Entries by Ómar

Vogarétt

Vogaréttin ofan Réttartanga vestan Voga var um tíma lögrétt fyrir Strandar-, Rosmhvalanes-, Hafna- og Grindavíkurbændur. Réttin sést glögglega á loftmyndum frá árinu 1954. Eftir það á tilteknu tímabli virðist hún hafa horfið af yfirborðinu, án nokkurra athugasemda. Í örnefnaslýsingu Gísla Sigurðssonar fyrir Voga segir: „Upp af Moldu voru Vogaréttir. Voru þar lögréttir fyrir Strandar-, Rosmhvalanes-, […]

Þorbjarnastaðir – Vorrétt – Efri-Hellar – Hrauntungur – Þorbjarnarstaðaborg

Gengið var frá gamla Keflavíkurveginum ofan við Straum að Þorbjarnarstöðum. Gamall vegur liggur frá Keflavíkurveginum að þessum gamla bæ í Hraunum. Þar sem Keflavíkurvegurinn kemur niður og yfir tjarnirnar ofan við Straumsvík (gegnt Gerði) má enn sjá minjar hinnar fyrstu vegagerðar sjálfrennireiðarinnnar er tengdi saman byggðalög hér á landi. Einnig má sjá veglegar veghleðslur yfir […]

Básendaför á björtum degi

Eftirfarandi frásögn séra Gísla Brynjólfssonar um „Básendaför á björtum degi“ birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1978: Miðnesið fyrr og nú „Þennan dag er hópur á ferð um Suðurnes, eða þann hluta þeirra, sem áður hét Rosmhvalneshreppur (rosmhvalur = rostungur) og náði yfir Keflavík, Leiru, Garð og Miðnes. Miðnesið er geysilangt — ekki veit ég hvað margir […]

Grísanes – Dalurinn – Selhöfði – Fremstihöfði – Gjár

Gengið var frá Ásvöllum um Grísanes, um Hádegisskarð yfir Dalinn norðan við Hamranes og skoðuð fjárskjól, sem þar hafa verið. Haldið var áfram yfir Hamranesið, um selhraun vestan Hvaleyrarvatns, upp á Selhöfða, niður í Seldal, um Stórhöfða og síðan áfram áleiðis inn í Kaldársel með norðurbrún Stórhöfðahrauns, beygt til norðurs gegnt Langholti og síðan gengið […]

Grindavík – minnismerki

Nokkur minnismerki er að finna í Grindavík og umdæmi Grindavíkur. Ingibjörg Jónsdóttir (1879-1969) Grindvíkingar reistu minnisvarðann til heiðurs Ingibjörgu Jónsdóttur skólastjóra fyrir félags- og menningarstörf 1879-1969. Ingibjargarstígur er til heiðurs Ingibjörgu Jónsdóttur, eins stofnanda og síðar formanns Kvenfélags Grindavíkur til áratuga og brautryðjanda í skógrækt í Grindavík. Hún hafði forgöngu um að tré yrðu gróðursett […]

Grindavík – Ljós vonar

Sunnudagskvöldið 10. nóvember voru ljósin tendruð á „Ljósi vonar“, ljósaverki sem sett verður upp neðan við Kvikuna, menningarhús Grindvíkinga. Verkið sýnir geithafurinn sem sjá má í bæjarmerki Grindavíkur. Hugmyndin að baki „Ljósi vonar“ er að endurspegla þá bjartsýni og seiglu sem Grindvíkingar hafa ávallt sýnt, jafnvel á erfiðum tímum. Verkið er því tákn samfélagsins í […]

Bláfjöll – Strompahraun

Gengið var um hið stórbrotna eldsumbrotahverfi sunnan Drottningar og Stóra-Kóngsfells vestan Bláfjalla. Venjulega er svæðið látið afskipt af útivistarfólki, en aðstæður nú til skoðunar þess voru einkar hagstæðar. Allnokkrir hellar eru norðan undir svonefndum Hellisgíg, sem er nyrstur Strompanna í Strompahrauni. Litið var í Langahelli (um 700 m langur), en þrátt fyrir lítinn snjó hafði hið litla, sem […]

Úlfhildarkirkja – Neskirkjur

Eftirfarandi frásögn um kirkjur við Nes á Seltjarnarnesi birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1995: „Einn dag í lok júní árið 1791 var Hannes Finnsson Skálholtsbiskup á vísitasíuferð í Seltjarnarneshreppi og hinum nýja kaupstað Reykjavík, sem aðeins var tæplega fimm ára. Biskup hafði verið í Laugarnesi og skoðað þar kirkju, skoðað framkvæmdirnar við Reykjavíkurkirkjuna nýju, sem nú […]

Stóri-Hamradalur – Núpshlíðarháls – Hraunssel – Selsvellir – Trölladyngja

Gengið var um Stóra-Hamradal og upp í Litla-Hamradal þar norður af. Upp úr honum var gengið til norðvesturs upp á Núpshlíðarháls og síðan eftir hálsinum ofan við Hraunssel, um Selsvallafjall og Grænavatnseggjar ofan við Grænavatn og niður að Spákonuvatni, Sogadal og staðnæmst við Sogagíg við rætur Trölladyngju ofan Höskuldarvalla. Í Stóra-Hamradal er hár hamraveggur, misgengi. […]

Kolskeggur – frá Krýsuvík að Straumi

Jochum Magnús Eggertsson (9. september 1896 – 23. febrúar 1966) var íslenskur rithöfundur og skáld, alþýðufræðimaður og skógræktarmaður, sem skrifaði jafnan undir höfundarnafninu „Skuggi“. Jochum las og rannsakaði allar galdraskræður og fornan fróðleik sem hann kom höndum yfir, og skrifaði meðal annars bókina Galdraskræðu, þar sem hann tók saman ýmsan fróðleik um galdra og galdrastafi. […]