Entries by Ómar

Hafnarfjörður – Vesturbær, Norðurbær, Víðistaðir og Hleinar

Í „Fornleifaskrá Hafnarfjarðar I“ árið 2020 fyrir Vesturbæ, Norðurbæ, Víðistaði og Hleina segir m.a.: „Víðistaðir Telja má líklegt að Víðistaðir hafi verið beittir allt frá landnámi, fyrst frá Görðum og síðar frá Akurgerði og greina örnefnaskrár frá seli Bjarna riddara að Víðistöðum, ekki er þó vitað hvar selið var. Hafnarfjörður fékk kaupstaðarréttindi 1908 þá voru […]

Ísólfsskáli – örnefni og minjar

Tvær örnefnalýsingar eru til af „Ísólfsskála„, auk tveggja spurningalista er fylgdu í kjölfarið. Fyrri lýsingin er höfð eftir Guðmundi Guðmundssyni, bónda á Ísólfsskála og hin síðari af Lofti Jónssyni frá Þórkötlustaðahverfi í Grindavík. Báðar athugasemdirnar við lýsingarnar eru skráðar eftir Ísólfi Guðmundssyni, bónda á Ísólfsskála árið 1982: Ísólfsskáli; örnefni – Ari Gíslason skráði eftir Guðmundir […]

Á Ísólfsskála

  Í Lesbók Morgunblaðsins árið 1990 fjallar Ólafur E. Einarsson um „Ísólfsskála„: „Næsti bær við Krýsuvíkurlönd að vestanverðu er ísólfsskáli. Bærinn stendur undir lágu hamrabelti í góðu skjóli fyrir norðanáttinni. Í jarðamatsbók er jörðin talin vera 16 hundruð að dýrleika. Veglengd frá Þórkötlustöðum til ísólfsskála er um það bil 25 km og liggur upp svokallaða […]

Ratleikur Hafnarfjarðar 2021

Ratleikjakortið má m.a. finna í sumum verslunum, á flestum bensínstöðvum og sundlaugum í Hafnarfirði – ókeypis. Þema Ratleiks Hafnarfjarðar  2021 er hraun og skyldi engan undra miðað við þann áhuga sem fólk hefur á eldgosinu á Reykjanesskaganum. Margar eldstöðvar eru ofan við Hafnarfjörð og mörg hraun hafa runnið og oft yfir eldri hraun. Þá hafa […]

Urriðavatn og nágrenni – skilti

Á skilti við austanvert Kaupstaðahverfið í Garðabæ er skilti um „Urriðavatn og nágrenni„. Á því má bæði lesa eftirfarandi texta og sjá meðfylgjandi kort. Urriðavatn „Urriðavatn myndaðist þegar hrauntota frá Búrfellshrauni lokaði þessum dal. Írennsli er að mestu úr lindum í dalbotninum sunnan vatnsins og með regnvatni sem fellur innan vatnasviðs þess. Afrennsli er um […]

Konungsvegurinn

Í Fréttablaðiðinu 31. júlí 2018 er stutt umfjöllun um komu Friðrik VIII, Danakonungs, til landsins árið 1907: „Friðrik áttundi Danakonungur gekk á land í Reykjavík þann 30. júlí 1907. Nákvæmlega 33 árum áður hafði faðir hans, Kristján níundi, sótt Ísland heim fyrstur ríkjandi Danakonunga þegar hann færði Íslendingum stjórnarskrá. Konungskomuna 1907 má rekja til þess […]

Langbylgjustöðin (Útvarpshúsið) á Vatnsendahæð

„Sendistöðin á Vatnsendahæð“ hefur verið aflögð og rekstri Útvarpsins hætt. Stöðin var upphaflega byggð árið 1929 og tók til starfa 20. desember 1930. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins, teiknaði húsið, sem nú er áætlað að rífa til að rýma til fyrir nýrri byggð á hæðinni. FERLIRsfélagi tók vettvangshús á Sigurði Harðasyni, rafeindavirkja. Hann sýndi þann búnað, […]

Þingvellir; Skógarkot og Vatnskot

Í Dagblaðinu Vísir 1986 segir frá Skógarkoti og „Haustferð til Þingvalla„: „Sérlega fögur gönguleið á Þingvöllum að hausti er leiðin að Skógarkoti. Við bílastæðin fyrir neðan Öxarárfoss er skilti sem vísar leiðina. Á Skógarkoti var myndarlegur búskapur allt frá fornöld til ársins 1936 er bærinn fór í eyði. Það er minnst á Skógarkot í Íslendingasögunum, […]

Reykjanes og Reykjanesskagi

Ritblindu slær oft í augu blaðamanna og fleirri er fjallað er um „Reykjanesskagann„. Í umfjöllun þeirra er skaginn í heild jafnan nefndur „Reykjanes„. Reykjanes er hins vegar einungis ysta táin á Reykjanesskaganum. Nesið er eldbrunnið, þar eru lág fjöll og hnúkar úr móbergi, jarðhiti, klettótt strönd og hraun runnið í sjó fram. Á Reykjanesi ber […]

Skráðar heimildir versus raunverulegar heimildir

Jafnan er þess gætt að vitnað sé í skráðar heimildir um nýskrif við hinu og þessu. Háskólanemendum er t.d. kennt að setja ekkert á blað, nema þeir geti vitnað í skráðar heimildir. Sjálfstæð öflun heimilda eða hrakning skráðra heimilda er yfirleitt ekki metin að verðleikum. Háskólalært fólk forðast sjálfstæða heimildaleit, t.d. á vettvangi. Það dirfist […]