Entries by Ómar

Sandakravegur – Skógfellavegur – fornleifar

Sandakravegurinn liggur inn á gatnamót við vesturenda Drykkjarsteinsdals norðvestan Slögu, með brún Litla-Borgarhrauns undir hlíðum Borgarfjalls, um Nátthagakrika til norðvesturs, áfram sunnan Einbúa, með brún Borgarhrauns undir hlíðum Kastsins og Sandhól. Þar greinist vegurinn, annars vegar til norðvesturs yfir Dalahraun í átt að norðausturhorni Stóra-Skógfells þar sem hann kemur inn á Skógfellaveg, og hins vegar […]

Kirkjuvogur – Kotvogur

Gengið var um Hafnir, en athyglinni var þó fyrst og fremst beint að hinum gömlu býlum Kirkjuvogi og Kotvogi. Austan við Kotvogsbæinn gamla er fallega hlaðinn brunnur, sem að mestu er gróið yfir. Hafnir eru heitið yfir gamla Kirkjuvogshverfið. Fyrr á öldum voru Hafnir ein af stærstu verstöðvum landsins en þær eru samheiti fyrir 3 […]

Kinnaberg – Önglabrjótsnef

Ætlunin var að ganga að Kistu og fylgja síðan ofanverðri Reykjanestánni um Kinnaberg, um Kinnabás, að Önglabrjótsnefi. Sunnan við það er Kerlingarbás. Ofan við hann eru þverskornir gígar úr einni Stampagíga-röðinni er myndaðist í goshrinu árið 1226, en gígaraðirnar eru a.m.k. fjórar á svæðinu frá mismunandi tímum. Önnur greinileg er úr gosi fyrir um 2000 […]

Krýsuvík – minjar um eld og óblíð kjör

Ólafur E Einarsson skrifar grein um Krýsuvíkursvæðið í Lesbók Mbl í júní 1987. Um er að ræða seinni grein um svæðið, en hin birtist í Lesbókinni 7. mars sama ár undir fyrirsögninni „Höfuðbólið Krýsuvík og fjórtán hjáleigur„. „Hér er getið um ýmsa staði í nágrenni við Krýsuvík og Kleifarvatn, sem yfirleitt bera merki um eldsmiðju […]

Fyrirhuguð leið háspennulínu milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar

Eftirfarandi er úrdráttur úr greinargerð, sem FERLIR vann vegna fyrirhugaðrar lagningu háspennilínu milli Hellisheiðar og Hafnarfjarðar í desembermánuði árið 2006. Niðurstaðan er sérstaklega áhugaverð í ljósi síðustu frétta af línunni, þar sem fram kemur að ákvörðun hafi verið tekin um að hún verði lögð í jörð frá Ásfjalli að nýrri aðveitustöð í Hrauntungum. Vegna þeirrar ákvörðunar er rétt að taka […]

Víkurholt – selstaða

Í Morgunblaðinu á aðfangadag 1928 birtist eftirfarandi um kirkjubyggingu í Reykjavík. Þar kemur m.a. fram um horfna selstöðu í Víkurholti: „Hin fyrsta kirkja í Vík á Seltjarnarnesi fjekk stórgjafir – Tryggvi pórhallason forsætisráðherra skrifar: „Þegar kirkja var reist hjer í Reykjavík — Vík á Seltjarnarnesi sem lengi var kölluð — þá hlúði sóknarfólkið að henni […]

Kjós – nafnið

Í Heimilisblaðinu 1940 veltir B.J. fyrir sér örnefni „Kjós„: „Hvað merkir það nafn? Og hvaðan er það örnefni komið? Það hefir flutzt hingað með landnámsmönnum frá Noregi. Upphafiega var það karlkennt orð: Kjósr (Kjóss, egf.: Kjóss eða Kjósar, flt. Kjósar), og svo kvað það vera í Noregi enn í dag. En í íslenzku er það […]

Lágafellsheiði – flugvélaflak

Í marsmánuði árið 1944 nauðlenti B-24H Liberator flugvél frá ameríska flughernum á Lágafellsheiði ofan við Járngerðarstaði í Grindavík. Mannbjörg varð, en vélin varð ónýt á eftir. Hermenn sáu síðan um að hluta hana í sundur og færa bútana upp á Keflavíkurflugvöll, líkt og gert var við B-17 flugvél, sem nauðlenti þarna nokkur vestar í Eldvarpahrauni […]

Karlshóll í Vogum

Í bókinni „Strönd og Vogar“ fjallar  Árni Óla m.a. um „Karlshól“ í Vogum. Hóllinn er nú horfinn þrátt fyrir að hafa verið talinn álagablettur fyrrum: „Karlshóll heitir í túninu á Norðurkoti í Vogum. Þetta er hraunhóll, en mjög gróinn og er talið, að þar muni vera bústaður huldufólks. Þau álög hvíla á hólnum, að hann […]

Gamli-Kirkjuvogur III

Gengið var um Gamla-Kirkjuvog. Þar, norðan Ósa, má enn sjá bæjarhólinn forna. Á honum mótar fyrir hleðslum. Skammt sunnar eru grónar og sandorpnar hleðslur á tveimur lægri hólum. Vestar sést greinilega bogadreginn jarðlægur garður og nokkru austar manngerður hóll (dys?), virki eða eftirlitsstaður. Er hann jafnframt ein áhugaverðasta fornleifin á svæðinu. Enn austar eru tóftir […]