Entries by Ómar

Skógarstæðið í Víðistöðum – Lýðveldislundur

Sú klausa er hér fer á eftir stendur í blaðinu Fjallkonan 19. júní 1908: „Hafnfirðingar höfðu það til hátíðarbrigðis á afmælisdag Jóns Sigurðssonar að stofna hjá sér ungmennafélag. Hlaut það nafnið Ungmennafélagið 17. júní. Framkvæmdahugur var mikill í félagsmönnum, enda margvísleg mál er ungmennafélög hafa á stefnuskrá sinni. Þar á meðal að klæða landið skógi. […]

Örnefni í Þingvallahrauni – Ásgeir Jónason

Árbók Hins íslenska fornleifafélags, 01.01.1973, Örnefni í Þingvallahrauni, bls. 147-160. Örnefni í Þingvallahrauni Fyrsti kafli „Það, sem venjulega er nefnt Þingvallahraun, takmarkast að austan af Hrafnagjá, að norðaustan af Mjóafellshraunum og Ármannsfelli, að norðvestan af Almannagjá og að suðvestan af Þingvallavatni. Hallstígur er syðst á Hrafnagjá, skammt fyrir norðan Arnarfellsenda. Þaðan og inn í Hallvík […]

Örnefni á Mosfellsheiði – Hjörtur Björnsson

Í Árbók Hins íslenska fornleifafélags 1973 er grein um „Örnefni á Mosfellsheiði“ eftir Hjört Björnsson: Örnefni á Mosfellsheiði „Síðan hinn nýi vegur yfir Mosfellsheiði var lagður, fyrir Alþingishátíðina 1930, má svo heita, að ferðir um gamla veginn, sem lagður var nokkru fyrir síðustu aldamót, hafi lagzt niður. Vilja örnefni týnast og falla í gleymsku á […]

Gráhelluhraun – skógrækt

Á vef Skógræktarfélags Hafnarfjarðar má lesa eftirfarandi um „Skógrækt í Gráhelluhrauni„: Fyrsta verk stjórnar eftir að Skógræktarfélag Hafnarfjarðar var stofnað haustið 1946 var að útvega hentugt land til skógræktar. Upphaflega hugmyndin var að hefja trjárækt í örfoka brekkunum norðan Hvaleyrarvatns, en vegna kulda vorið 1947 var leitað að skjólsælla svæði. Forvígismenn félagsins töldu nyrsta hluta […]

Flensborgarhöfn – skilti

Á upplýsingaskilti við Smábátabryggjuna, „Flensborgarhöfnina„, í Hafnarfirði má lesa eftirfarandi texta um Hansabæinn Hafnarfjörð: „Hið svokallaða Hansasamband var stofnað í Lübeck í Þýskalandi á 13 öld og var bandalag kaupmanna í verslunargildum borga í Norður- og Vestur-Evrópu. Lübeck var á þessum tíma mjög öflug verslunarborg og útskipurnarhöfn inn á Eystrasaltið eftir að elsti skipaskurður Evrópu […]

Sveifluháls og nágrenni – Þorvaldur Thoroddsen

Þorvaldur Thoroddsen skrifaði um „Ferðir um Suðurland sumarið 1883„. Skrifin birtust m.a. í Andvara 1884: „Frá Geitahlíðarenda og vestur að Ögmundarhrauni er hraunlaus kafli og er það fásjeð á Reykjanesi. Þetta hraunlausa svæði nær frá Kleyfarvatni suður í sjó milli Sveifluháls og Lönguhlíðarfjallanna, en undir eins og Sveifluháls sleppur, taka við eilíf brunahraun. Í Geitahlíð, […]

Hugsað til Viðeyjar – Ingólfur Davíðsson

Í Tímanum 1986 er umfjöllun Ingólfs Davíðssonar; „Hugsað til Viðeyjar„: „“Víkur hann sér í Viðeyjarklaustur, víða eg trúi hann svamli sá gamli“. Svo kvað Jón biskup Arason árið 1550. Langt er síðan munkar gengu þar um garða, en um skeið var Viðeyjarklaustur eitt hið auðugasta á Íslandi og átti jarðeignir miklar. Skúli Magnússon landfógeti, sem […]

Tuttugu og fimm ára afmæli bifreiðalaga á Íslandi

Í Fálkanum 1939 er grein sem fjallar um „Tuttugu og fimm ára afmæli bifreiðalaga á Íslandi„: „Öldum saman bjuggu Íslendingar við seinagang á sjó og landi. Vindar loftins rjeðu einfarið, hvort fleytunum við strendur landsins miðaði áfram eða aftur á bak. Karlmenni með lúnar og sigggrónar hendur sátu í hverju rúmi og tóku seigdrepandi barning […]

Viðey – áletranir

Í Morgunblaðinu árið 1990 er grein um Viðey. Í henni er kafli undir fyrirsögninni „Ástarsaga afhjúpuð?“ Fjallað er um þrjá letursteina  vestan í eynni sunnan við svonefndan Hulduhól. Ein áletrunin á svonefndum Dvergasteini og önnur á klöpp við Nautahúsin. „Fundist hafa áletranir frá fyrrihluta síðustu aldar á jarðföstum steinum á vesturhluta Viðeyjar og voru nokkrar […]

Litadýrð í leyni – Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson

Í Fréttablaðinu árið 2020 fjalla þeir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson um „Litadýrð“ Soganna og nágrennis: „Stundum er leitað langt yfir skammt þegar kemur að náttúruperlum. Á Reykjanesi, við dyragætt höfuðborgarinnar, er fjöldi spennandi útivistarsvæða sem eru mörgum lítt kunn og ennþá færri hafa heimsótt. Eitt þeirra er sérkennilegt háhitasvæði upp af Höskuldarvöllum, ekki […]