Entries by Ómar

Jeppinn – áhrif á umhverfið

Í MBL þann 1. júlí 1995 birtist grein  Ingimundar Þórs Þorsteinssonar, Snorra Ingimarssonar og Þorvarðs Hjalta Magnússonar undir fyrirsögninni „Áhrif jeppanna á umhverfið – að aka í sátt við landið sitt„. Um var að ræða stytta kafla úr bók sem kom út fyrir jól 1994 og heitir: „“Jeppar á fjöllum“. Á þeim 13 árum, sem […]

Grindavíkurkirkja – altaristafla

Altaristafla úr Staðarkirkju, sem áætlað hafði verið að setja í nýju kirkjuna, var flutt á “fornminjasafnið”. Á því, nú Þjóðminjasafni Íslands, eru nú 16 gripir úr Staðarkirkju, s.s. textílar (höklar, altarisklæði og patínudúkur), altaristafla, predikunarstóll, ljóshjálmur, stjakar, söngtafla og skarbakki. Ný kirkja í Járngerðarstaðahverfi var reist 1909. Einar Jónsson í Garðhúsum gaf t.a.m. 200 krónur […]

Clam strandar við Reykjanes

Við strönd Reykjaness, báðum megin nessins, hafa orðið mörg og mikil sjóslys á umliðnum öldum, ekki síst þeirri tuttugustu. Við Reykjanesið strandaði m.a. eitt af stærstu skipum sem strandað hefur við Ísland, olíuskipið Clam. Það var 28. febrúar árið 1950. Skipið varð vélarvana eftir að hafa rekið upp í fjöru í Reykjavík og var á […]

Korpúlfsstaðir – Blikastaðir

Korpúlfsstaðir er „Jörð í Mosfellssveit næst við Eiði. Kjalnesingasaga minnist fyrst á Korpúlfsstaði og skýrir frá Korpúlfi bónda, sem var orðinn gamall maður og fremur forn í brögðum. Korpúlfsstaðir vor sjálfstæð jörð 1234, eign Viðeyjarklausturs, en komust undir konung við siðaskiptin. Jörðin var seld 1810 og lítið af henni að frétta fyrr en kemur fram […]

Saga Gullbringusýslu

Gullbringusýsla sem slík á sér merka, en margflókna, sögu. Hér verður reynt að gera henni svolítil skil. Í bókinni Landnám Ingólfs II eftir Magnús Grímsson er þess getið að Gullbringusýsla sé kennd við fornkonuna Gullbryngu og munnmæli herma að hún hafi átt kornakra í Sáðgerði (Sandgerði). Gullbringusýsla er fyrst nefnd í skjali frá árinu 1535 […]

Víghólsrétt – Nesstekkur – Bjarnastaðastekkur – Útvogsstekkur

Í Selvogsheiðum er í örnefnalýsingum getið um Víghólsrétt, Nesstekk, Bjarnastaðastekk og Útvogsstekk, auk fleiri mannvirkja. Öll þessi mannvirki munu raða sér í svo til beina línu í heiðinni. FERLIR hefur þegar staðsett eitt þessarra mannvirkja og munu tilvist annarra ráðast af því. Þórður Sveinsson sagði nýlega frá því að Selvogsbóndi einn hafi misst frá sér […]

Bakki

Minja- og sögufélag Grindavíkur hefur fest kaup á hinni „fornu“ verbúð Bakka við Garðsveg og stendur til að koma húsinu í upprunalegt horf – líkt og ætlunin var hjá fyrri eigendum þess. Húsið var byggt 1933 og er því með eldri húsum í Grindavík. Þarna var jafnframt ein elsta „sjóverbúð“ í nútíma á Suðurnesjum (Grindavík var fyrrum ekki hluti Suðurnesja) og […]

Reykjavík

Á vef Fornleifastofnunar Íslands er fjallað um merkileg fornfræðileg efni – flest þó fjarri Reykjanesskaganum. Eitt verkefnanna sem finna má á www.menningarminjar.is og á www.menningarsaga.is. „Þegar minnast þarf glataðra menningarminja er ágætt að horfa til Reykjavíkur með það í huga að „fortíðin er ekki „hughrif“ – hún er áþreifanlegur raunveruleiki“. Reykjavík ber hin mestu verðmæti […]

Krýsuvíkureldar – umfang

Í Jökli 1991 er fjallað um „Krýsuvíkureldana“ 1151: Gossprunga Krýsuvíkurelda Gossprungan og hraunin sem frá henni hafa runnið em sýnd á 1. mynd. Eins og flestar gossprungur á Suðvesturlandi hefur hún meginstefnu nálægt N45°A. Gjallhröngl syðst í austurhlíð Núpshlíðarháls markar suðvesturenda gígaraðarinnar en norðausturendinn er austanvert í norðausturenda Undirhlíða, á móts við Helgafell ofan Hafnarfjarðar. […]

Regnbogi

Regnbogi (einnig kallaður friðarbogi) er ljósfræðilegt og veðurfræðilegt fyrirbæri sem orsakast þegar litróf birtist á himninum á meðan sólin skín á vætu í andrúmslofti jarðar. Hann er marglitur með rauðan að utanverðu og fjólubláan að innanverðu. Sjaldnar má sjá daufari regnboga með litina í öfugri röð. Á Íslandi sjást regnbogar oft við fossa. Til eru […]