frá Krossi segir: „Selstaða hefur brúkuð […]

Saurbæjarrétt og Hestaréttarásrétt

Ofan við Saurbæ á Kjalarnesi eru tóftir undir holti. Í örnefnalýsingu Ara Gíslasonar segir: „Efstu ásarnir upp af bæ heita Fjárhúsásar. Svo eru klettaásar og sund á milli þeirra. Næstur suður af Skarðásum í sömu hæðarröð, í miðjum ásum er Réttarás. Utan hans nokkuð í líkri hæð Saurbær 3 heitir Torfás, og þar aðeins utar […]

Reykjasel – Vorsabæjarsel

Þegar FERLIR var á göngu um Gufudal ofan við Hveragerði sást á landakorti örnefnið Selgil fremst í austanverðum dalnum. Ekki var vitað um selstöðu þarna; hennar hefur hvorki verið getið í örnefnalýsingum né fornleifaskráningum af svæðinu. Að fenginni reynslu þar sem nánast má heita tryggt að leifar selstöðu kunni að finna þar slíkra örnefna er […]

Gíslhellir

Í örnefnalýsingu Innri-Njarðvíkur segir: „Suður af tjörninni (Seltjörn) eru tættur, sem heita Sel. Í gamalli sóknarlýsingu Njarðvíkursóknar segir: „Frá Njarðvíkum er sel, Njarðvíkursel, við Selvatn“). Þar suðvestur af eru Hraunslágar. Þær eru við austurenda Rauðamels, en það er melflæmi allmikið hér í hrauninu… vestur af Rauðamel er Stapagjá og Vörðugjá, og suður af henni eru […]

Vogsósar – séra Eggert Sigfússon

Á Vogsósum í Selvogi er merkilegur steinn í túninu. Þótt steinninn láti ekki mikið yfir sér, er reyndar nánast jarðlægur og lækist jafnan fyrir slátturvélum, hefur Þórarinn Snorrason, bóndi gætt hans vandlega. Segja má að steinn þessi hafi verið minnisvarði um séra Eggert Sigfússon, síðasta prestsins á Vogsósum. Séra Eggert Sigfússon fæddist 22. júní 1840 […]

Fornigarður – rannsókn

Í ritinu „Árnesingur VII“ árið 2006 er grein um Fornagarð í Selvogi eftir Bjarna F. Einarsson, „Garður er grannna sættir“. Tilvísun þessi er sótt í Jónsbók. Greinin er tilefni rannsóknar, sem Bjarni gerði á garðinum árið 8. – 18. júlí 2003. Þrátt fyrir að véfengja megi niðurstöðu rannsóknarinnar í nokkrum megindráttum kemur í greininni fram ýmiss fróðleikur […]

Hellisheiði II

Gengið var upp Hellisskarð frá Kolviðarhóli, framhjá Búasteini og eftir gömlu þjóðleiðinni um Hellisheiði. Hellukofinn var skoðaður á heiðinni og þar sem gamla gatan fer undir Suðurlandsveg var haldið út af henni til suðurs og inn á gamla Suðurlandsveginn. Honum var fylgt langleiðina að Kömbum, inn á Skógarveginn er liggur þar sunnan við Urðarás, með […]

Húshólmi – tillögur um rannsóknir – verndun og aðgengi

Eftirfarandi „Tillögur liggja fyrir um frekari rannsóknir, verndun og aðgengi að minjasvæðinu í Húshólma“ í Ögmundarhrauni sem og nærliggjandi svæðum: Þörf á ítarlegri rannsóknum Mikilvægur þáttur fornleifaverndar er varðveisla minja, rannsóknir og varðveisla upplýsinga. Mikilvægt er fyrir þjóðina að vernda minjar; hlúa að menningararfi hennar. Skv. Þjóðminjalögum lætur Fornleifavernd, eftir föngum, skrá allar þekktar fornleifar. Skv. […]

Samgöngur og verslun á Miðnesi

Í bókinni “Við opið haf – Sjávarbyggð á Miðnesi” eftir Ásgeir Ásgeirsson er stuttur kafli um samgöngur á Miðnesi fyrrum. “Byggð og mannlíf var háð ákveðnum takmörkunum í tíma og rúmi sem bændasamfélag á frumstæðu tæknistigi fékk ekki yfirstigið. Utanvert Rosmhvalanes gat ekki talist afskekkt byggðalag sé miðað við fjöllum lukta firði og sveitir umluktar […]

Búrfellshraun – Maríuhellar

Gengið var um hluta Búrfellshrauns með viðkomu í Maríuhellum (í Heiðmörk). Hraunið rann fyrir u.þ.b. 8000 árum síðan. Árni Hjartarson skrifaði grein um Búrfellshraun í Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 2009. Greinin er ágætt yfirlit yfir efnið, en þó alls ekki tæmandi, enda hefur það kannski ekki verið markmiðið. Hér verður drepið niður í greinina á […]