Entries by Ómar

Hlöðunesrétt (Vogarétt – Strandarrétt)

Í bók Guðmundar Björgvins Jónssonar, „Mannlíf og mannvirki í Vatnsleysustrandarhreppi“ fjallar hann m.a. um Hlöðunesrétt, lögrétt Vatnsleysustrandarhrepps; öðru nafni Vogarétt eða Strandarrétt: „Fyrir ofan Hlöðversneshverfi er samkomuhúsið Kirkjuhvoll (sjá U.M.F.Þróttur). Nokkuð fyrir ofan Kirkjuhvol er fjárrétt. Það er hin gamla Vogarétt sem áður var staðsett á milli Vogabyggðar og Vogastapa. Þessi nýja rétt er reyndar […]

Maríuhöfn – Búðasandur – Steðji

Stefnan var tekin á Hálsnes norðvestan við Neðri-Háls í Kjós. Langflestir, sem ekið hafa um Hvalfjörðinn, hafa gefið nesinu auga, en langfæstir hafa ekið út af þjóðveginum og gaumgæft það. Full ástæða er þó til þess því svæðið endurspeglar merkilega sögu. Þrátt fyrir það eru engar merkingar eða vísbendingar um hvar það gæti verið að […]

Eyvindarleiði – Álfhóll

Álfhólar eru nær óteljandi hér á landi. Örnefni er tengjast þeim má nánast finna í sérhverri örnefnalýsingu. Einn Álfhóllinn er suðaustan við Eyvindarstaði á Álftanesi. Honum hefur verið þyrmt þótt búið sé að byggja allt um kring. Norðvestan við Eyvindarstaði á að vera Eyvindarleiði, haugur í túninu, að sagt er. Þá höfðu borist spurnir af örnefninu Kirkjuhóll […]

Herdís og Krýsa, dysjar – verðmæti

Á ferð FERLIRs um svæðið austan Eldborga í Krýsuvík var góða veðrið notað til að staldra við hjá dysjum Herdísar og Krýsu. Konur þær er dysjarnar draga nöfn sín af hafa einungis, svo vitað sé, verið til í þjóðsögum. Útgáfur frásagnanna eru mismunandi, en þó er sumt sammerkt með þeim öllum. Herdís bjó í Herdísarvík […]

Bessastaðir á Álftanesi – Kristján Eldjárn

Í Tímanum árið er sagt frá göngu blaðamanns með dr. Kristjáni Eldjárn um land Bessastaða: „Bessastaðir á Álftanesi… Þeir hafa verið stjórnarsetur, kirkjustaður og skólajörð, prentsmiðjupláss með bóka- og blaðaútgáfu. Þeir hafa verið í eign fræðimanna og skálda, eins og Snorra Sturlusonar og Gríms Thomsen. Þar hafa setið landstjórnarmenn og fyrirmenn eins og höfuðsmenn og […]

Húsagerð á Íslandi

Tiltölulega fáar bæjartóftir hafa verið rannsakaðar á Íslandi og því er erfitt að fullyrða um það hvernig þróun húsagerðar hefur verið. Víst er þó að hún þróaðist frá einföldum húsum til flóknari húsa. Landnámsmenn reistu sér skála með svipuðu lagi og þekktust í Noregi og á Suðureyjum líkt á sjá má á lagi landnámsskálans í […]

Brekkurétt – Vogaréttir – Kristjánstangarétt – Brunnastaðarétt og Grænuborgarrétt á Vatnsleysuströnd

Þegar FERLIR reyndi að leita upplýsinga um fjárrétt undir Stapanum kom upp „Brekkurétt„. Ljóst er að réttin var þarna, neðan við Stapabúð og að sú búð lagðist í eyði á undan Brekkubænum þar skammt austar. Réttarinnar er hvorki getið í Örnefnalýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Stóru-Voga né í umfjöllun Sunnudagsblaðs Tímans 1964 um helstu minjastaði vestan […]

Finnsstaðir

Norðan Vífilsstaðavatns eru rústir á lágum hól; Finnsstekkur. Í örnefnalýsingum er einnig getið um Hálshús og Finnstaði. Þessar tóftir eru „þegar farið er inn með Vífilsstaðavatni. Er þá komið í vog eða krika, sem nefnist Hálshúsakriki. Hafa Hálshús verið þarna nálægt. Þarna eru rústir á lágum hól, nefnist þar Finnstekkur (ÖS-GS). Stekkur var í eina […]

Komið á Kóngsnes

Eftirfarandi viðtal við Gísla Sigurðsson birtist í Þjóðviljanum árið 1967: „Mig grunar að fjöldi Reykvíkinga viti lítið um Álftanes, annað en að þar situr forseti íslenzka lýðveldisins og að áður fyrr sátu á Bessastöðum óvinsælir útlendir umboðsmenn hans hátignar danakóngs. En sagan um Álftanesið er ekki einungis sagan um kóngsins menn og kúgara, heldur líka […]

Urriðakot – horfin tíð

„Tún og tóftir eyðibýlisins „Urriðakots“ þekkja margir sem þarna eiga leið um, en eðlilega er saga býlisins minna kunn. Til að bæta nokkuð úr því fer hér á eftir lýsing á mannlífi í Urriðakoti á meðan það var og hét. Um er að ræða hluta úr lengri ritgerð um þetta svæði, sbr. eftirmála. Tölur í […]