Rjúpnadyngjuhraun

Í sérprentun úr Árbók Ferðafélags Íslands 1985 fjallar Jón Jónsson jarðfræðingur um “Jarðsögu svæðisins milli Selvogsgötu og Þrengsla”.
Efnið er hið fróðlegasta um mótunarsögu landsins. Þar segir Eyram.a. um Rjúpnadyngju: “Í þessum hraunupptökum er fátt um venjuleg einkenni gígs. Á sléttunni vestanverðri er kringlótt niðurfall um 60 m í þvermál og 4-6 m djúpt. Lítið eitt norðar eru tveir lágir gjallhólar. Líklegt þykir að niðurfallið sé yfir uppstreymisrás hraunsins.
Allt landslag þarna í kring er ærið tröllslegt en vel þess virði að grannskoða. Frá eldvarpinu hefur hraun runnið norður og niður í átt að Hjalla, báðum megin við Húsfell, að Kaplatóm, og háa hrauntungan rétt austan við Búrfellsgíginn er hluti af þessu hrauni. Sýnt hefur verið fram á að hraun þetta hefur runnið eftir að norrænt landnám hófst hér á landi.”
Ætlunin var m.a. að finna og skoða hið stóra niðurfall í þessu mikla kargahrauni norðan Stóra-Kóngsfells. Fáir hafa farið um hraunin allt frá því að það síðasta rann fyrir rúmlega 1100 árum. Rjúpnadyngjuhraun hangir hátt yfir höfuðborgarsvæðinu og er í senn bæði stórbrotið í eiginlegri merkingu og greiðfært – ef rétt er að farið.

Eyra

Í sérprentinu segir m.a. um jarðsvæðið um miðjan Reykjanesskagans:
“Eins og getið er í Árbók F.Í. 1984 er næsta ljóst að Reykjanesskagi hefur byggst upp austan frá, eða öllu heldur norðaustan. Hann er því eldri á því svæði en vestar. Aldur yfirborðslaga er minni en 700 þúsund ár. Ofan á eldri myndanir, móberg, grágrýti (forn hraun) og jökulberg, koma hraun sem runnið hafa á nútíma og allt fram á sögulegan tíma.

Sporið

Á það hefur veriðbent að mikil eldvirkni hafi verið á Reykjanesskaga frá ómunatíð og raunar á hann eldvirkninni tilurð sína að þakka. Hún virðist ekki hafa tekið róttækum breytingum í aldanna rás því sams konar eldstöðvar og sams konar bergtegundir er að finna innan gosmyndana frá elstu tímum til dagsins í dag. Ekki verður séð að eldvirknin fari dvínandi né heldur fundin rök fyrir því að svo muni verða í náinni framtíð. Á þessu svæði hafa haldist í hendur eldvirkni og tíðir jarðskjálftar.
BollarEf upptök jarðskjálfta eru færð inn á kort 
kemur í ljós að þau liggja eftir Atlantshafshryggnum endilöngum, eftir gosbeltinu þvert yfir landið og eru sérstaklega áberandi á Reykjanesskaga.
Tvenns konar myndanir eru mest áberandi sem hvor um sig virðist tímabundin. Á nútíma virðist röðin þessi: Fyrstu gosin mynda tiltölulega litla hraunskildi (píkrit-dyngjur), sem lagt hafa til um 4.9% rúmmáls allra hrauna á skaganum. Næst koma stóru hraunskildirnir með um 7.8% og loks yngstu hraunin, sem komin eru úr sprungugosum (gígaröðum) eða einstökum gígum, með um 16.6%. Hraun þekja 1064 km2 eða sem næst 52% af flatarmáli skagans.

