Entries by Ómar

Garðaholt – skilti

Á Garðaholti er skilti með upplýsingum um herkampana „Camp Gardar og Camp Tilloi„, sem þar voru þar á stríðsárunum. Í texta á skiltinu segir: „Sumarið 940, í beinu framhaldi af hertöku landsins, hóf breski herinn varnarviðbúnað með ströndinni frá Kjalarnesi og suður á Hvaleyri í Hafnarfirði og einnig á helstu hæðum á höfuðborgarsvæðinu og austan […]

Úlfarsfell – skilti

Á skilti við gamla bílastæðið þar sem göngustígurinn liggur upp á „Úlfarsfell“ er eftirfarandi texti: „Úlfarsfell er vinsælt og aðgengilegt útivistarsvæði. Höldum okkur á gönguleiðum og hlífum gróðri við óþarfa ágangi. Megin gönguleiðir að sunnanverðu eru frá bílastæðum við Úlfarsfellsveg. Uppruni örnefnisins Úlfarsfell er ekki ljós en líkum hefur verið leitt að því að fellið […]

Reykjavíkurborg kaupir fjallið Keili

Í Fjarðarpósturinum 1998 segir m.a.: „Reykjavíkurborg kaupir fjallið Keili – landakaup sunnan Hafnarfjarðar komu ráðamönnum í Hafnarfirði í opna skjöldu„: „Ákvörðun Reykjavíkurborgar að kaupa hluta úr landi Þórustaða virðist hafa farið mjög leynt og kom ráðamönnum í Hafnarfirði verulega á óvart. Einn viðmælanda Fjarðarpóstsins orðaði það svo að menn hefðu komið af fjöllum eða Keili, […]

Flugslys í Geitahlíð

Í Morgunblaðiðinu 1.07.1995 segir frá flugslysi í Geitahlíð; „Flugmaðurinn látinn þegar að var komið„: „Flugvélin TF-VEN fórst í norðanverðri Geitahlíð, skammt suður af Kleifarvatni, síðdegis í gær. Flugmaðurinn, sem lést, var einn í vélinni. Það var fjögurra manna leitarflokkur úr Hjálparsveit skáta í Hafnarfirði sem fann vélina um kl. 19.00 í gærkvöldi. Leitarflokkurinn var um […]

Hafnarfjörður – Kaplakriki

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir m.a. af Kaplakrika: „Garðar Skráningarsvæðið er innan lands Garða en nær þó einungis inn á örlítinn hluta þess, þannig hér á eftir verður stiklað á stóru. Fyrstu heimildir um Garða eru frá árinu 1307 en það var skjal um rétt til rekafjöru í landi Garða: „ad stadur j Gördum […]

Hafnarfjörður – Straumur, Óttarsstaðir og Lónakot

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar árið 2021“ segir m.a. um Straum, Óttarsstaði og Lónakot: „Straumur Straumur var ein af svonefndum Hraunjörðum en það voru þær jarðir sem voru innan staðarmarka Hafnarfjarðar suðvestur af kaupstaðnum. Þessar jarðir voru í eigu Viðeyjarklausturs og urðu því konungsjarðir með siðaskiptunum 1550. Konungsjarðirnar voru síðan seldar á árunum 1836-1839.10 Jarðarinnar var fyrst […]

Fiskibyrgi og fiskigarðar

FERLIR hefur tekið saman myndir af nokkrum fiskibyrgjum og fiskigörðum á Reykjanesskaganum. Um eru að ræða merkar minjar frá fyrri tíð – órjúfandi hluti sjósóknar allt fram á miðja 20. öld. HÉR má sjá myndasafnið.

Íslensku útvörpin – Sigurður Harðarson

Sigurður Harðarson, rafeindavirki, sendi FERLIR eftirfarandi stórmerkilega samantekt um „Íslensku útvörpin“ í framhaldi af heimsókn á Langbylgjustöðina á Vatnsenda, sem nú stendur til að rífa – sjá HÉR. FERLIR þakkar Sigurði fyrir þennan mikilsverða fróðleik…. Íslensku útvörpin „Íslendingar framleiddu útvarpstæki á árunum 1933 til 1949 þegar erfitt var að flytja inn vörur vegna kreppunnar og […]

Hafnarfjörður – Miðbær og Hraun

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar II“ árið 2021 segir eftirfarandi um Miðbæ og Hraun: „Miðbær Hafnarfjarðar er gróflega innan þess landsvæðis sem áður var Akurgerði. Nafn jarðarinnar bendir til þess að einhverntímann hafi verið reynt við akuryrkju á henni en undir hraunbrúninni við fjörðinn var mikil veðursæld og skjól fyrir norðanátt. Engar heimildir eru þó til fyrir […]

Umfjöllun á vefmiðlum um Reykjanesskaga

Þegar fjallað er um Reykjanesskagann á vefmiðlum, s.s. á vefsíðu Reykjaness á https://www.visitreykjanes.is er verulegur skortur á raunhæfri umfjöllun um Skagann. Einungis lögð áhersla á fallegar myndir, sem segja fátt um allar dásemdirnar. Þá er verulega hallað á umfjöllun um svæðið á https://reykjanesgeopark.is/. Báðar síðurnar er dæmigerðar fyrir sjálfstýringar til friðþægingar hagsmunaaðila, en segja lítið […]