Garðaholt

Í Fornleifaskráningu Garðabæjar 2009 segir m.a. um Miðengi, Hlíð og Móakot:

Miðengi var Garðakirkjueign. 1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði “Gamli menn segja, að Miðengi sje fyrst bygt úr Hlíðarlandi ekki fyrir fullum 100 árum, og hefur í manna vinni verið hálft fyrirsvar, áður en Sr. Ólafur tó það var violenter satir; imó mag. Jón Widalin man og veit að þar hefur hálft fyrirsvar verið.” JÁM III, 187
1918: Tún 1,4 teigar og kálgarðar 1180 m2″.

Hlíð

Miðengi og nágrenni – Túnakort 1918.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnkakorti 1918 má sjá gamla bæjarstæðið sunnarlega í Miðengistúni, nálægt sjónum. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Miðengi er niður frá Háteigi, og er sama heimreið að báðum bæjunum. Húsið í Miðengi stendur u.þ.b. 40-50 m fyrir ofan fjöru. Það var byggt fast aftan (norðaustan) við gamla bærinn (þ.e. þar sem hann var).” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 stóð gamli bærinn beint framan við núverandi íbúðarhús, þar sem hlaðið er nú […]”.
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Bærinn á Túnakortinu samanstendur af um sex torfhúsum en eitt þeirra er opin tóft.
Stefnan er suðvestur-norðaustur. Skrásetjari segir: “Hafa bæjarhúsin vísað til suðvesturs, út á sjóinn og má sjá á hleðsluraðir, niðurtroðnar í hlaðinu.” Skv. Fasteignabók voru timburhús komin í Miðengi árið 1932.” Ekki kemur fram í skráningu RT og RKT hvort bæjarhóll sjáist eða hvert ástand minjanna sé í dag.

Garðaholt

Garðaholt – örnefni – ÓSÁ.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 eru útihús rétt vestan við bæinn, m.a. svolítið ferhyrnt steinhús. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Fjós og hlaða eru u.þ.b. 10 m vestur af íbúðarhúsinu. 100 ára gamall skúr er áfastur fjósinu að sunnan. Séra Hens Pálsson í Görðum lét flytja skúr þennan frá útskálum.” […] Jens var prestur í Görðum á tímabilinu 1895-1912.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá tvo kálgarða framan við bæjarhúsin […] í Miðengi. Sá vestari við útihúsin er líklega sá sem skv. Örnefnalýsingu 1976-7 heitir “Fjósgarður.””

Garðaholt

Garðaholt

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 er kálgarður suðaustan við bæjarhúsin, líklega sá sem kallaður er Framgarður í Örnefnalýsingu 1976-7: “Rétt suður af bænum er Framgarður, kálgarður, aflagður fyrir nokkrum árum.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er garðurinn “beint suður af íbúðarhúsinu”…”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Garðurinn á Túnakortinu er með hlöðnum veggjum, ferhyrndur og hefur stefnuna suðvestur-norðaustur. Kemur það heim við Fornleifaskráningu: “ferhyrndur, grjóthlaðinn garður, sem vísar á lengdina í átt til sjávar”, þ.e. í suðvestur. Utanlengd hans er um 32 m en breiddin 13,6 m. Vesturendinn er betur varðveittur, hæð 0,8 m.”

Miðengi

Miðengi.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá að varnargarður er neðan Miðengistúns og út frá honum liggja girðingar kringum túnið. Skv. Fasteignabók var Miðengi árið 1932 umgirt túngarði og hagagirðingu […] Miðengistúngarður hét sá hluti sjógarðsins sem var þarna, skv. Örnefnaskrá 1964 “þykkur og mikill” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Á bakkanum er grjótgarður til varna ágangi sjávar.” […] Neðan túnsins er breið klapparfjara og klapparnef fram í sjó. Þarna er ekkert landbrot en flæðir oft inn á lágt land innan við kambinn.”