Af Grindaskörðum
GrindarskörðÞegar kemur austur fyrir Grindaskörð eru norðurhlíðar fjallsins að mestu huldar nútímahraunum. Á fjallsbrún er hár móbergshnúkur með hraunhettu á kolli og er því myndaður sem stapi. Hraunið er unglegt og enginn efi að þetta er eldstöð frá jökultíma. Á kortum er fellið í heild nefnt Stóri-Bolli, en hér hlýtur að vera um nafnabrengl að ræða. Bollanafnið á vafalaust við stóran gíg sem er norðan í fellinu. Hann er frá nútíma og frá honum eru mikil hraun komin, sem runnið hafa í norður. Af kolli þess hnúks er hið besta útsýni niður yfir hraunflóðin sem fallið hafa út frá fjallinu til beggja hliða, en einkum er útsýnið mikið til norðurs. Frá Stóra-Bolla, sem segja má að sé við rætur fjallsins, hafa mikil hraun runnið norður og breiðst eins og blævængur út frá gígnum. Þau hafa runnið að verulegu leyti í neðanjarðarrásum og hafa þannig skapað fjölda hella. Hraunin ná til Undirhlíða og Helgafells en ekki verður séð hvað þau hafa náð lengra tilnorðurs.
Aðeins vestan við Stóra-Bolla eru Tvíbollar. Það eru tvíburagígir samvaxnir sem hafa gosið snemma á landnámsöld. Grágrýtislög þekja svæðið norðaustar. Ein eldstöð á þessum slóðum gæti komið til greina en hana hef ég nefnt Spor. Það Þríhnúkarer niðurfall sem er um 800×380 m að ummáli og 15-25 m djúpt þar sem dýpst er. Leifar af sjálfum gígnum má óljóst greina miðsvæðis í niðurfallinu en yngri gígaröð með hrauni hefur síðan farið í gegnum það. Það liggur beint við að ætla að grágrýtishraunin næst í kring séu frá þessu eldvarpi, þar á meðal þau er mynda Kristjánsdalahorn.

Þríhnúkar

Þríhnúkar

Þessi eldstöð er næsta sérstæð bæði að útliti og efni. Þarna hefur gosið tvisvar á nútíma. Eins og nafnið bendir til eru hnúkarnir þrír, tveir eru nútímagosmyndanir en einn er úr móbergi og stendur á og er raunar hluti af fjallsbrúninni. Þarna hefur gosið á þrem stöðum en líklega bara tvisvar. Elsta og stærsta eldvarpið er hraundalur, um 450 m langur frá norðaustri til suðvesturs. Breiddin er um 50 m og hann er 8-10 m djúpur eins og hann er núna (sjá síðar). Út frá miðri suðausturhlíð þessa dals gengur eldrás mikil (hrauntraðir) til norðausturs og myndar háan hrygg., Þríhnúkahala, en hraunlænur hafa hér og þar runnið út af og byggt upp bakka hraunárinnar sem þarna er. Loks hefur meginhraunáin beygt þvert til vestur og fallið í bröttum fossi til norðvesturs út af fjallinu. Fyrir neðan fjallið má rekja hraunið vestur fyrir Kristjánsdalahorn og loks kemur það fram við Helgafell og Valahnúka og hefur náð vestur í Mygludali. Þetta hefur verið allmikið hraungos.

Gígar

Í beinni stefnu frá þessum gíg er annar og mjög reglulegur gígur alveg við rætur fjallsins. Hann er skeifulaga, um 150 m í þvermál, og opinn til norðurs. Vegna lögunar hef ég nefnt hann Eyra í dagbókum mínum, en ekki er það nafn staðfest. Hraunið sem hefur runnið frá þessum gíg hverfur strax undir yngri hraun en kemur fram aftur neðar í reglulegum, allháum hrauntanga sem nær niður ínorðanverða Heiðmörk og heitir þar Strípshraun. Ég hallast að þeirri skoðun að Þríhnúkar, þ.e. aðaleldvarpið sem áður er frá greint, og þetta hraun séu í í raun réttri eitt og hið sama og líta beri á þetta sem eina heild.

