Auðnar – Þórustaðir – Kálfatjörn – kotin
Gengið var frá Auðnum um Þórustaði og kotin í kringum Kálfatjörn skoðuð. Til hliðsjónar á göngunni var höfð bók Jóns Thorarensens frá Kotvogi, Litla skinnið. Í henni er ljóslifandi frásögn og lýsing Kristleifs Þorsteinssonar árið 1938 frá verinu, sjávarútvegi á Vatnsleysuströnd um 1880 og mannlífinu þar á þeim tíma. Hann lýsir auk þess bæjunum og […]