Miðengi

Miðengi – útihús 2021.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sýnist vera breitt hlið á sjóvarnargarðinum þar sem Sjávargata endar en þar fyrir neðan er líklega Miðengisvör. Skv. Örnefnaskrá 1964 var hún “næst fyrir austan Hlíðarvarirnar. Einnig grýtt.” […].
Miðengisklappir hétu “klappirnar í Miðengisvör” […] og í sjónum fram undan henni var Miðengissker, e.t.v. sama og Miðengishryggur […]. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Vörin, nefnd Miðengisvör af bæ, er beint niður undan húsinu. Ofan hennar er hlið á garðinum, og voru bátarnir settir um það upp á tún, þegar vont var á vetrum. Miðengisklappir heita stórar klappir, sem ganga fram í sjó vestan við Miðengisvör. Miðengissker er fram af þeim. Svolítið bil verður milli klappanna og skersins. Á flóði fellur alveg yfir Miðengissker.”

Garðahverfi

Miðengi.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá lítið ferhyrnt mannvirki byggt utan í sjógarðinn, e.t.v. grjóthlaðið naust.”

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést brunnur utarlega í túninu, suðaustan bæjarstæðisins, nálægt mörkum Miðengis og Garða. Miðengisbrunnur er nefndur í Örnefnaskrá 1964, neðan og sunnan bæjarins. Ekki gott vatn.” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 var hann “u.þ.b. 20-25 m norðaustur af hólnum”, þar sem sjóbúð var áður ,,á kampinum milli Miðengis og
Garða […] Af heimafólki var hann bara nefndur Brunnur. Vont vatn þótti í honum og saltblandað.” Vettvangslýsing á aðstæðum fylgir ekki skráningu RT og RKT.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá götu liggja frá bæjarhúsum, suðvestur milli garða og niður að sjó. Virðist vera hlið á sjógarðinum þar sem gatan endar. Væntanlega er þetta leiðin sem lýst er í Örnefnalýsingu 1976-7: “Gatan liggur frá íbúðarhúsinu á milli Framgarðs og Fjósgarðs, og skiptist hún neðan garðanna. Liggur Sjávargata beint niður að vörinni, en Brunngata suður að brunni”

Garðahverfi

Miðengisbrunnur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Miðengisbrunnur “neðan og sunnan bæjarins” […] og lá Miðengisbrunngata neðan frá honum “heim til bæjar” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Gata liggur frá íbúðarhúsinu á milli Framgarðs og Fjósgarðs, og skiptist hún neðan garðanna. Liggur Sjávargata beint niður að vörinni en Brunngata suður að brunni.”

“Þá á Miðengi land uppi á Garðholti, og tilheyra því bæði Völvuleiði [á líklega að vera Mæðgnadys]og Presthóll […] Á háholtinu, suðaustan við Garðholtsveg (þ.e. vegarins (svo) yfir holtið), er þúfa sem kölluð er Völvuleiði.” segir í örnefnaskrá KE. “hér fyrir ofan prestssetrið á Garðaholti…er Völvuleiði, sem fornar sagnir eru um að þar sé grafin Völva (spákona) sem farið hafi um í heiðini. En við leit finnast þar engar menjar eða leifar af nokkru tagi, ” segir í FF.

Garðahverfi

Presthóll.

“Syðst á Garðaholti heitir Holtsendi, þar sem nú eru geysimiklar sandgryfjur. Það, sem mest ber á á holtinu, er, að á því sunnarlega er smáhæð, sem heitir Völvuleiði,” segir í örnefnaskrá AG. Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. fornleifaskráningu 1984 er Völvuleiði “uppi á háhæð vestan við þjóðveginn út á Álftanesi, sunnan vegar út að Görðum, syðst á Garðaholti.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Þar er miðlungsgrýttur melur, nokkuð grösugur allt um kring. Hóllinn sést greinilega langt að, grænni en umhverfið og stendur hátt.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “[Hóllinn] er grasivaxinn en sjá má grjót og hola er í honum miðjum. Hann er um 11 m að lengd og breidd og snýr í austur (100°) út úr holunni.”