Stóru-Kóngsfellsgígar

Á fjallsbrún milli þessara eldvarpa er stutt og nokkuð mikið veðruð gígaröð. Einn gíganna er í lögun eins og skjólgarður, sem hallar fram yfir sig, og er að innanverðu úr fagurrauðu samanbræddu gjalli með alls konar furðumyndunum. Frá honum liggur hraunpípa niður hlíðina og má sjá inn í hana á stöku stöðum. Í gígnum er gott skjól fyrir austanátt og þaðan má njóta útsýnis yfir hraunið við Hjalla, Búrfells og yfir þéttbýlið niður við strönd.
Einn Þríhnúka er um 40 m hár og brattur gígur, hlaðinn úr hraunkleprum og slettum. Hann er risavaxinn strompur sem nálgast skal með varúð og ætti raunar að girða af svo hættulegur sem hann er ef ekki er varlega farið. Hann er op mikið (upprunalega hafa þau verið tvö) niður í hina skugglegu undirveröld gosstöðvanna, með ókleifa gígveggi sem halar fram yfir sig. Sagt er að gímaldið sé um 110 m djúpt. Ljóst er að frá þessum gíg hefur hraun runnið inn í eldri gíginn. Það þekur nú botn hans og í upprunalegt útlit hans verður ekki ráðið. Það hefur runnið ofan í hrauntraðirnar miklu, sem áður er getið, og lokað þeim á kafla, runnið svo norður með þeim að vestan og loks fallið í allbreiðum, bröttum fossi vestur af fjallinu, en nær aðeins skammt út á eldra hraunið neðan við hlíðina. Tveir smágígir, sem líklega eru frá sama tíma, eru utan við gígdalinn að sunnanverðu.

Stóra-Kóngsfell og Eldborg

Stóra-Kóngsfell

Stóra-Kóngsfell tilheyrir móbergsfjöllunum og er úr móbergi og bólstrabergi. Það er klofið að endilöngu af tveim sprungum og sú þeirra sem norðar er hefur gosið hrauni. Megingígirnir eru við suðvesturendann á fellinu og eru hinir myndarlegsutu en smágígir teygja sig upp í noðrurhlíð fjallsins. Loks eru þrír smágígir nokkru vestar og slitnir frá aðalgígaröðinni. Hraun hefur runnið til beggja hliða við fellið, önnur kvíslin til norðurs með fellinu að austan. Hraunstraumarnir sameinast norðaustan við fellið og falla svo vestur með fjallinu niður með Kritsjánsdalahorni og skamt vestar fellur hraunið út í Tvíbollahraun, sem er frá sögulegum tíma. Þar með er ljóst að Kóngsfellsgígarnir hafa gosið eftir að landnám hófst og jafnframt að það er yngsta hraunið á þessu vsæði, en nánar er ekki vitað um aldur þess.

Varða

Af Kóngsfelli er útsýni hið besta norðvestur um Faxaflóa og til Snæfellsness, yfir hraunstraum-ana sem liðast hafa niður eftir landinu niður í Heiðmörk og mynda risavaxna keilu sem ber hæst vestan við Bláfjöll. Skammt suðaustan við Stóra-Kóngsfell er annað fell, minna um sig og lægra. Það er almennt kallað Drottning.
GjallhóllAustan megin við Drottningu rís eldstöð með nokkuð sérkennilegu útliti og ber nafnið Eldborg.
Þær munu reyndar vera átta nöfnurnar á Reykjanesskaga. Gosstöðin er sprunga sem í heild er um 1.5 km löng. Sjálfur gígurinn er um 200 m í þvermál og vel 30 m djúpur. Meginhraunið hefur runnið niður með Selfjalli að vestan og niður í Lækjarbotna þar sem það endar í allhárri brún. Önnur álma úr því hefur runnið austur með Rauðhnúkum að norðan og niðurá sléttlendið vestan við Vífilsfell, þar sem það myndar yngstu hrauntunguna. Ekki hefur tekist að grafast fyrir um aldur þessa hrauns, en ljóst er að það er ungt og vel hugsanlegt að það hafi runnið einhvern tíma á fyrstu áratugum Íslandsbyggðar.
Í RjúpnadyngjuhrauniRauðahnúkar eru móbergshryggur vetsur af Bláfjöllum. Norðan í þeim er röð að smágígum. Þar norður af eru Rjúpnadalahnúkar en vetsra Sandfell og loks Selfjall, sem er ofan við Lækjarbotna. Norðan í Selfjalli er grágrýtis-
hnúkur sem gæti verið bergstapi í fornri gosrás. Um skarðið milli Sandfells og Selfjalls hefur hraunið runnið niður í Lækjarbotna og fram á brún Fossvallaklifs norðan Þjóðvegar. Það er úr Strompum.
Norðan undir Rauðuhnúkum og vestan í Vífilsfelli eru fornleg eldvörp. Frá þessum eldvörpum hefur runnið hraun niður á Sandskeið og stendur skáli Svifflugfélagsins á því.

