Arngrímshellir

Í aprílmánuði árið 1948 birtist eftirfarandi lýsing á “Mókollu” í Lesbók Morgunblaðsins í dálknum “Fjaðrafok”:
Heimkynni Mókollu í Klofningum“Sú er sögn að í Krýsuvík hafi einu sinni búið bóndi, sem átti 900 fjár. Fóstra hans sagði honum á haustin hvað skera skyldi, en eitt haust, er hún leit á fje bónda, sagði hún að eins: “Lengi lifir Mókolla” – og fekk bóndi ekki meira upp úr kerlingu.
Bóndi ljet skera fátt fje þetta haus, en um veturinn missti hann 300 fjár í Kleifarvatn, 300 í Kerið á Kirkjufjöru og 299 kindur fyrir berg, en Mókolla stóð ein eftir á bjargbrúninni þegar bóndi kom að. Varð hann þá svo reiður út af missi sínum að hann ætlaði að þrífa Mókollu og henda henni fram af líka, en hún hafði sig undan bónda, og segir sögnin að svo margt fje hafi æxlast út af henni að bóndi hafi orðið fjárríkur maður aftur.”
KrýsuvíkurbjargÖnnur saga segir: “Eitt sinn var bóndi í Krýsuvík sem átti 900 fjár. Fóstra hans sagði honum á haustin, hvað skera skyldi, en eitt haust er hún leit yfir fé bónda sagði hún aðeins: “Lengi lifir Mókolla,”
– og fékk bóndi ekki meira upp úr kerlingu, hvernig sem hann reyndi til.
Bóndi lét skera fátt fé þetta haust, en um veturinn missti hann 300 fjár í Kleifarvatn og 300 í Kerið á Kirkjufjöru; sjást þar enn kindabein, þegar smogið er inn í Kerið um fjöru, því að ekki er hægt að komast niður í það að ofan; 299 kindur missti bóndi niður fyrir berg, en mókollótt ær ein, sem bóndi átti, stóð á bergsbrúninni, þegar hann koma að; varð hann þá svo reiður yfir missi sínum, að hann ætlaði að fleygja Mókollu fram af líka, en hún hafði sig undan bónda, og segir sagan, að svo margt fé hafi æxlast út af henni, að bóndi hafi orðið fjárríkur maður aftur.”
(Þessi saga er til í nokkrum útgáfum.)
Heimild:
-Lesbók MBl. apríl 1948, bls. 188.
-Ólaf Davíðsson II 124.

Kirkjufjara