Entries by Ómar

Hræ af hrúti

Göngufólk rakst nýlega (apríl 2010) á dauðann hrút á ferð um Berghraun vestan við Grindavík. Hræið virtist hafa legið þarna um skamma hríð. Afturfæturnir voru bundnir saman, líklega vegna þess að þá er auðveldara að færa hann úr stað. Eflaust er til haldgóð skýring á tilvist hrútsins þarna í hrauninu en eigandinn gæti þekkt hann á eyrnarmerkinu, […]

Sandgerðissel

Athygli FERLIRs hafði fyrir nokkrum árum verið vakin á svonefndri „Grænulaut“ ofan við Sandgerði. Sá, sem það gerði, sagðist hafa leikið sér þar sem barn. Eftirtektarvert hefði verið að svæði í lautinni, sem raunar er aflíðandi breitt gróið gil, hefði jafnan grænkað fyrr á vorin en önnur svæði í nágrenninu. Lýsingin vakti strax forvitni því […]

Rauðavatnsstöðin – sögubrot af vandaðri girðingu

„Kveikjan að þessari frásögn er grein Sigurðar G. Tómassonar í síðasta Skógræktarriti. Árið 2007 var gerð úttekt á skerðingarsvæði Suðurlandsvegar við Rauðavatn vegna fyrirhugaðrar breikkunar vegarins þar. Í framhaldi af henni vakti úttektarmaður athygli á leifum girðingar sem þar væru að finna og gerði m.a. Landbúnaðarsafni Íslands á Hvanneyri viðvart um minjar þessar. Þann 11. […]

Dysjar – sagan

Eftirfarandi fróðleik um Dysjar má finna í fornleifaskráningu Þjóðminjasafnsins í Garðahverfi árið 2003: „Dysjar eru nefndar meðal Garðakirkjujarða í máldögum þegar árin 1397  og 1477 , í Jarðaskrá kirkjunnar 1565 með ábúandann Jón Markússon  og í Gíslamáldaga 1570. Skv. Jarðabók Árna og Páls var þetta lögbýli í eigu Garða og árið 1703 bjó ekkjan Valgerður […]

Aukinn áhugi á verndun Reykjanesskagans…

Reykjanesskaginn býr yfir einstakri fjölbreytni og fegurð, sem nauðsynlegt er að varðveita í nútíð og framtíð. Þrátt fyrir næsta nágrenni við þéttbýlasta svæði landsins, býður svæðið ferðamanninum upp á töfra öræfakyrrðar. Á það ekki síst við dalina norður af Ísólfsskála, hálsana er ganga þvert á skagann, hverasvæðin í Krýsuvík, ósnert Brennisteinsfjöllin fjölmarga hraunhella sem og […]

Upphaf 16. aldar

Þessi fjöllótta eyja er stirðnuð af sífelldu frosti og snjó. Rétt nafn hennar er Ísland, en nefnist Thile á latínu. Hún liggur óralangt í norðvestur frá Bretlandi. Þar eru lengstir dagar sagðir 22 sólarstundir eða lengri og að sama skapi eru nætur stuttar sökum fjarlægðar hennar frá jafndægrabaug, en hún telst allra (landa) fjarlægust honm. […]

Hraunssel við Núpshlíðarháls – Núpshlíðarhorn – gígar

Gengið var norður með vestanverðum Núpshlíðarhálsi og upp í Hraunssel neðan við Þrengslin. Eftir að hafa skoðað selstóftirnar var gengið á hálsinn og honum fylgt niður að gígaröð syðst á honum austanverðum. Um er að ræða mjög fallega gíga, myndarlegar hraunæðar og hrauntraðir í hlíðinni neðanverðri. Vestan undir sunnanverðu Núpshlíðarhorni var, að sögn Jóns Jónssonar, […]

Þóroddstaðir – Suðurferðavegur / Skógargata

Að Hjalla í Ölfusi er Ólafskirkja, kennd við Ólaf helga Noregskonung. Núverandi kirkja er byggð 1928. Talið er að kirkja hafi staðið á Hjalla í Ölfusi frá um 1000, trúlega alltaf á sama staðnum, nema e.t.v. í upphafi. Hjalli í Ölfusi kemur mjög við sögu kristnitökunnar því að þar bjuggu þeir feðgar Þóroddur Eyvindsson goði […]

Sjómennska í Grindavík – Jón. Ó. Ísberg

Í Ægi 1985 fjallar Jón Ó. Ísberg um „Sjómennsku í Grindavík„: Veiðar „Eitthvað er það á reiki í gömlum heimildum hvenær vetrarvertíð átti að hefjast, en samkvæmt úrskurði lögréttumanna á Alþingi 1578, skyldi vetrarvertíð eigi byrja síðar en á Pálsmessu þ.e. 25. jan. Í Píningsdómi 1490 segir að vetrarvertíð skuli lokið á föstudegi þegar níu […]

Camp Lambton

Ýmsar herminjar eru í landi Sólvalla og Reykjalundar í Mosfellsbæ. Raunar er aðeins einn braggi enn þá uppistandandi en auk hans má sjá 31 vel varðveitta braggagrunna, bílagryfju, vatnsból og veg. Braggarnir tilheyrðu Camp Lambton Park sem var eitt fjölmargra braggahverfa sem komið var upp í Mosfellssveit fljótlega eftir komu hersins til Íslands árið 1940. […]