Völvuleiði

Völvuleiði.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1958 segir: “Það, sem mest ber á holtinu, er, að á því sunnarlega er smáhæð, sem heitir Völvuleiði. Heldur vestar, austanvert, þar sem Garðavegur kemur á Álftanesveg, er grasigróinn klapparhóll, ber að norðan og vestan. Þessi hóll heitir Presthóll. Þar hlóð sr. Jón Loftsson, sem hér var prestur 1562, vörðu og dvaldi þar öllum stundum.” […] Skv. Örnefnaskrá 1964 er þetta “grágrýtisklapparhóll við vegamót Garðaholts- og Álftanesvegar” […] en í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Presthóll er stór klettahóll, klofinn endilangs, í krikanum austan við Garðaholtsveg, þar sem hann liggur af Álftanesvegi.” […] Kristján Eldjárn skoðaði hólinn árið 1978: “Þar sem vegurinn út á Álftanes liggur yfir Garðaholtið er til vinstri handar (þegar út á nesið er ekið) dálítill klettahóll, (eða kannski réttara að segja klappahóll), sem heitir Presthóll. Um hann eru þjóðsögur og mun vera huldufólk í.” Kannski Garðapresturinn hafi átt vingott við það en hóllinn er enn á sínum stað.”

Garðahverfi

Miðengi 2013.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá lítið ferhyrnt torfhús við girðingu í norðvesturjaðri Miðengistúns. Í Örnefnalýsingu 1976-77 segir: “U.þ.b. 50 m norðvestur af hlöðunni, út við girðingu, milli Hlíðar og Miðengis, er kindakofi, sem tekur um 30 fjár.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu frá 1958 segir: “Fram af Miðengi er Miðengisbryggja. Það er þangi vaxin flúð. Þar utar er Hlíðarsker […].” […] Þetta er náttúruleg bryggja af sama tagi og voru við Bakka, Dysjar og Hausastaði.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 eru tvö samföst útihús rétt vestan við bæinn. Þau eru líklega úr steini og hafa stefnuna suðvestur-norðaustur.” Ekki er frekari lýsing á aðstæðum í skráningu RT og RKT.

Garðar

Garðar – túngarður – Hlíð utar og Hliðsnes fjærst.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Götusteinn var skv. örnefnaskrá 1964 “steinn er lá við götuna milli Hlíðar og Miðengis. Á steini þessum voru þau ummæli, að hann mætti ekki hreyfa.” […] Við þetta gerir Kristján Eiríksson athugasemd í Örnefnalýsingu 1976-7: “Nokkuð stór steinn er í Miðengistúni, fast vestan við brunngötuna frá Hlíð. G.S. Nefnir hann Götustein í lýsingu sinni. Kristján [Eyjólfsson í Miðengi] segir það rangt, en man ekki rétta nafnið” […] Steinninn er enn á sama stað.”

Hlíð 1565: Á lista yfir byggðar hjáleigur í landi Garða. “Hlid byggd Hakone fyrer iij. Vætter fiska. Mannslán og formennska á skilenn. Er med hiáleigunne eitt kugillde. Enn adur voru þar tvo.” DI XIV, 438.
Garðakirkjueign. 1397: Eign kirkjunnar á Görðum. DI IV, 107. 1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði “Hlíð var so sem lögbýli áður en Miðengi var þar frá tekið og var þar þá fyrirsvar að menn meina.” JÁM III, 187.
1918: “Tún 1,4 teigar og kálgarðar 1200 m2”

Hlíð

Hlíð.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu 1918 má sjá þyrpingu húsa í gamla bæjarstæðinu í Hlíð og er hinn svo kallaði Hlíðar-Vesturbær væntanlega vestanmegin. Hann skiptist í tvennt, austara húsið aflangt og hólfast aftur í tvennt. Þetta eru torfhús með standþili og snúa í suðvestur. Af Fasteignabókum má sjá að komið var timburhús árið 1932 […] og járnvarið 1942-4 […] Skv. Örnefnaskrá 1964 voru bæirnir tveir: “Býli í Garðahverfi, hjáleiga frá Görðum, þar var jafnaðarlegast tvíbýli.” […] Við þetta bætir Örnefnalýsing 1976-7: “Húsið í Hlíð er u.þ.b. 150 m beint í norður frá Miðengi, en nokkru lengra frá sjó. í Hlíð var tvíbýli til 1924, en þá fær Gísli Guðjónsson alla jörðina og reisir þá hús það, er nú stendur. Þar hefur að vísu verið stækkað síðan. Fjós og hlaða er rétt norðan þess. Íbúðarhúsið stendur á sama stað og Austurbærinn í Hlíð var áður, en fjósið og hlaðan, þar sem Vesturbærinn stóð.””

