Entries by Ómar

Lögreglan í Hafnarfirði; upphafið – Árni Óla

Í Fjarðarfréttum 1969 er grein um aðstöðu lögreglunnar í Hafnarfirði undir fyrirsögninni; “105 kallar stöðina“. Greinin er ekki síst áhugaverð í ljósi þess að í yfirlitsritinu “Lögreglan á Íslandi” er lítið sem ekkert fjallað um sögu og aðbúnað lögreglumanna annars staðar en í Reykjavík. “Það var síðla kvölds í marz, að Fjarðarfréttir lögðu leið sína […]

“Hvað reiddust goðin þá”

Í Andvara 1973 er grein eftir Finnboga Guðmundsson; “Gripið niður í fornum sögum – og nýjum“: Þar segir m.a. annars: “Hvað er það í fornum frásögnum, er hrífur oss einna mest? Eru það ekki hinir einföldu drættir og skýru myndir, sem þar er tíðum brugðið upp? Vér skulum líta á t.a.m. örfáar frásagnir af jarðeldum […]

Hafravatnsrétt – í gegnum tíðina

Hafravatnsrétt er ein af 204 skráðum  fjárréttum FERLIRs í landnámi Ingólfs fyrrum. Þær eru að öllum líkindum miklu mun fleiri þegar upp verður staðið. Í “Örnefnalýsingu fyrir Þormóðsdal“, skráða af Tryggva Einarssyni frá Miðdal, segir m.a. um Hafravatnsrétt og nágrenni (heimildarmaður og skrásetjari er gagnkunnugur í Þormóðsdal, sem er næsta jörð norðan Miðdals. Tryggvi er […]

“Borgin” í Selbrúnum – Víkursel – Árnakróksrétt og Litla-sel við Selvatn

Í “Skráning fornleifa í Mosfellsbæ 2006“, skráða af Þjóðminjasafni Íslands, segir eftirfarandi um sögu Miðdals: “Miðdalur hefur trúlega verið í eigu Viðeyjarklausturs en er fyrst getið í Fógetareikningum 1547-52 sem „Mýdall“ eða „Mijdall“, þá í eigu konungs. Árið 1704 er hún ennþá konungsjörð og ábúandi einn (Jarðabók Árna og Páls III, bls. 289-91). Árið 1847 […]

Lýsingar Njarðvíkur- og Kálfatjarnarsóknar árið 1840 – séra Pétur Jónsson

Í Faxa árið 2000 er frásögn séra Péturs Jónssonar á “Lýsingum Njarðvíkursóknar og Kálfatjarnarsóknar árið 1840“: “Takmörk Njarðvíkursóknar að utanverðu er skurður eður dæld, sem liggur beint frá heiði, rétt við höndlunarstaðinn Keflavík, ofan að sjó; frá hans efri enda upp í heiðina að Gömlu-Þúfu á svokölluðu Háaleiti, af hverju sjá má umhverfis á þrjá […]

Hallir Sumarlandsins við Hvassahraun – Gísli Sigurðsson

Í Lesbók Morgunblaðsins 1987 fjallar Gísli Sigurðsson, ristjóri Lesbókarinnar, um Hallir Sumarlandsins við Hvassahraun: “Þegar komið er framhjá Kúagerði á leiðinni frá Keflavík til Reykjavíkur, blasir allt í einu við einkennileg byggð í hrauninu, sem hlýtur að gefa ókunnum útlendingum einkennilega hugmynd um menningu og bústaði landsmanna. Glöggskyggn gestur sér að vísu af Keflavíkurveginum, að […]

Garðabær – fornleifar og áhugaverðir staðir

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 er fjallað um  Garðabæ – fornleifar og áhugaverða staði: Fornleifar og byggð Syðst í landi Garðabæjar eru eldfjöll og hraunbreiður, en norðar og nær sjó eru grónir vellir og mýrarflákar inn á milli hraunkarga og klapparholta. Tvö friðlönd teygja sig inn fyrir bæjarmörkin að sunnanverðu, Heiðmörk og Reykjanesfólkvangur. Innan Garðabæjar eru […]

Garðabær – Hausastaðir – Hausastaðakot – Katrínarkot

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Hausastaði, Katrínarkot og Selskarð: Hausastaðir Ekki hluti af Hafnarfirði 1367, eign Garða, DI III, 220. 1565, skrá yfir byggðar jarðir staðarins, sem ekki voru hjáleigur: “Gudmunde Hausastade fyrer malnytu kugillde. miöltunnu. manslán ad vertid. med jördenne eitt kugillde.” DI XIV, 427. 1703: ” … lögbýli kallað því það […]

Garðabær – Miðengi – Hlíð – Móakot

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Miðengi, Hlíð og Móakot: Miðengi var Garðakirkjueign. 1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði “Gamli menn segja, að Miðengi sje fyrst bygt úr Hlíðarlandi ekki fyrir fullum 100 árum, og hefur í manna vinni verið hálft fyrirsvar, áður en Sr. Ólafur tó það var violenter satir; imó mag. […]

Garðabær – Garðar – Krókur – Ráðagerði og Nýibær

Í Fornleifaskráningu fyrir Garðabæ árið 2009 segir m.a um Garða á Garðaholti, Ráðagerði og Nýjabæ: Kirkjustaður. Hóll var hjáleiga 1803. 1307: “ad stadur j Gördum a Alftanese ætte allann vidreka og hvalreka fra Ranganiogre og [i] Leitu kvenna bása. ad kalftiorninga fiouru.” DI II, 362. 1367 átti kirkjan allt heimland, Hausastaði og Selskarð, Hlið, Bakka, […]