Entries by Ómar

Nýfundinn rúnasteinn á Hvalsnesi

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1908 fjallar Matthías Þórðarson m.a. um nýfundinn rúnastein á Hvalsnesi undir framangeindri fyrirsögn (Nýfundinn rúnasteinn á Hvalsnesi). Í dag er ekki vitað um rúnastein á Hvalsnesi. Hvar er þá þessi merkilegi steinn sem fyrrverandi þjóðminjavörður taldi ástæðu til að geta sérstaklega um í árbókinni? „Á skrásetningarferð minni um Suðurnes í […]

Keflavík – höfnin – Grófin

Gengið var frá höfninni í Keflavík neðan við Stekkjarhamar sunnan Vatnsness yfir að Grófinni, fæðingarbletti hins gamla bæjarhluta og rót byggðarinnar norðan Njarðvíkur. Mikil verslun var stunduð í Keflavík sem gerði hana með tímanum að stærsta þorpinu á Suðurnesjum. Höfuðstaður svæðisins var þó eftir sem áður í Grindavík á sunnanverðu nesinu þar sem fólkið átti […]

Krýsuvíkurengjar

Heimabæirnir í Krýsuvík áttu m.a. slægjulönd á Vestur- og Austurengjum. Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1987 segir m.a.: „Í Jarðabók sinni, telja þeir Arni Magnússon og Páll Vídalín, að árið 1703 hafi 7 af hjáleigunum verið byggðar og er þá tvíbýli í Stóra-Nýjabæ. Þá geta þeir og þess, að Krýsuvíkin sé eign dómkirkjunnar í Skálholti og […]

Minningar – Friðrik Bjarnason

Í blaðinu „Akranesi“ árið 1956, skrifar Friðrik Bjarnason um „Minningar“ sínar um allt og nánast ekki neitt. Hvað Garðahrepp og Hafnarfjörð varðar eru þær flestar því miður fánýtar í ljósi staðreynda sögunnar, en þær eru þó ekki alveg allar alvitlausar. Það er ávallt fróðlegt að sjá hvað öðrum finnst um hitt og þetta. Skoðum nokkrar […]

Ögmundarhraun – eldfjallaferð

Gengið var upp frá Ísólfsskálavegi eftir gamalli götu að gígaröð þeirri er hluti Ögmundarhrauns kom úr haustið 1151. Síðan var formfagurri gígaröðinni fylgt til efsta gígsins í þeim hluta. Í henni er m.a. að finna fjárskjól með miklum hleðslum, bæði fyrir og inni. Sennilega hefur hann þjónað Þórkötlustaðaseli á og meðan var í notkun þar skammt […]

Svipast um á Suðurnesjum II – Glampar af Góusól

Birgir Kjaran skrifaði þrjár greinar í Lesbók MBl árið 1960 um Suðurnes, einkum þó Grindavík og nágrenni. Fyrsta greinin birtist í apríl. Í grein II segir m.a.: „Eftir því sem við nálgumst Stað fer  samtalið að snúast meira um bóndann þar. Gamalíel heitir hann Jónsson, nefndur Manni… Ég hef hitt hann einu sinni áður. Það […]

Svipast um á Suðurnesjum I – Að morgni konudags

Birgir Kjaran skrifaði þrjár greinar í Lesbók MBl, „Svipast um á Suðurnesjum„, árið 1960 um Suðurnes, einkum þó Grindavík og nágrenni. Fyrsta greinin birtist 3. apríl. Í henni segir m.a.: Á Reykjanessvæðinu hefur íslensk náttúra beðið tvo ósigra. Annar þeirra er eyðing hreindýranna. Hinn var sýnu ferlegri. Það var útrýming geirfuglsins af yfirborði jarðar. En […]

Járngerðarstaðir – Tyrkjaránið

Gengið var um vesturhluta Járngerðarstaðahverfis, milli Fornuvarar og bæjanna ofan sjárvargötunnar. Ætlunin var að upplifa komu Tyrkjanna þangað sumarið 1627. Áður hefur verið lýst hvernig aðdragandinn var að komu Tyrkjanna utan við leguna, hvernig þeir reyndu að blekkja Danina, sem réru á móti þeim og hvernig þeir sóttu að heimamönnum og gestum þeirra. Nú var […]

Fornleifar og ritheimildir

Nauðsynlegt er fyrir fornleifafræðinga og aðra fræðimenn að vita hvaða ritaðar heimildir fjalla um fornleifar. Um er að ræða bæði beinar heimildir og óbeinar. Beinar heimildir eru t.a.m. hvers konar lýsingar á fornleifum og staðsetningu þeirra, textar sem gagngert fjalla um fornleifar, s.s. Fornleifaskýrslur, Corographia Árna Magnússonar, óprentaðar ritgerðir Jóns Grunnvíkings, prestaskýrslur frá 1817 (sem […]

Tyrkjaránið II

Fimm skip frá Algeirs komu hingað til lands sumarið 1627. Tilgangur áhafnarinnar var að ræna verðmætum og hneppa fólk í þrældóm. Skipin urðu viðskila sunnan við land vegna veðurs. Tvö fóru til Grindavíkur þar sem um 20 manns var hertekinn, þar af nokkrir Danir, og tvö fóru til Austfjarða þar sem rúmlega hundrað manns var […]