Hlíð

Hlíð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Austan megin í bæjarstæðinu, til hliðar við Hlíðar-Vesturbæ […] er á Túnakorti 1918 stór bygging, líklega svo kallaður Hlíðar-Austurbær. Hann skiptist í sex hluta. Fremst eru tvö aflöng hús sem hvort um sig hólfast í tvennt og virðist snúa í suðvestur. Þvert á norðausturgafl suðaustara hússins liggur minna aflangt hús og samfast við hlið þess annað stærra. Húsin eru úr torfi og e.t.v. með standþili. Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 stóðu bæirnir fram til ársins 1924 en þá var reist nýtt íbúðarhús á þeim stað sem Austurbærinn var áður, um “150 m beint í norður frá Miðengi, en nokkru lengra frá sjó” […] og kemur það heim við staðsetningu bæjarins á kortinu.”

Garðahverfi

Karkur.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 liggja fimm samfastir kálgarðar með hlöðnum veggjum kringum bæjarhúsin að norðaustan, norðvestan og suðvestan. Af þeim er væntanlega kominn stóri kálgarðurinn sem í Örnefnalýsingu 1976-7 er sagður vera “fast vestan við íbúðarhúsið” sem Gísli Guðjónsson reisti 1924 í stæði gamla Austurbæjarins […].” Vettvangslýsing á minjunum fylgir ekki skráningu RT og RKT.
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Hluti garðsins fannst við fornleifaskráningu 1984 framan eða “norðvestan við bæinn í Hlíð en skrásetjari taldi þar vera gömlu heimakálgarðhleðsluna. Þarna er “yfirgróin grjóthleðsla, nú mjög lág” og nær um 30 m til norðurs framan eða vestan “við núverandi íbúðarhús […] þar kemur aðeins horn í hleðsluna til austurs”, síðan heldur hún áfram um 16 m til norðurs”.
Hleðslan “myndar bakka þarna í túnið” og er “uppfyllt að austan”.”

Móakot

Móakot – grunnur sjóbúðar.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Hlíðarkot hjáleiga eða þurrabúð frá Hlíð og stóð vestan Hlíðarbæjanna “samhliða, með stétt” […], skv. Örnefnalýsingu 1976-7 ,,fast austan við Vesturbæinn. Kotið var löngu komið í eyði, þegar Gísli [Guðjónsson] kom að Hlíð” 1924 […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 var það í hlaðinu á Hlíð. Minjarnar eru þó horfnar og í þeirra stað komin geymsla.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Brunnur í grjótinu mitt á milli Grjóta og Hlíðar hét Karkur. Í hann safnaðist eingöngu rigningarvatn. Annars var vatn í Hlíð aðallega sótt í Garðalind. […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Karkur “um miðja vegu milli bæjanna” og “grýtt allt í kring.” Vatnsbólið var notað í minni Tryggva Gunnarssonar í Grjóta, þá “um 3 álnir á dýpt”. Brunnurinn er “um 0,75 í þvermál – ekki greinilega kringlóttur”, markaður með grjóti “á allar hliðar og sá í vatn, en hann er nú byrgður með fleka”.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 má sjá götu sem byrjar við skemmu suðaustan Hlíðar-Austurbæjar og liggur þaðan suður um tún bæjanna og gegnum hlaðið í Miðengi. Líklega er þetta Hlíðarbrunngata eða Brunngata sem skv. Örnefnaskrá 1964 lá frá Hlíð og Miðengi að Garðalind ,,því þangað var sótt gott neysluvatn” […] Skv. Örnefnalýsingu 1976-7 “lá brunngata frá Hlíð niður fyrir neðan Miðengi og þaðan austur í Garðalind” og var vatn í Hlíð aðallega sótt þangað.”

