Entries by Ómar

Auðnar – Þórustaðir – Kálfatjörn – kotin

Gengið var frá Auðnum um Þórustaði og kotin í kringum Kálfatjörn skoðuð. Til hliðsjónar á göngunni var höfð bók Jóns Thorarensens frá Kotvogi, Litla skinnið. Í henni er ljóslifandi frásögn og lýsing Kristleifs Þorsteinssonar árið 1938 frá verinu, sjávarútvegi á Vatnsleysuströnd um 1880 og mannlífinu þar á þeim tíma. Hann lýsir auk þess bæjunum og […]

Jón Baldvinsson strandar við Reykjanes

Í Fálkanum 1955 er eftirfarandi frásögn af strandi togarand Jóns Baldvinssonar við Hrafnkelsstaðabergi á Reykjanesi: „Aðfaranótt fimmtudagsins 31. mars [1955] strandaði togarinn Jón Baldvinsson við Reykjanes og gjöreyðilagðist. Björgunarsveit slysavarnardeildarinnar „Þorbjörns“ í Grindavík bjargaði allri áhöfn skipsins, 42 mönnum. Með þessu er enn á ný höggvið skarð í hinn íslenska togaraflota á þessum vetri, þó […]

Lágaskarðsvegur – Lákastígur

Gengið var yfir Eldborgarhraun eftir Lágaskarðsvegi gegnt Raufarhólshelli, norður með Lönguhlíð, inn á Selstíg, upp í Sandali og á Eldborg undir Meitlum, um Lágaskarð milli Litla-Meitils og Stóra-Sandfells og um Lákastíg austan Stóra-Meitils um Stóradal að Hveradölum. Þessi fyrrum fjölfarni vegur var nefndur Lágaskarðsvegur. Gatnamót eru undir Lönguhlíð þar sem Selstígurinn liggur af honum suður […]

Kaldársel – letursteinar

Farið var með Þórarni Björnssyni um Kaldársel, en hann er að vinna að bók um sögu staðarins. Þórarinn sýndi þátttakendum það sem hann hafði grafið upp um  staðinn og FERLIRsfólk sýndi honum annað, s.s. Gvendarsel undir Gvendarselshæð, fjárhellana norðan við Borgarstand, Nátthagann í Nátthaga, Þorsteinshelli vestan Selgjár o.fl. Þórarinn benti m.a. á letursteinana við Kaldá, en […]

Svartálfadans í Grindavík – Jóhann Pétursson

Jóhann Pétursson bjó um tíma í Þórshamri á Þórkötlustaðanesi. Að sögn heimamanna, sem muna þá tíma, virtist hann rammur að afli, en undarlegur í háttum. Orðrómur gekk m.a. um að hann hafi sést standa ofan sjávarkambsins mót strekkingsvindi og hvitfyssandi ölduróti, baðandi formælandi út öllum öngum. Í bók Pjeturs Hafsteins Lárussonar „Frá liðnum tímum og […]

Vatnsleysustrandarhreppur – hverfin II

Hér verður fjallað um hverfin í „Vatnsleysustrandarhreppi„.  Sögulegt efnið er fengið úr skýrslu Óbyggðanefndar frá árinu 2004 eftir úrskurð nefndarinnar um eignarhald á jörðum í hreppnum. Taka ber það með fyrirvara. Landakot Samkvæmt fógetareikningum frá 1547 – 1548 var Landakot í eigu Viðeyjarklausturs. Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns segir um Landakot árið 1703: „Landakot […]

Bergmyndun Reykjanesskagans

Eftirfarandi grein Páls Imslands, „Úr þróunarsögu jarðskorpunnar við sunnanverðan Faxaflóa – sprungumyndunarsaga„, birtist í Náttúrufræðingnum árið 1985: „Kenningin um landrek og tilurð jarðskorpu á gliðnandi plötumótum, gerir betur grein fyrir myndun, þróun og ástandi íslensku jarðskorpunnar en nokkurt annað tiltækt hugmyndakerfi. Það sem hér verður útlistað um almennt jarðfræðilegt ástand og þróun skorpunnar á Suðvesturlandi […]

Háibjalli – Vogaheiði

Gengið var um svæðið ofan við Voga á Vatnsleysuströnd – ofan Reykjanesbrautar. Ekki var ætlunin að skoða hinar fjölmörgu minjar á svæðinu heldur að skoða þau merkilegu jarðfræðifyrirbæri, sem þar eru; flekaskilin (landrekið/höggunina) og misgengin. Eins og kunnugt er stendur landið á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans […]

Landrek – misgengi

Gengið var um svæðið ofan við Voga á Vatnsleysuströnd – ofan Reykjanesbrautar. Ekki var ætlunin að skoða hinar fjölmörgu minjar á svæðinu heldur að skoða þau merkilegu jarðfræðifyrirbæri, sem þar eru; flekaskilin (landrekið/höggunina) og misgengin. Eins og kunnugt er stendur landið á Reykjaneshryggnum, sem er úthafshryggur, á mótum tveggja jarðskorpufleka, Evrasíuflekans í austri og Ameríkuflekans […]

Vertíð í Grindavík

Í bókinni „Frjálsa glaða líf“ lýsir Guðmundur Bjarnason fyrrum bóndi í Innri-Lambadal í Dýrafirði, vertíðum í Grindavík, nánar tiltekið á Þórkötlustaðanesi. Hér er útdráttur úr frásögn hans: „Eftir áramótin 1933-1934 fór ég suður í atvinnuleit…“ Í Reykjavík hitti hann Guðjón Jónsson [í Höfn, faðir Péturs] frá Grindavík. Hann réði Guðmund sem vertíðarmann. Fjórar vertíðir hjá […]