Entries by Ómar

Stórfellt landnám í Krýsuvík – Jens Hólmgeirsson

Í Lögbergi 1948 er viðtal við Jens Hólmgeirsson um „Stórfellt landnám í Krýsuvík á vegum Hafnarfjarðarbæjar“: Stórfellt landnám í Krýsuvík á vegum Hafnarfjarðarbæjar Lokið er byggingu eins íbúðarhúss og hafinn undirbúningur að túnrækt og byggingu gróðurskálans í Krýsuvík á sunnanverðu Reykjanesi var áður allmikil byggð, sem lagðist með öllu niður fyrir nokkru. Þar eru mikil […]

Gufuskálar í Leiru – Skúli Magnússon

Í Faxa 1999 fjallar Skúli Magnússon um Gufuskála í Leiru þar sem hann reynir að geta sér til um nafngiftina: „Í Landnámu er alþekkt sögn um Ketil gufu, sem flæktist á milli staða við Faxaflóa og á Vesturlandi, sem hafa gufu að forlið í nafni. Ekki er ljóst hvað vakað hefur fyrir skrásetjurum Landnámabókar með […]

Árni Gíslason og Skúli Árnason í Krýsuvík – Elías Guðmundsson

Í Þjóðviljanum 1955 skrifar Elías Guðmundsson „Minningar frá Krýsuvík – Skúla Árnasonar, héraðslæknis minnzt“: „Fyrrverandi héraðslæknis, Skúla Árnasonar, er lézt að heimili dóttur sinnar og tengdasonar hér í bænum 17. sept. sl., var getið í blöðum bæjarins um og eftir útför hans í stuttum eftirmælagreinum, skráðum af menntamönnum er þekktu hann persónulega. Í greinum þessum […]

Garðahraun – skilti

Við hraunjaðar Garðahrauns, skammt frá Garðastekk, er skilti um Gálgahraun. Þar segir í texta: „Gálgahraun tilheyrir víðáttumiklu hrauni sem rann frá Búrfellsgíg fyrir um 8.000 árum. Búrfellshraun ber nokkur mismunandi nöfn og heita nyrstu hlutarnir Flatahraun, Klettar og Gálgahraun en sameiginlegt nafn þeirra er garðahraun. Gálgahraun var friðað  samt fjörum og grunnsvævi Skerjafjarðar 6. október […]

Reykjanes; sækjum það heim – Kristinn Benediktsson

Í Víkurfréttum 1994 er stutt grein eftir blaðamanninn og ljósmyndarann Kristinn Benediktsson undir fyrirsögninni „Reykjanes; sækum það heim„: Saga svæðisins „Allur Reykjanesfólkvangur er í hinu upprunalega landnámi Ingólfs Arnasonar, en brátt komu aðrir til sem segir í Landnámu. Þórir Haustmyrkur nam þá Krýsuvík ásamt Selvogi. Gamli bærinn þar sem nú heitir Húshólmi í Ögmundarhrauni, sem […]

Laxnes – skilti

Fyrir neðan bæinn Laxnes í Mosfellsdal er upplýsingaskilti. Á því má lesa eftirfarandi texta: „Laxnes er gömul bújörð og fyrst getið í heimildum á 16. öld. Seint á 19. öld reis hér stórt íbúðarhús. Það varð bernskuheimili Halldórs Laxness sem flytti hingað með forledrum sínum voru 1905. Hér átti hann björt benskuæar sem hann hefur […]

Útvarp í 100 ár – Sigurður Harðarson

Á RÚV þann 28. október 2021 ræddi Arnar Björnsson við Sigurð harðarsson, rafeindavirkja, um nýuppsett útvarps-  eða viðtækjasafn á Skógum. Saga útvarps á Íslandi er að verða eitt hundrað ára, en lítill áhugi annarra en örfárra áhugamanna hefur verið að viðhalda þeirri merku sögu til framtíðar: „Sigurður Harðarson rafeindavirki er áhugamaður um útvarp. Tólf ára […]

Garðhús – skilti

Í Morgunblaðinu 30. okt. 2021 er fjallað um „Alþýðustúlkuna sem varð greifaynja„. Það segir meira um frásegjandann en húsið þar sem alþýðustúlkan átti heima: Húsið er steinbærinn nr. 9 við Bakkastíg í Reykjavík, nú við Lagargötu 2. Steinbærinn var friðaður af mennta- og menningarmálaráðherra 1. febrúar 2012, með vísan til 1. mgr. 4. gr. laga […]

Hið íslenska fornleifafjelag – stofnun

Í Norðanfara 1880 er fjallað um stofnun „Hið íslenska fornleifafjelags„: „Næstliðið sumar stofnuðu nokkrir hinna helztu embættismanna í Reykjavík nýtt fjelag er nefnist «Hið íslenzka fornleifafjelag», og barst oss með síðasta pósti næstl. ár boðsbrjef og lög nefnds fjelags frá formanni þess herra landfógeta Árna Thorsteinsson til birtingar í blaði voru. Vjer þurfum ekki að […]

Málmleitartæki, hættuleg leikföng eða meinlaust tómstundargaman – Guðmundur Ólafsson

Notkun málmleitartækja hafa löngum verið forboðin við leit að fornminjum hér á landi. Í Ljóra 1984 fjallar Guðmundur Ólafsson, fornleifafræðingur og deildarstjóri hjá fornleifadeild Þjóðminjasafnsins, um slík tæki undir spurningunni: „Málmleitartæki, hættuleg leikföng eða meinlaust tómstundargaman?“ Þar segir: „Á síðustu árum hafa flætt út á markaðinn ýmiskonar málmleitartæki sem ætluð eru almenningi. Tæki þessi er […]