Garðaholt

Garðaholt – Götur.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 eru gerði í túninu austan Hlíðarbæja upp við Garðatúngarð. Við suðausturenda þess syðsta er hústóft úr torfi og grjóti, aflöng með stefnuna suðvestur-norðaustur. Trúlega er þetta Gata sem skv. Örnefnaskrá 1964 var “þurrabúð við vestur túngarð Garða, ofan við Hlíðarbæi” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Í suðaustur (u.þ.b. 150 m) frá íbúðarhúsinu var grasbýli, sem hét Gata. Hún fór í eyði um síðustu aldamót, og féll þá túnið undir Austurbæinn í Hlíð. Var þá byggður þar á tóftunum bær yfir karl og kerlingu á vegum hreppsins. Þau fóru þaðan um 1925, og keypti þá Gísli [Guðjónsson] bæinn og hefur haft hann fyrir fjárhús síðan og gert á honum ýmsar breytingar.” Gísli mundi eftir bænum í Götu en “Götuland girðir að mestu land Miðengis af til austurs. Spildan frá Götu, sem ræktuð er ofan Miðengistúns, er nefnd Götuvöllur, og tilheyrir hún Hlíð.” […] Skv. Fornleifaskráningu 1984 er Gata í eða við suðurhorn garðs “beint upp af Miðengi í suðaustur frá Hlíð”.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Allt um kring er slétt graslendi og aflíðandi halli… Þarna eru tvö fjárhús úr torfi og grjóti með trégafla að ofan og bárujárnsþaki. Aftara eða austara húsið er um 5 m langt að utan og vísar í suðvestur (240°) en hitt húsið kemur hornrétt framan eða vestan á það. Suðurendi garðhleðslunnar liggur nokkurn veginn á mitt austara húsið. Væntanlega eru þetta húsin sem Gísli byggðu á bæjartóftunum.”

Garðar

Garðaholt – loftmynd 1954.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést hvernig girt er í kringum allt Hlíðartún með görðum og girðingum. Meðfram Hlíðartröðum sem liggja frá Garðatúngarði til bæja er garður hlaðinn suðvestur að heimakálgarðshleðslunni. Annar garður sem er enn austar skilur milli Götu og Háteigs. Frá honum liggur síðan girðing í vestur milli Götu og Miðengis og við bæjarstæði Hlíðar byrjar aftur garður sem nær suðvestur að sjó. Þar er sjóvarnargarðurinn hlaðinn eftir öllum sjávarkambinum framhjá Hlíðarvörum og hefur framhald hans varðveist neðan Móakots. Rétt austan varanna liggur girðing upp frá sjógarðinum að heimakálgarðshleðslunni og nokkru vestan þeirra liggur landamerkja girðing milli Hlíðar og Móakots. Hún endar við austurvegg Móakotstraða sem liggja áfram norðaustur að Garðatúngarði. Skv. Fasteignabókum eru túngarðar og hagagirðingar við Hlíð árið 1932 […] og áfram 1942-4 […] Við Fornleifaskráningu 1984 fannst hluti Garðatúngarðs ofan Hlíðar en hleðslubrotið endar ofan við Grjótahúsið. Þetta er “þurr grjóthleðsla, þakin skófum og nokkuð gömul að sjá, […] nú innan girðingar Hlíðarmegin á um 70 m kafla eða að heimkeyrslu Hlíðar – og síðan áfram svolítinn spöl”.”

Miðengi

Hlíð – sjóvarnargarður.