Rjúpnadyngja

Rjúpnadyngjuhraun

Í þessum hraunupptökum er fátt um venjuleg einkenni gígs. Á sléttunni vestanverðri er kringlótt niðurfall um 60 m í þvermál og 4-6 m djúpt. Lítið eitt norðar eru tveir lágir gjallhólar. Líklegt þykir að niðurfallið sé yfir uppstreymisrás hraunsins.
Allt landslag þarna í kring er ærið tröllslegt en vel þess virði að grannskoða. Frá eldvarpinu hefur hraun runnið norður og niður í átt að Hjalla, báðum megin við Húsfell, að Kaplatóm, og háa hrauntungan rétt austan við Búrfellsgíginn er hluti af þessu hrauni. Sýnt hefur verið fram á að hraun þetta hefur runnið eftir að norrænt landnám hófst hér á landi.
[Líklegra er að gígurinn í Rjúpnadyngjuhrauni sé skammt norðaustan við nefndan gíg, þ.e. hæst á hæðinni. Umleikis hann eru gjallhólarnir, sem Jón minnist á. Gígurinn, sem hefur verið dyngja, hefur verið allstór, ekki ósvipaður dyngjunni í Hrútagjárdyngju.]

Hólmshraun
Hraunið er komið úr Eldborginni, sem fyrr er nefnd, og Strompum.  Svo virðist sem þetta hraun sé nokkuð gamalt, þó er það yngra en 4600 ára, og svo eru raunar öll þau fimm hraun sem ganga undor einu nafni Hólmshraun.

Heiðmörk
StrípshraunBergrunnur Heiðmerkursvæðisins er grágrýti, enda þótt nokkurt skilgreiningarspursmál sé hvað telja skal berggrunn. Grágrýtið á þessu svæði er næstum örugglega komið sunnan frá og væntanlega úr eldstöð sem verið hefur einhvers staðar á svæðinu milli sunnanverðra Bláfjalla og Grindarskarða, en líklegt er að nú sé sú eldstöð hulin yngri myndunum. Grágrýtisklappirnar bera ljós merki þess að jökull hafi farið yfir þær á leið sinni niður á láglendi og út á Faxaflóa. Á einstaka stað liggja steinar ofan á klöppunum og komið getur fyrir að finna megin stein þann er rispaði klöppina, en þarna liggja steinar eins og jökullinn skildi við þá fyrir þúsundum ára. Jökulberg sést vel norðan við Búrfellshraun. Jökull síðasta kuldaskeiðs hefur borið stykki af þessu jökulbergi vestur á við og er því fullljóst að það er eldra en frá síðasta jökulskeiði.
RjúpnadyngjuhraunMikil eldvirkni hefur verið í fjöllunum suður af Heiðmörk eftir að ísa leysti af þeim og hefur hún átt drjúgan þátt í að skapa það landslag sem setur mestan svip á þetta svæði. A.m.k. átta mismunandi hraunflóð hafa runnið inn á það svæði sem nú heitir Heiðmörk. Nokkur hafa náð alveg niður á sléttlendið austur af Elliðavatni og runnið þar út á Leitarhraun. Þar með er ljóst að þau eru yngri en það, en um aldur þess er áður getið. Sex hraunanna í Heiðmörk eru því yngri en 4600 ára. Eitt hraunanna í Heiðmörk hefur sérstöðu hvað varðar samsetningu. Það er Strípshraun sem mun komið úr þeim stóra gíg norðaustur af þríhnúkum [Eyra] sem áður er getið. Það hefur runnið beint niður eftir og endar í tanga rétt sunnan við nyrðri veginn austur um Heiðmörk. Hraunstraumar hafa síðan runnið þvert yfir það, þar á meðal tveir sem eru frá sögulegum tíma, nefnilega Rjúpnadyngjuhraun og Kóngsfellshraun. Af því og fleiru má ráða að hraunið sé allgamalt en um aldur þess er ekki að öðru leyti vitað.
RjúpnadyngjuhraunÁður en Leitarhraun rann hefru Elliðavatn líklega verið stærra en síðar varð, en sennilega hafa vötnin verið tvö og úr þeim runnu forn-Elliðaár um skógi vaxinn dal til sævar. Þegar hraunflóðið rann fyllti það vötnin og það mynduðust gervigígar, en meðal þeirra eru Rauðhólar mestir. Vestasti hluti vatnsins slapp þó en hraunið féll fram dalinn til sævar.  Eftir varð Elliðavatn eins og það var frá náttúrunnar hendi áður en árnar voru stíflaðar.

