Entries by Ómar

Heygeymslur

Eftirfarandi er byggt á grein, sem Bergsteinn Kristjánsson, ritaði í Lesbók MBL sunnudaginn 15. maí 1949: “Svo örar gerast nú breytingar á lifnaðarháttum Íslendinga, að ýmis vinnubrögð, sem voru algeng frá ómunatíð fram á þessa öld, eru nú að falla í gleymsku. Er því nauðsynlegt að halda til haga lýsingum á þeim. Hjer er lýst […]

Hofmannaflöt – Sveifluháls – Arnarvatn

Gengið var upp grunnt gil innan við Hofmannaflöt undir vestanverðum Sveifluhálsi með stefnu inn (suður) eftir miðjum hálsinum, allt að Arnarvatni. Að vestanverðu blasti Móhálsadalur við, millum Sveifluhálsar og Núpshlíðarhálsar. Uppgangan var auðveld. Þegar upp var komið blasti Miðdegishnúkur við. Annars var þessi ferð á páskum (2008), mestum misbrestum mannsskepnunnar, kærkomin ástæða til að velta […]

,

Krefjandi ferð – ókleifur hamarinn

FERLIR fer jafnan fyrirfram ákveðnar leiðir, að vísu vandlega undirbúnar. Gamlar frásagnir, lýsingar, mögulegar uppgötvanir eða annað eru jafnan hvatinn að ferðunum. Áður hefur undantekningarlaust verið samið um hið ágætasta veður á göngusvæðinu. Stundum hefur óálitlegt “gluggaveðrið” heima villt fólki sýn, en á göngustaðnum undrast það iðurlega umskiptin. Þá var komið að FERLIRsferð nr. 1111. […]

Sandakravegur IV

Í Mána 1879-1880 er m.a. fjallað „Um fjallvegi, vörður og sæluhús„: „Þegar lengra er haldið áfram yfir Suðurlandið, má telja Reykjanesfjallgarðinn; yfir hann liggja 7 alfaravegir, Nyrðstur er Kaldadalsvegur milli Þingvallasveitar og Kalmannstungu, þá Mosfellsheiði milli Kárastaða í Þingvallasveit og Mýdals í Mosfellssveit; þá Dyravegur suður um Henglafjöll milli Grímsness og Mosfellssveitar, þá Hellisheiði frá […]

Höfðarnir við Hvaleyrarvatn

Þegar skoðað er svæðið meðfram Hvaleyrarvatni má sjá þar nokkra nafngreinda höfða að austanverðu; Húshöfða, Selhöfða, Miðhöfða (Þormóðshöfða) og Efstahöfða (Fremstahöfða), auk Stórhöfða að suðaustanverðu. Auk þess eru þarna tveir hálsar; Kjóadalaháls og annar ónafngreindur í vestur frá Fremstahöfða (Efstahöfða). Alla þessa höfða og hálsa prýða vörður, hér nefndar Höfðavörður, reyndar tvær á Húshöfða er virðast […]

Kálfatjörn – Norðurkot

Gengið var um Kálfatjörn frá kirkjunni, brunnurinn skoðaður sem og sjóbúð og tjörnin sjálf. Skoðaðar voru minjar með ströndinni til vesturs, komið við í tóftum Goðhóls og fiskbyrgjunum neðan við Þórustaði og síðan haldið út með einni fegurstu sandströnd á norðanverðum Reykjanesskaganum, neðan Þórustaða og Landakots. Þá var stefnan tekin á Norðurkot, en tilfærsla þess […]

Glaumbær í Hraunum I

Í Alþýðublaði Hafnarfjarðar árið 1957 er stutt grein undir yfirskriftinni „Ávarp“ og fjallar um áhuga hóps fólks að stofna sumardvalarheimili fyrir börn í bænum: „Nokkrir áhugasamir menn og konur í Hafnarfirði hafa bundizt samtökum um að koma á fót sumardvalarheimili í nágrenni bæjarins, fyrir hafnfirzk börn, á aldrinum 5—8 ára. Hefur, í þessu skyni, verið […]

Kleifarvatn

Gengið var frá Vatnsskarði og áleiðis umhverfis Kleifarvatn; um Sveifluháls, Hellutinda, Stapatinda, Miðdegishnúk (Hádegishnúk), gengið niður að Kaldrana, elstu minjum í ofanverðri Krýsuvík að talið er, austur með sunnanverðu vatninu ofan við Hvamma, undir Geithöfða, til norðurs vestan Gullbringu og yfir Hvammahraun með viðkomu í Gullbringuhelli. Þá var gengið með vatninu undir Vatnshlíðinni, sem verður […]

Fjárborgin mikla í Strandarheiði

„Á manntalsþingi Vatnsleysustrandarhrepps 1961 var þinglesin eftirfarandi friðlýsing: – Í landi jarðarinnar Kálfatjarnar í Vatnsleysustrandarhreppi í Gullbringusýslu, eru samkvæmt lögum um verndun fornminja, dags. 16. nóv. 1907, skrásettar og friðaðar fornminjar þessar: Fjárborg, sem kölluð er Staðarborg í Vatnsleysustrandar-heiði, 2 – 3 km frá bænum að Kálfatjörn, í stefnu þaðan og á Dyngju [eyktamörk á […]

Undirhlíðar II

 Að þessu sinni var gengið mót fyrri gönguleið um Undirhlíðar, þ.e. frá Kaldárseli í Ingvarslund (Skólalund) í Undirhlíðum. Forvitnilegt er að skoða leifar hins gamla Kaldársels, vestan og sunnan við núverandi skála KFUMogK. Flaggstönginni var stungið nyrst í tóftirnar og hleðslur úr þeim notaðar til að hlaða með henni (sem nú er gróið yfir). Ytri […]