“Á sjávarbakkanum fyrir Hlíðartúni lét Gísli hlaða sjóvarnargarð á árunum 1928 – 38. Var hann bæði hlaðinn úr fjörugrjóti og grjóti, sem tekið var upp úr túninu. Grjótið í túninu var tekið upp með svonefndum grjótgálga, en slík verkfæri fluttust þá hingað til lands frá Noregi. Voru þeir ýmist gerðir af þrem eða fjórum löngum spýtum (u. þ. b. 3 – 4 m löngum). Spýturnar mættust í oddi, og var ein lengri og til stuðnings (tvær í fjögurra spýtna gálga). Efst í gálganum var þrískorin blökk og önnur tvískorin rétt fyrir neðan hana. Neðarlega á gálganum voru svo tannhjólin (tvö), og var sveifin fest á svera járnteina á milli aðalspýtnanna. Á endann á vírnum var fest stór járnkjaftatöng til að grípa um steinana. Á veturna var grjótið klofið í hæfilega hleðslusteina. Fyrst voru klappaðar raufir í steinana með stuttu millibili. Mátti það helzt ekki vera lengra en spönn. Til þessa var notaður sérstakur klöppuhamar. Þá voru stálfleygar reknir niður í holurnar. Oddurinn mátti ekki nema við botn holunnar, því þá kom ekki þvinga á steininn. Til að koma í veg fyrir það var sett gyrði báðum megin á fleyginn, og þrýstist það til hliðanna, um leið og fleygurinn var rekinn niður. Eftir að fleygunum hafði verið fest í raufunum, var rekið nokkuð jafnt á fleygaröðina. Klofnuðu steinarnir þá af þvinguninni, og urðu kantarnir merkilega sléttir. Steinarnir, sem voru klofnir, voru fyrst og fremst grágrýti,” segir í Örnefnalýsingu KE.

Hlíð

Hlíð – sjóvarnagarður og varir.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 virðist mega sjá varir sitt hvorum megin við enda sjávargötunnar frá Hlíðarbæjum. Í Örnefnaskrá 1964 eru nefndar Hlíðarvör vestri eða Vesturbæjarvör sem “tilheyrði vesturbænum í Hlíð” […] og Hlíðarvör eystri eða Austurbæjarvör sem ,,tilheyrði Austurbænum” […]. Vesturbæjarvör er líklega rétt fyrir neðan Hlíðarbúð. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Í fjörunni, beint niður af húsinu, er Hlíðarvör. Þar er fjaran nokkuð slétt, en safnaðist í hana stórgrýti á vetrum. Þurfti því að ryðja hana á vorin. Hlið var á garðinum fyrir ofan vörina, og voru bátarnir settir um það upp á tún, ef sjógangur var mikill.” […] Umrætt bátahlið má sjá á Túnakortinu þar sem gatan endar milli vara og er það nokkuð breitt.”

“Þurrabúðin Sólheimar var byggð örskammt norðaustan við Grjóta, og braut ábúandinn svolítinn blett í kringum húsið, og er hann nefndur Sólheimagerði. Húsið sjálft er sem næst því, sem heimreiðin í Grjóta er nú,” segir í örnefnaskrá KE. Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Sólheimar voru við heimkeyrsluna að Grjóta, rétt utan Garðatúngarðs að sögn Tryggva Gunnarssonar. Þar var tómthús en engar minjar fundust við Fornleifaskráningu árið 1984 […] Sólheimar eru ekki nefndir í heimildum fyrri alda og því ekki vitað hvenær þeir voru í ábúð. Eitthvað af tómthúsfólkinu sem getið er um í Hlíð í Manntölum 1801 […] og 1845 […] hefur þó e.t.v. haldið til í þessu húsi.”

Hlíð

Hlíð – Grjóti og Holt – Túnakort 1918.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Örnefnaskrá 1964 var Holt “þurrabúð í Garðahverfi, ofan Hlíðarbæja” eða “hjáleiga vestan við Götu” Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Í háaustur frá Hlíð er Holt. þar er nú stórt timburhús, byggt nálægt 1942. Rétt fyrir norðan það er pakkhús. Gamli bærinn í Holti stóð u.þ.b. 20 m í suður frá íbúðarhúsinu, sem nú er. Svolítið gerði var í kringum og hann og kálgarður í því, framan við bæinn. Sá bær fór í eyði rétt fyrir aldamótin 1900, og var Holt ekki aftur í byggð, fyrr en reist var húsið, sem nú er. Holt stendur rétt ofan við túngarðinn í Hlíð (þ.e. garðinn, sem Garðaprestar létu hlaða ofan túna í Garðahverfi).” …” Þurrabúðin Holt var eina 150-200 m norðvestur af Háteigi, og verður þess nánar getið síðar”

