Entries by Ómar

Dalurinn – Hellishraunsskjól I

Fornt fjárskjól, Hellishraunsskjól, er í gróinni lægð í Hellishrauni við Ásflatir milli Hamraness og Ásfjalls. Tvö önnur slík skjól, Grófarhellir og Grísanesskjól, eru í nágrenninu: Í Örnefnalýsinu Ara Gísasonar um Ás segir m.a.:  „Þá fer að nálgast jafnsléttuna, og taka þar við Ásflatir. Þær eru fyrir botni dals þess, er myndast milli Grísaness og Hamraness.“ […]

Sængurkonuhellir III – Herdísarvík

Ætlunin var að reyna að finna svonefndan Sængurkonuhelli þann er Lárus Kristmundsson frá Stakkavík lýsti aðspurður í viðtali fyrir nokkrum árum. Í örnefnalýsingum af svæðinu mun vera annar samnefndur hellir í nokkurra hundruð metra fjarlægð, en huldufólkssagan hér að framan hefur ekki verið eignuð honum. Gæti þarna annað hvort einhverju hafa verið hnikað til eða nytsemdarhellarnir […]

Staðarstekkur – Vatnsleysustekkur – Vatnaborg – letursteinn v/S-Vatnsleysu

Gengið var að Staðarstekk uppi á Strandarheiði, yfir að Vatnsleysustekk og síðan upp að Vatnaborg. Eftir að hafa skoðað borgina og vatnsstæðið, sem hún dregur nafn sitt af, var haldið niður að Stóru-Vatnsleysu og letursteinninn þar í túninu barinn augum. Staðarstekkur er norðan við Staðarborgina á Strandarheiði. Væntanlega hefur þarna verið um heimastekk að ræða. […]

Eyrarvegur – Sloki – byrgi – garðar – Klöpp

Gengið var um Slokahraun eftir svonefndum Eyrarvegi er náði frá vesturtúngarðinum á Hrauni og með ströndinni út í Þórkötlustaðanes. Sigurður Gíslason á Hrauni, sem nú er orðinn blindur að mestu, lýsti leiðinni nákvæmlega áður en lagt var af stað. Með í för var sonur hans, Gísli Sigurðsson. Að sögn Sigurðar lá Eyrarvegur austan við svonefndar […]

S-ið – hellir í Núpshlíð

Haldið var í S-ið, helli í Núpshlíð, upptökum Ögmundarhrauns í vestri. Ekki er langt síðan að sást niður í myrkur um þröngt gat á hálsinum. Snjór var í botninum, en hvergi veggi að sjá. Nú var stigi með í för og var ætlunin að fara niður um opið og kanna innihaldið. Björn Hróarsson, hellafræðingur nr. […]

Gvendarvör – byrgi – garðar

Gengið var um svæðið á ströndinni austan Ísólfsskála í fylgd Jóns Guðmundssonar frá Ísólfsskála (1921). Jón fræddi þátttakendur um örnefni á svæðinu sem og notagildi strandarinnar og mannvirkja, sem standa þarna skammt ofan við hana. Skálavör, stundum nefnd Bótin eða Börubót, er neðan við Ísólfsskála. Austar er Gvendarvörin, Trantar og Hattvík yst. Rangargjögur er skammt […]

Álagablettur við Suðurkot – Árni Óla

Í „Strönd og Vogar“ getur Árni Óla um „Álagablett“ við Suðurkot í Brunnastaðahverfi á vatnsleysuströnd: „Í túni eystri hálflendunnar í Suðurkoti í Brunnastaðahverfi er stór hóll, sem kallaður er Þerrir. Honum fylgdi sú sögn, að þar ætti álfar heima, og þess vegna mætti aldrei slá hólkollinn. Ef það var gert, átti bóndinn að verða fyrir […]

Skansinn – Bessastaðastofa – fallbyssuskot og fallbyssur

Fyrir tæplega hálfri öld (um 1960) var Gísli I. Þorsteinsson (f. 1952) á ferð um norðanvert Álftanes með föður sínum, Þorsteini Einarssyni. Gísli var þá á tíunda ári. Þeir feðgar voru m.a. að skoða fuglalífið í fjörunni við Seyluna. Þeir gengu um Dugguós. Þegar þeir komu út að Skansinum og voru á gangi yfir útveggi […]

Undirhlíðar I

Gengið var frá Vatnsskarði til norðurs með vestanverðum Undirhlíðum, áleiðis að Kaldárseli. Undirhlíðar og Sveifluháls mætast í Vatnsskarðinu. Fylgt var nokkurn veginn gömlu þjóðleiðinni, Undirhlíðarvegi, sem lá frá Krýsuvík að Kaldárseli vestan við Sveifluháls og Undirhlíðar. Haldið var inn með hlíðunum eftir slóða, sem liggur með þeim að Bláfjallavegi um Óbrinnisbruna. Markrakagil er á hægri hönd. […]

Langhóll – Langihryggur – flugvélaflök

Gengið var frá Móklettum vestan Lyngfells við Ísólfsskála. Ætlunin var að skoða leifar flugvéla er fórust í norðanverðu og austanverðu Fagradalsfjalli árið 1941. Í þessum slysum létust 14 menn, en 11 lifðu annað óhappið af. Fyrra slysið varð 24. apríl, en hið síðara 2. nóvember. Stefnan var tekin norður yfir Efra-Borgarhraun með mörkum Beinavarðahrauns með […]