Entries by Ómar

Fornleifar og ferðaþjónustan – almennt

Eftirfarandi er byggt á efni í kennslustund í Fornleifafræði; „Fornleifar og ferðaþjónusta„. Menningarlandslag er tiltölulega nýtt hugtak hér á landi, en hefur verið notað um allnokkurt skeið víða erlendis. Nú virðist vera aukin vakning á þessu sviði, sem lýsir sér í nokkurs konar framþróun á sviði ferðaþjónustunnar. Þegar fjallað er um hugtakið er venjulega átt […]

Mókolla (Grákolla)

Í aprílmánuði árið 1948 birtist eftirfarandi lýsing á „Mókollu“ í Lesbók Morgunblaðsins í dálknum „Fjaðrafok“: „Sú er sögn að í Krýsuvík hafi einu sinni búið bóndi, sem átti 900 fjár. Fóstra hans sagði honum á haustin hvað skera skyldi, en eitt haust, er hún leit á fje bónda, sagði hún að eins: „Lengi lifir Mókolla“ – […]

Fornleifafræði og ritheimildir

Ritheimildir eru þekktar allt frá tímum Egypta og jafnvel eldri. Í fyrstu var ritað á steintöflur, síðan pappírus. Hér á landi eru elstu skráðar heimildir frá 12. öld. Þær fjalla um forsöguna – eldri tíma en þær eru skráðar. Skipta má því ritheimildum í „Sögulegra tíma“ umfjöllun annars vegar og „Forsögulegar“ hins vegar. Skilgreiningar liggja […]

Skógtjörn og nágrenni

Gengið var um vestanvert Álftanes norðan Skógtjarnar. Litið var m.a. á tóftir Hliðs, Melshúss, Haugshúss, Skógtjarnar, Lákakots og Hliðsness. Reyndar aflitaði snjór jörðina víðast hvar svo eftirfarandi lýsing er að nokkru leyti byggð á upplýsingum úr deiliskráningu í Bessastaðahreppi frá árinu 2004. Hlið er á Hliðstanga. Ysti og syðsti hluti hans tangans nefnist Melshöfði. Það […]

Staðarhverfi-klukknaport

Klukknaportið í kirkjugarðinum á Stað í Staðarhverfi við Grindavík hefur verið endunýjað. Það voru þeir feðgar í H.H. smíði sem sáu um verkið undir stjórn Helga Sæmundssonar. Kemur það í stað klukknaports sem smíðað var af Jóni Engilbertssyni frá Arnarhvoli í Grindavík á þriðja áratug síðustu aldar. Nýja portið er smíðað eftir fyrirmyndinni en þó […]

Eiði – selstaða Reykjavíkur?

Eftirfarandi er hluti greinar Árna Óla í Lesbók Morgunblaðsins 1967 undir yfirskriftinni „Þegar Reykjavík eignaðist Eiði.“ „Glöggskyggnir fræðimenn telja, að Nes við Seltjörn muni vera fyrsta býlið, sem byggðist úr landi Reykjavíkur. Verða þó ekki fundnar neinar beinar heimildir þar um, því að saga Ness er öll í móðu og mistri fram eftir öldum, eins […]

Hópsnes – skipsskaðar – Þórkötlustaðanes – Strýthólahraun – byrgi

Gengið var austur Hópsnesið frá Nesi og yfir á Þórkötlustaðanes, að þurrkbyrgjunum í Strýthólahrauni vestan við Þórshamar. Í þessari ferð var m.a. ætlunin að rifja upp sjóskaðana, sem orðið hafa á Nesinu sem og fiskverkun fyrri alda, en í Strýthólahrauni má enn sjá minjar hennar. En þar sem lágsjávað var og tært vatnið streymdi undan […]

Landsími Íslands – Gísli J. Ólafsson

Í Morgunblaðinu, hátíðarblaði 26.06.1930, er grein eftir Gísla J. Ólafsson, landssímastjóra, um upphaf „Landsíma Íslands„: „Árið 1906 gerðust þau stórtíðindi, sem áreiðanlega hafa valdið aldahvörfum í sögu Íslendinga. Það ár komst Ísland í ritsímasamband við önnur lönd, þá komu hingað tveir fyrstu íslensku togararnir (Jón forseti og Mars) og þá var stofnuð hin fyrsta al-innlenda […]

Maístjarnan III

Maístjarnan er einn dýrmætasti hraunhellir landsins. Hann er í Hrútagjárdyngjuhrauni. Hvort sem litið er til staðsetningar og þeirra náttúru(jarðmyndana)-fyrirbæra er hann geymir er nauðsynlegt að varðveita hann til langar framtíðar. Þegar FERLIR heimsótti hellinn fyrir skömmu þakti snjór jörð og frost beit í kinn. Inni var hins vegar bæði hlýtt og hljótt. Ljóst var að umferð um hellinn að […]

Til minnis um Ísland

Eftirfarandi fróðleikur um tiltekin atvik í sögu Íslands birtist í Almanaki Ólafs S. Thorgeirssonar árið 1904: „Fyrst fundið Ísland af Írum á 8. öld. Af Norðmönnum 860. Fyrst varanleg bygð hefst 874. Fyrsta Kötlugos, er sögur fara af, 894. Fyrstu lög og alþing sett 930. Fyrsti lögsögumaður, Hrafn Hængsson; kosinn af lögréttu 930. Fyrstur trúboði, Friðrik biskup, […]