Miðengi

Miðengi – loftmynd.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti liggur stór ræktarblettur út frá Garðatúngarðiog Illugagerði ofan Hlíðar. Hann er óreglulegur í lögun en þó nokkurn veginn ferhyrndur, umkringdur hlöðnum veggjum, með stefnu norðvestur-suðaustur. Þetta mun vera Holtsgerði en skv. Örnefnaskrá 1964 ræktaði Eyjólfur Eyjólfsson það
umhverfis Holtsbæinn. Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Gamli bærinn í Holti stóð u.þ.b. 20 m í suður frá íbúðarhúsinu, sem nú er. Svolítið gerði var í kringum hann og kálgarður í því, framan við bæinn.” […] Trúlega er þetta grjóthlaðni ferhyrndi garðurinn sem fannst við Fornleifaskráningu 1984. Hann liggur beint í suður út frá núverandi Holti, í smáþýfi þar sem er grýtt á köflum.”

Hlíð

Hlíð.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “[Holtsgerði] er um 30×32 m að stærð með stefnu í vestur, veggirnir 1,8 m á breidd.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Rétt við norðurhorn kúagerðis, í miðjum Garðatúngarði, er á Túnakortinu 1918 sýndur ferhyrndur kálgarður með grjóthlöðnum veggjum og stefnu með túngarðinum. Þetta er trúlega Illugagerði sem skv. Örnefnaskrá 1964 var “rétt hjá Holtsgerði”, þ.e. stóra garðinum sem sést austan við það á kortinu . […] Illugagerði var “ræktað […] þarna á holtinu. Það gerði Illugi Brynjólfsson, er bjó um aldamótin 1900 í Holti” […] en þess má geta að alnafni hans og e.t.v. ættingi var bóndi á nágrannabænum Ráðagerði skv. Manntali 1816 […] og bjó þar fram um miðja 19. öldina […]. Garðurinn fannst við Fornleifaskráningu 1984 og er nánar tiltekið staðsettur framan og vestan við núverandi Holt.”

Móakot

Móakot – loftmynd.

Móakot er nefnt árið 1698, Árbók 1929, 6. Garðakirkjueign.
1703: Hjáleiga Garða. Ekki hluti af Hafnarfirði. “… er bygð úr Hlíðarlandi fyrst i þeirra manna minni, sem nú lifa.” JÁM III, 188
1930: Fer í eyði.
1918: Tún 1 teigur og 800 m2″.

Móakot

Móakot.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést bæjarstæði Móakots nokkurn veginn í miðju túni, suðvestan Hausastaðakots og norðvestan Hlíðarbæja. Skv. Örnefnaskrá 1964 var býlið “hjáleiga frá Görðum. Ofar en Hlíð.” […] en í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Móakot var u.þ.b. 150 m suðvestur af Hausastaðakoti. Það fór í eyði um 1930. Svolítill blettur kringum kotið var nefndur Móakotstún. Bæjartóftirnar eru í landi Haustastaðakots, en túninu er skipt á milli Hlíðar og Haustasaðakots, og á Hlíð eystri hlutann.” […] Við Fornleifaskráningu 1984 var Móakot staðsett “norðvestur af Grjóta, norðan við Hlíð […] slétt tún fyrir vestan og norðan – aflíðandi gróin en grýtt brekka að baki.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakortinu hólfast bærinn í fernt, byggingarefnið er torf en standþil á tveimur framhúsum, stærstu hólfunum, en þau snúa suðvestur að sjónum. Það kemur heim við lýsingu skrásetjara sem segir lengd bæjarhúsa til vesturs vera 5,85 m og þau hafa vísað göflum út á sjó. Aðeins mótar fyrir veggjum, um 1 m á breidd. Skv. Fasteignabók stóð þessi torfbær enn árið 1932.”

