Entries by Ómar

Þórunnarsel – í samhengi seljanna

Þórunnarsel í Brynjudal gefur tilefni til vangaveltna varðandi selstöður í Brynjudal (og víðar). „Samkvæmt Jarðabókinni 1703 eru „berbeinur og skógarrunnar“ búnar að eyðileggja Þórunnarselstæðið, sem og hrjóstur og mosi. Í árdaga landsins þegar það var viði vaxið milli fjalls og fjöru má ætla að selstæðin hafi frekar verið á berangri (þ.e. norðan í móti) en […]

Staðarborg II

Á Vatnsleysuheiði, Kálfatjarnarheiði og ónefndu heiðunum þar vestur af ofan Vatnsleysustrandar-bæjanna má sjá leifar allnokkurra fjárborga, auk einnar uppgerðar, þ.e. Staðarborgarinnar. Frá austri til vesturs má þarna m.a. sjá „Litluborg“ norðvestan Hafnhóla. Hún er nú gróin, en vel má sjá grjóthleðslur í henni. Vestar og norðvestar má sjá leifar tveggja borga á háum hraunhólum báðar […]

Sjávarhellar

Þegar ströndinni er fylgt má víða sjá hella, sem sjórinn hefur gert inn í bergið eða sem hluta hraunrása. Viðarhellir er milli Þorlákshafnar og Selvogs. Takmörk nefndra sveita eru við hellinn. Hann er dæmigerður hellir í hömrum við sjó. Ægir brýtur sér leið inn undir bergið og þeytir síðan þakinu af skammt ofar, bæði með […]

Grindavík og talan 3

Grindavík er fallegt sjávarþorp við suðurströnd Reykjanesskagans. Frá Reykjavík tekur u.þ.b. 30 mínútur að aka þangað á 3×30 km hraða. Talan 3 er svo nátengd Grindavík að engu lagi er líkt. Bara nafnið sjálft er 3×3 bókstafir (Gri-nda-vík). Til Grindavíkur liggja þrjár meginleiðir – um Ísólfsskálaveg úr austri, um Grindavíkurveg úr norðri og Reykjanesveg úr […]

Víkingaskip – vitneskja

I. Inngangur Árið 1978 voru 26 skipafundir frá víkingaaldartímabilinu 800-1200 þekktir í Noregi, Svíþjóð, N-Þýskalandi og Danmörku. Fjallað verður um skipafundi víkingaaldar á tímabilinu 800 (750) – 1050 á Norðurlöndum út frá rituðum heimildum og helstu fornleifum, sem fundist hafa. Athyglinni verður beint að Ásubergsskipinu og Gaukstaðaskipinu vegna aldurs þeirra, nýtingu, fundarstað og gripum, sem […]

Heilög Barbara og kapellan í hrauninu – Anna Sigurðardóttir

Í bókinni „Allt hafði annan róm áður í páfadóm – Nunnuklaustrin tvö á Íslandi á miðöldum og brot úr kristnisögu„, sem Anna Sigurðardóttir tók saman 1988, er kafli;  „Heilög Barbara og kapellan í hrauninu“: Heilög Barbara og kapellan í hrauninu „Bandalag kvenna í Hafnarfirði hefur samþykkt að láta gera félagsmerki. Fyrir valinu varð myndastytta frá […]

Sel – Seltjarnarnesi

„Nafn býlisins Sels bendir til þess, að þar hafi upphaflega verið selstaða frá Vík.“ Áður fyrr voru stundum útihús í högum oft langt frá bæjum, þar sem búfénaður var látinn ganga á sumrum. Slík hús voru nefnd sel og var þetta kallað að hafa í seli. Árið 1367 er Sel talið sem eign Jónskirkju postula […]

Mölvíkurvatnsstæði

Eitt er það örnefni, enn a.m.k., sem ekki hefur verið hægt að finna með „goggli“, en það er Mölvíkurvatnsstæðið. Vatnsstæðisins er getið í örnefnaskrá fyrir Stað í Grindavík: „Upp af miðri Mölvík gengur klapparhryggur, Mölvíkurklöpp, upp fyrir Reykjanesveginn. Ofan við hana er Mölvíkurvatnsstæði (eintala).“ Vatnsstæðið er stórt af vatnsstæði að vera en þó ekki stærra […]

Sölvhóll

Nafnið Sölvhóll vísar að öllum líkindum til gamalla búskaparhátta. Mikið var um sölvatekju í Örfirisey eða á Víkurfjörum. Vel má hugsa sér að Sölvhóllinn hafi verið notaður til að þurrka söl. Eldri orðmynd gæti þá hafa verið Sölvahóll. Bærinn Arnarhóll var um aldir næsta bújörð við býlið Reykjavík, en eftir að jörðin var lögð undir […]

Blikastaðanes – Þerneyjarsund

Ætlunin var að ganga um Blikastaðanes milli Leiruvogar og Blikastaðakróar. Blikastaða er getið í tengslum við friðlýsingu fornra minja í Mosfellssveit. Á nesinu eru „fornar rústir og grjótgarðar frá verslunarstað eða útræði frá 14.-15. öld, niðri á sjávarbakkanum yst í svonefndu Gerði. (Skjal undirritað af ÞM 08.11.1978. Þinglýst 20.11.1978.). Þá átti að skoða búðarústir fá […]