Entries by Ómar

Guðnahellir – útilegumannahellir

Í Sögu Mosfellsbæjar er m.a. fjallað um útilegumenn í Mosfellssveit. Þar segir m.a. frá Guðnahelli í Illaklifi. „Þess voru dæmi að fólk yfirgaf mannlegt samfélag og varð útilegumenn sem héldu sig gjarnan nærri mannbyggð. Árið 1677 segir í Hestaannál frá ókyrrleika af stuldi og ráni víða um land. „Urðu menn þá varir og vísir, að […]

Verstöð – störf

Nafngiftir í veri á Reykjanesskaganum, bæði til forna og allt fram á 20. öld, eru áhugaverðar. Gömul nöfn í verinu hafa nú fengið nýjar merkingar, en fróðlegt er að skoða uppruna þeirra og tengsl við verið og vermennskuna. Verstöðvarnar voru með ströndinni, bæði að sunnanverðu og norðanverðu. Voru það ýmist útver eða heimaver. A. -Flutningsmenn […]

Um 650 hraunhellar og -skútar á Reykjanesskaga

Hraunhellir er skilgreindur sem „almyrkt holrúm í hrauni“ Hraunhellar geta verið hellar af náttúrulegum uppruna eins og hraunrásir (t.d. Búri), hellir í hraundrýlum (finnnst t.d. í Hnúkum ofan Selvogs, hraunbólur, sprunguhellar (sjá Hundraðmetrahellir í Helgadal), gervigígahellar og gígahellar líkt og Þríhnúkagígur í Bláfjöllum. „Hraunhellar geta einnig myndast við svokallaða troðhól, þá treðst kvikan úr eldfjalli […]

Ísland byggt af Írum

Í „Þjóðsögur og munnmæli“ skráðum af Jóni Þorkelssyni segir m.a. um forna sögn af Írum á Íslandi: „I. Forn sögn er það ein, að í gamalli kálfskinnsbók frá anno 400 post Cristum natum standi, að Ísland hafi verið bygt af Írum, er hafi hingað út farið á 8 skipum og verið hér um 200 ár: […]

Prestastígur – Ólafur Sigurgeirsson

Nafnið Prestastígur er nýlegt heiti á fornri og fyrrum fjölfarinni þjóðleið á Reykjanesi. Sú skýring á nafninu er þó líkleg að með prestakallalögum frá 1907 var Kirkjuvogssókn í Höfnum lögð til Staðarprestakalls í Grindavík og hefur því Staðarprestur oft átt erindi um þessa fornu leið. Þegar þessi forna þjóðleið er farin frá Höfnum liggur leiðin […]

Eldvarpahraun – Rauðhóll – Klofningahraun

Eldvarpahraunið (það yngsta) kemur frá syðsta hluta Eldvarpanna og niður til sjávar á Staðarbergi á milli Klofningahrauns að vestanverðu og Sundvörðuhrauns að austanverðu. Neðst, austan þess að austanverðu, er Lynghólshraun, nokkuð gróið. Í örnefnalýsingu fyrir Stað segir að „Lynghólahraun er breitt og víðáttumikið. Dregur það nafn af Lynghólum, sem eru ávalar, líttgrónar hraunbungur, rétt ofan […]

Reynisvatn

Í „Þjóðsögur og munnmæli“ skráðum af Jóni Þorkelssyni segir m.a. um Reynisvatn: CXVI. „Reynisvatn – [Landsbókasafn 528. 4to með hendi Jóns Árnasonar]. Reynisvatn heitir bær í Mosfellssveit. Hann dregur nafn af stöðuvatni því, sem þar er rétt við túnið, og af manni þeim, sem þar bjó fyrstur og hét Reynir. Reynir bóndi hafði smiðju sína […]

Deiliskipulagstillaga um stækkun…

Hafnarfjarðarbær hefur gefið út upplýsingarit um deiliskipulagstillögu vegna fyrirhugaðrar stækkunnar álvers Alcan í Straumsvík. Það verður að segjast eins og er að framsetningin er hrikaleg á ömurlegri tillögu. Fjölmiðlar hafa brugðist. Enginn þeirra hefur fjallað um það sem skiptir máli, þ.e. deiliskipulagstillöguna sjálfa. Þeir hafa einungis fjallað um stækkun álvers, sem þó er aðeins einn […]

A.m.k. 125 letursteinar á Reykjanesskaga

Á Mbl.is 20. mars 2002 birtist eftirfarandi undir fyrirsögninni; „Leita að letusteinum„. „FERLIR, ferða- og útivistarhópurinn, hefur að undanförnu verið að skoða og leita letursteina nálægt Keflavík og vill fá upplýsingar um fleiri. Ferlisfélagar segja að vitað sé um ýmsar áletranir og hægt að ganga að þeim vísum. Ferlisfélagar segja að vitað sé um ýmsar […]

Hvítskeggshvammur

Í „Þjóðsögur og munnmæli“ skráðum af Jóni Þorkelssyni segir m.a. um Hvítskeggshvamm: „CLXXXVI. Hvítskeggshvammur – Eptir handriti Brynjólfs Jónssonar frá Minnanúpi 1861 ( Landsbókasafni 542. 4to.]. Austan til upp af Deildarhálsi, milli hans og Kerlinga, er hvammur einn inn í Geitahlíð, sem kallast Hvítskeggshvammur. Þar upp undan er hnúkur á hlíðinni, sem kallast Æsubúðir. Kynleg […]