Garðar

Móakot – tóftir.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 virðist mega sjá vör fyrir enda götunnar sem liggur frá Móakoti að sjó. Skv. Örnefnaskrá 1964 var Móakotsvör “nokkru sunnar en Hausastaðavör vestust varanna, innan Hausastaðagranda” og Móakotsklappir eða Móakotssker voru “rétt við Móakotsvörina” […] Í Örnefnalýsingu 1976-7 segir: “Móakotsvör er beint niður undan tóftunum”, þ.e. bæjartóftunum.”

“Rétt fyrir austan (u.þ.b. 8 m) endann á Stíflisgarði, Katrínarkotsmegin, var Hausastaðabrunnur. Í hann var sótt vatn frá Hausastöðum, Katrínarkoti og Hausastaðakoti og stundum einnig frá Grjóta og Móakoti. Ekki þraut í þessum brunni fyrr en á seinni árum. Einar 6-7 tröppur voru niður í brunninn. Hausastaðabrunnur lagðist af um 1927 … Slóðar frá bæjunum að Hausastaðabrunni nefndust Brunngötur. Var eins frá hverjum bæ.” Búið er að raska brunngötunum með sléttun og vegagerð, t.a.m. með Sjávargötu.

Móakot

Móakot.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Túnakortið 1918 sýnir kálgarða suðvestan, sunnan og suðaustan bæjarins en skv. Fornleifaskráningu 1984 eru hleðslur kálgarðs og kartöflugarðs vestur af bæjarhúsalengjunni.”
Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Kálgarðurinn er beint vestur af hústóftinni en í suðurenda hans aflangur kartöflugarður og girðing milli þeirra. Frá húsinu eru um 26 m að vesturvegg kálgarðsins og 3 m í norðurvegginn sem er um 29 m langur að girðingu. Garðurinn virðist opinn til austurs. Stallur hefur myndast við frambrún kálgarðshleðslunnar. Kartöflugarðurinn er um 34 x 7 m að innanmáli með stefnuna vestur-austur. Garðveggirnar eru 1-1,5 m á breidd, grjóthlaðnir í austurhlutanum.”

Móakot

Móakot – brunnur.

Í fornleifaskrá RT og RKT frá 2003 segir: “Í þýfi um 17 m norðaustur frá Móakoti fannst við Fornleifaskráningu 1984 brunnur. Hann er hringlaga, um 1 m í þvermál og 1,5 m niður að vatnsyfirborði. Hann er hlaðinn úr grjóti og stendur opinn en gaddavír hefur verið settur fyrir.”

“Hausastaðakambur var ofan þessara vara … Og Skiptivöllurinn með búðum og hjöllum bæjanna … Móakotsbúð var á Hausastaðakambi, búð og hjallur frá Móakoti, við Skiptivöllinn,” segir í
Örnefni og leiðir í Garðabæ. Móakotsbúð hefur að líkindum verið upp af Móakotsvör, sem er rúmlega 120 m suðvestur af bæ.

Móakot

Bátar í fjörunni neðan Móakots.

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Skv. Túnakorti 1918 liggja traðir úr austurhorni Móakotstúns beint norðaustur framhjá Grjóta og út að hliði í Garðatúngarði sem í Örnefnaskrá 1964 er nefnt Móakotshlið eða Grjótahlið.”

Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Á Túnakorti 1918 sést að girt er kringum allt Móakotstún og liggur sjógarður eftir sjávarkampinum. Skv. Fasteignabók var þar túngarður og hagagirðing árið 1932.”
Í fornleifaskráningu RT og RKT frá 2003 segir: “Hluti varnargarðsins fannst við Fornleifaskráningu 1984: “Niður við sjóinn vestan við Hlíð […]. Fallega hlaðinn grjótgarður”, um 1,2 m á hæð og 1,5 m á breidd og nær frá girðingu milli Hlíðar og Grjóta.”

Heimild:
-Fornleifaskráning Garðabæjar 2009.

Móakot

Móakot – kálgarður.