Bláfjöll og Vífilsfell
BláfjöllBláfjöllin eru byggð upp sem stapi, þ.e. hafa hlaðist upp undir jökli og hefur þá myndast bólstraberg, en þegar gosið hafði brætt sig upp í gegnum ísinn rann venjulegt hraun og þakti það sem komið var.
Við norðurenda Bláfjalla er Vífilsfell. Toppur þess er úr móbergstúffi en til norðvesturs út frá honum ganga móbergshnúkar nefndir Arnarþúfur. Svo er að sjá sem þeir séu myndaðir við gos undir jökli og hefur það þá orðið á sprungu sem stefnir norðvestur-suðaustur eða m.ö.o. sem næst hornrétt á hina venjulegu stefnu gígaraða og brota á þessu svæði.
Í framhaldi af Bláfjöllum til suðvesturs eru Vesturásar sem greinilega eru gömul eldstöð og má þar sjá gígtappa og berganga út frá honum. Þessar gosstöðvar eru misgamlar sem sjá má á því að á einum stað liggur gangur inn undir móbergstúff. Virðist gangurinn hafa verið talsvert rofinn þegar móbergið lagðist yfir hann.

Eldborgir – Leiti
Í RjúpnadyngjuhrauniFrá Eldborgunum liggja hraunstraumar með eldrásum (hrauntröðum) austur á við og kallast Svínahraunsbruni. Nyrðri-Eldborg er eitthvað eldri en sú syðri því hraunið frá þeirri syðri hefur runnið út á hitt, en sennilega er að aldursmunur skipti ekki nema dögum eða vikum. Landnámslagið er undir þeim. Af þeim sökum, sem og vegna þess að það hraun sem talið var vera frá jarðeldi þeim sem getið er um í Kristnisögu, hefur reynst vera miklu eldra, sýnist nú nær öruggt að Svínahraunsbruni séu hið raunverulega Kristinitökuhraun og því það fyrsta sem sögu-legar heimildir eru fyrir hér á landi.
Rauðhólar, Tröllabörn og Raufarhólshellir eru í Leitarhrauni sem rann fyrir um 4600 árum. Tröllabörn hafa að sögn verið notuð sem fjárskýli og jafnvel sem sæluhús. Leitarhraun nær um Reykjanesskaga þveran eða sem næst frá hafi til hafs.

Geitafell og Sandfell
RjúpnadyngjuhraunGeitafell er stapi. Austurpartur fjallsins hefur sigið. Sandfell er líklega leifar af eldvarpi frá því seint á jökultíma enda er það að miklu leyti úr ösku.

