Entries by Ómar

Skógarnytjar

Jón Karlsson frá Gýgjarhólskoti skrifar um „Skógarnytjar“ í Litla Bergþór árið 1999: „Vafalaust hefur skógur verið notaður hér á landi allt frá landnámi og fram á tækniöld, þó það hlyti að dragast saman eftir því sem skógarnir gengu til þurrðar og líklegt má telja að vinnubrögð og nýting hafi yfirleitt verið með svipuðum hætti. Lítið […]

Vatnsból og brunnar

Skrifað var um „Vatnsból og brunna“ í Eir árið 1899: „Neysluvatn á að vera boðlegt til drykkjar og óskaðvænt heilsu manna. Vatnið er því að eins boðlegt til drykkjar, að það sé bragðgott, litlaust, tært og lyktarlaust og hæfilega kalt bæði sumar og vetur. Vatnið er gómtamara ef ögn er í því af kolsýru (uppsprettuvatn). […]

Daniel Bruun

Í kynningu bókar Daniels Bruun; „Íslenskt þjóðlíf í þúsund ár„, segir m.a.: „Daniel Bruun hefur skynjað að hann varð hér vitni að einstæðri þjóðfélagsbreytingu, með þjóð sem hafði staðið nánast í sömu sporunum hvað snerti verkhætti í 1000 ár. Hér var þjóðfélag að ganga úr álögum, ef svo má segja, kasta af sér miðaldaham. Og […]

Eldborg undir Trölladyngju

Í „Örnefni og gönguleiðir í Vatnsleysustrandarhreppi (ofan Gamla-Keflavíkurvegarins)“ skrifar Sesselja Guðmundsdóttir m.a. um Eldborgina undir Trölladyngju og næsta nágrenni. „Jarðhiti er í suðurenda Vestra-Lambafells í brekku sem snýr til vesturs. Í fellinu nyrst er djúp og mikilfengleg gjá, Lambafellsgjá, sem gaman er að skoða. Gjáin gengur inn í mitt fellið og er mjög þröng neðst, […]

Selgjá – selin

Í Selgjá [Norðurhellragjá] eru leifar a.m.k. 11 selja Álftanesbæja; Sandhúsa, Hliðs, Selskarðs, Miðhúss, Brekku, Svalbarðs, Sviðholts, Deildar, Mölshúss, Breiðabólastaða og Urriðakots. Í Jarðabókinni 1703 segir um selstöðu frá Sandhúsum: „Selstöðu á jörðin og hefur brúkað átölulaust þar sem heita Norðurhellrar.“ Í Örnefnaslýsingum má m.a. sjá eftirfarandi um selstöðurnar: (Ö)  Selgjá: Grunn en allbreið gjá syðst […]

Reykjanesskaginn – vanmetin útivistarperla…

Ómar Smári Ármannsson skrifaði um „Hina vanmetnu útivistarperlu Reykjanesskagans“ í Fjarðarpóstinn árið 2004: „Það er svo margt smálegt sem hægt er að gleðja sig við á hverjum degi“ varð manni nokkrum að orði er kunni að njóta umhverfisins, náttúrunnar og lífsins. Hann gerði sér grein fyrir áhrifum lífssteinsins að vori, yl sumarsins, litadýrðinni að hausti […]

Kaldársel og nágrenni – II

Ómar Smári Ármannsson skrifaði um „Kaldársel og nágrenni“ í Fjarðarpóstinn árið 2002: Kaldársel og nágrenni „Gamli bærinn í Kaldárseli stóð á túnblettinum, sem núverandi hús stendur á, þ.e. á móts við miðju þess er snýr að árbakkanum. Áður tilheyrði landið Garðakirkju og hafði hún þar í seli fram til ársins 1836. Frá árinu 1873 hafði […]

Árbæjarborg

Á uppdrætti með örnefnum í nágrenni Grafarholts og Korpúlfsstaða, sem unnin var árið 1963 af Steindóri Björnssyni í Gröf, að beiðni Þorvarðar Árnasonar, eins framámanns í Golfklúbbi Reykjavíkur, sést örnefnið „Árbæjarborg“ skammt ofan (norðan) við bæjarhúsin í Árbæ. Ofan og vestan við hana er örnefnið „Borgarmýri“. Örnefnið „Árbæjarborg“ er ekki að finna í takmarkaðri örnefnalýsingu […]

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði

Eftirfarandi ávarp Ingvars Gíslasonar, menntamálaráðherra, er hann flutti á afmælishátíð Flensborgarskóla, gat að lesa í Lesborg Morgunblaðsins árið 1982 undir fyrirsögninni „Fyrsti kennaraskóli landsins„: „Í dag er mikill hátíðisdagur í Flensborgarskóla. Liðin eru á þessu ári 100 ár frá stofnun hans, og þess er nú minnst á veglegan hátt við skólaslit. Flensborgarskóli er því með […]

Dauði Runólfs í Kólgu

Gísli Sigurðsson skrifaði um „dauða Runólfs Runólfssonar í Kólgu“ (Klapparkoti) í Faxa árið 1965: „Alla nítjándu öldina og að minnsta kosti fyrsta tug þessarar aldar sóttu menn af öllum Suðurnesjum verzlun sína til Keflavíkur. Ekki var það fyrr en eftir 1910, sem farið var að vinna að vegabótum þar um slóðir, þannig að gera vegi […]