Entries by Ómar

Húshólmi – Ögmundarstígur

Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi safnaði og ritaði m.a. um gömlu Krýsuvík, Húshólma og Ögmundarhraun. Skrifin birtust í „Úr Tillaga til alþýðlegra fornfræða“ (bls. 101-102), sem Menningar- og fræðslusamband alþýðu gaf út 1953. Þau eru eftirfarandi: “Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af, að eldur kom upp í fjöllunum […]

Tyrkjaránið I

Kristinn Kristjánsson fjallar um ógnaratburðina í Grindavík og annars staðar á landinu árið 1627 í Íslenskar bókmennir 1550-1900, bls. 31-32. Þar segir m.a.: “Sjórán hafa löngum verið talin arðbær en áhættusamur atvinnuvegur. Á öldum áður tíðkaðist að ríki styddu við bakið á sjóræningjum eða gæfu þeim leyfi til þess að stunda sjórán og tóku þá […]

Hrakningar á Mosfellsheiði fyrir einni öld – Sunnudagsblaðið 1957

Í Sunnudagsblaðinu árið 1957 er sagt frá „Hrakningum á Mosfellsheiði fyrir einni öld„: „Fyrir réttum hundrað árum, eða 6. marz 1857, lögðu fjórtán menn upp á Mosfellsheiði frá Þingvöllum og Vatnskoti og ætluðu þeir til sjóróðra hér syðra. Þegar þeir höfðu skammt farið skall á stórhríð, og urðu sex af mönnum þessum úti, en hinir […]

Ögmundarhraun – aldur I – Sveinbjörn Rafnsson

Sveinbjörn Rafnsson skrifaði um aldur Ögmundarhrauns í afmælisrit helgað Sigurði Þórarinssyni, jarðfræðingi. Greinin birtist í bókinni “Eldur er úr norðri”, sem gefin var út árið 1982. Eftirfarandi er úr greininni: “Nóg er af eldstöðvum og hraunum á Reykjanesskaganum. Þessi gróðursnauði og eldbrunni skagi hefur þó lengst af verið þéttsetinn fólki frá því að land byggðist. […]

Dugguósmýri – jarðbrú

Jón Svanþórsson hefur verið óþreytandi að kanna gamlar götur og leiðir austan Reykjavíkur. Hér grandskoðar hann Elliðakotsmýrina. „Leiðin liggur frá Elliðakoti yfir Túnholtið og niður með stakan malarhól á hægri hönd sem Einbúi heitir og þaðan að Gudduósi (eins og Karl Norðdahl á Hólmi kallar hann, eða Dugguósi, eins og Tryggvi Einarsson í Miðdal vill […]

Selvogsheiði vestanverð – Hlíðargata – Selhellar

Lengi hefur verið leitað að Selhellum í Selvogi. Ekki hefur verið vitað um staðsetningu þeirra, en í örnefnalýsingu fyrir Hlíð í Selvogi segir m.a.: „Hlíðarsel – heimild um sel – …suður frá [Selvogs]réttunum eru Selbrekkur. Þar á að hafa verið sel frá Hlíð eða Hlíðarsel; ber þó ekki öllum saman. Við Selbrekkur eru Stekkjardældir.“ Sel […]

Krýsuvík – kvartanir til Landsnefndar 1771

Eftirfarandi fróðleikur barst frá einum FERLIRsfélaganna: „Rakst á meðfylgjandi bréf frá hjáleigubændum í Krýsuvík um daginn og datt í hug að þið hefðuð gaman að. Bréfin eru til Landsnefndarinnar fyrir sem starfaði hér á landi á árunum 1770-1771 en þá gafst landsmönnum tækifæri á að skrifa til konungs eða embættismanna hans milliliðalaust (þ.e. án aðkomu […]

Jamestown – Skúli Magnússon o.fl.

Í Sjómannablaðinu Víkingur 1973 er fjallar Skúli Magnússon um „Skipsstrand við Básenda árið 1881„: „Flestir hafa hugmynd um að strönd Reykjanesskaga er mjög skerjótt og hættuleg skipum. Þau hafa ekki svo fá farist við þessa strönd þar sem úthafsaldan brotnar án afláts. Hér á eftir mun fara frásögn af einu skipsstrandinu er átti sér stað […]

Kolviðarhóll – reimleikar

„Elzta draugasagan, sem nú mun þekkjast frá sæluhúsinu við Húsmúlann, er meira en tvö hundruð ára gömul. Hún segir frá viðskiptum Eiríks í Haga í Eystrihrepp við draugana í sæluhúsinu, en Eiríkur var bóndi í Haga um og eftir aldamótin 1700, en andaðist gamall nálægt miðju átjándu aldar. Brynjólfur Jónsson frá Minna-Núpi ritaði sagnir um […]

Þorbjarnarfell – Gyltustígur – Þjófagjá

Gengið var upp úr Klifhólahrauni á Þorbjarnarfell að suðvestanverðu um svonefndan Gyltustíg og upp á vesturöxlina. Af henni er fallegt útsýni yfir Illahraun og Bláa lónið. Móbergshamrar eru undir og sjá má fýlinn fljúgja með brúninni. Haldið var áfram til norðausturs með norðuröxl fjallsins að vestanverðu og síðan beygt til hægri handan vesturbrúnar misgengisins, sem […]