Krossfjöll – Dimmadalshæð
Austan við Litla-Meitil er Eldborg sú er ranglega hefur verið talin vera frá gosinu sem varð árið 1000 samkvæmt Kristnisögu. Gosstöðin er miklu eldri. Raunar eru eldborgirnar þar tvær og hrauntraðir á milli þeirra. Hraunið sem frá þeim rann hefur að vísu stefnt á “bæ Þórodds goða”, bara nokkrum öldum áður en nokkur Þóroddur tók sér þar bólfestu. Samkvæmt aldursákvörðunum hefur það líklega verið um 175 árum fyrir upphaf okkar tímatals. Eins og áður er getið er líklegt að Svínahraunsbruni sé hið raunverulega Kristnitökuhraun.
Sunnan undir Krossfjöllum er Dimmadalshæð. Í kolli hennar er dalur. Dalurinn er gígur og rásin frá henni hrauntröð sem myndaðist þegar þatna gaus. Hraunið er eldra en Leitarhraun, sem sjá má á því að það hverfur undir það í Torfdal.

Búrfell í Ölfusi
Búrfell er lítill hraunskjöldur með tvo gígi saman í toppi. Hraunið hverfur undir yngri hraun strax neðan við fjallið og sýnir það að langt er nú liðið frá þessu gosi.

Ásar
Hæðin milli Breiðabólstaðar og Litlalands er gosstöð af sömu gerð og Dimmadalshæð og byggð upp á sama hátt. Uppvarpið er hringlaga laut á hæðinni miðri og þaðan hefur hraun streymt til allra átta en fljótt orðið að nema staðar við sjávarhamra sem það hefur hlaðist upp að norðan megin. Þetta hefur verið dæmigert hraungos. Eldvarpið er eldar en Dimmidalur.

Selvogsheiði
SelvogsheiðiAustan við Hlíðarvatn er mjög reglulegur hraunskjöldur með þessu nafni [Hnúkar]. Hér hefur verið um dæmigerð hraungos að ræða. Þau hafa væntanlega orðið snemma á  nútíma og er ekki ólíklegt að þau hafi byrjað meðan sjór náði enn upp að Herdísarvíkurfjalli og Urðarfelli. Sjávarstaða hefur þá verið lægri en síðar varð. Ljóst er að Selvogsheiði er eldri en Heiðin há.
Vestan undir Selvogsheiði eru þrjú eldvörp sem hér er litið á sem aukagígi frá aðaleldvarpinu. Þau eru Vörðufell, Strandarhæð og hraununga sem ég hef til bráðabirgða nefnt Hellishæð sökum þess að út frá henni liggur hraunrás sem ýmist er hellir, hrauntraðir eða niðurfallin rás sem rekja má góðan spöl niður eftir. Gígmyndun þessi er suður af Svörtubjörgum.
Á þessa þrjá gígi er litið sem aukagígi frá Selvogsheiði eb ekki sjálfstæð eldvörp. Merkilegust þeirra er Strandarhæð. Úr þessum gíghefur verið talsvert hraunrennsli. Ekki sér votta fyrir gjalli í eða í kringum uppvarpið, sem er allstórt niðurfall, og svo virðst sem hellir, líklega allstór, liggi út frá því í átt til gígsins í heiðinni.

Heiðin há
DraugahlíðagígurVið suðvesturenda Bláfjalla er hraunskjöldur sá sem mesturhefur orðið á nútíma á Reykjanesskaga. heiðin há er sú eldstöð nefnd. Gígur fjallsins hefur verið a.m.k. 400 m í þvermál. Nú er hann fylltur hrauni og eru útlínur hans óljósar en á börmum hans eru háar hraunstrýtur og sýna nokkurn veginn mörk gígsins. Hraunin hafa fallið í allar áttir út frá gígnum en áttu skammt eftir til Bláfjalla og féllu einkum til suðurs og í sjó austan við Selvogsheiði. Yngri hraun eru yfir hrauni úr Heiðinni há vestan Bláfjalla. Þorlákshöfn stendur á hraunum úr Heiðinni há. Um aldur þessarar miklu gosstöðvar er ekki annað vitað en  að hún er yngri en Selvogsheiði en aftur á móti eldri en Leitarhraunin, en sú gosstöð er um 4600 ára eins og áður segir.”
Frábært veður. Gangan tók 3 klst og 3 mín.

 

Heimild:
-Jón Jónsson, Jarðasaga svæðisins milli Selvogsgötu og Þrengsla, sérprent úr Árbók Ferðafélags Íslands 1985.

Leggjabrjótshraun

Leggjabrjótshraun.