Entries by Ómar

Krýsuvík – gufugos

Í Hamri árið 1950 er m.a. fjallað um „Gufugos í Krýsuvík – Hagnýtingarmöguleikar gufunnar„: „Eins og lesendum blaðsins er kunnugt af fréttum þá fékkst feiknamikið gufugos úr borholu, sem Rafveita Hafnarfjarðar var að láta gera í Seltúni í Krýsuvík. Holan er um 230 m. djúp og 8“ víð og samkvæmt lauslegri áætlun er gufumagnið talið […]

Krýsuvík – borhola gýs heitu vatni og gufu

Í Alþýðublaðinu árið 1947 er frétt frá Krýsuvík;  „Borhola í Krýsuvík gýs heitu vatni og gufu„: „Gufusprengingar út frá borholum hafa orðið í Krýsuvík (1999), Bjarnarflagi (1967) og Kröflu (1976). Eftir eru gígbollar nokkrir tugir metra að stærð. Í Krýsuvík sprakk upp gömul borhola í Seltúni þar sem nú er vinsæll viðkomustaður ferðafólks. Borhola í […]

Krýsuvík – jarðboranir

Jarðhitarannsóknir á Krýsuvíkursvæðinu eiga sér langa sögu og má rekja fyrstu skráðu könnunina allt aftur til ársins 1756 þegar gerðar voru rannsóknir á hverum og leirpottum í Krýsuvík, sem teljast meðal fyrstu vísindalegu jarðfræðirannsókna á Íslandi. Í gegnum árin hafa síðan farið fram margvíslegar rannsóknir og boranir á svæðinu. Á árunum 1941–1951 voru boraðar fjölmargar […]

Það er kominn tími á eldgos – Magnús Á. Sigurgeirsson

„Það er kominn tími á eldgos„, sagði Magnús Á. Sigurgeirsson, jarðfæðingur hjá ISOR í viðtali Guðna Einarssonar blaðamanns mbl.is, þann 5. mars árið 2021. “ Haldist sami taktur í eldvirkni Reykjanesskagans og verið hefur síðustu árþúsundin er ljóst að það styttist í að til tíðinda dragi, að mati Magnúsar Á. Sigurgeirssonar, jarðfræðings hjá ÍSOR – […]

Garðakirkja – steinnám

„Séra Þórarinn lét því árið 1879 byggja nýja kirkju í Görðum á eigin kostnað. Hann velur kirkjunni nýjan stað ofar og hærra en aðrar Garðakirkjur höfðu áður staðið og ákvað, að þessi nýja kirkja yrði gjörð af steini og var grjót til hennar tekið úr holtinu fyrir ofan kirkjuna.“ Steinnáman var í Garðaholti ofan við […]

Flugvöllurinn á Reykjanesi 1946 – Arnaldur Jónsson

Í Samvinnunni árið 1946 fjallar Arnaldur Jónsson um „Flugvöllinn á Reykjanesi„, þ.e. Meeksflugvöll á Keflavíkurheiði. Reyndar er um meinvillu eða þekkingaleysi á staðháttum að ræða að staðsetja flugvöllinn á „Reykjanesi“ því hann er á Keflavíkurheiði, þ.e. á „Reykjanesskaga“, í landi er hafði tilheyrt ábúendum í Njarðvíkurhreppi og Gerðarhreppi. Hér um sömu meinvilluna að ræða þegar […]

Þingvellir, friðun og fullveldi – Einar Á.E. Sæmundsen

Í Morgunblaðinu árið 2018 má finna skrif Einars Á.E. Sæmundsen um „Þingvelli, friðun og fullveldi„. Þingvellir skipa sérstakan sess í hjarta íslensku þjóðarinnar. Einar Á.E. Sæmundsen, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, fjallar hér um mikilvægi staðarins í sjálfstæðisbaráttunni. „Saga Íslands og íslensku þjóðarinnar kemur hvergi betur fram á einum stað en á Þingvöllum við Öxará. Með stofnun […]

Íþróttahúsið Hálogaland – skilti

Við göngustíg skammt vestan gatnamóta Skeiðarvogs og Gnoðarvogs er skilti um „Íþróttahúsið Hálogaland„. Á því má lesa eftirfarandi texta: „Fyrsta húsið sem hét Hálogaland var íbúðarhús byggt 1930 þar sem nú er bílastæði á milli blokkanna Sólheima 25 og 27. Á þeim tíma, fyrir seinni heimsstyrjöldina, var þetta svæði austan þéttbýlis Reykjavíkur og sóttust einstaklingar […]

Sléttuhlíð – haust

Sumarið 1925 úthlutaði fasteignanefnd Hafnarfjarðar fyrstu lóðunum fyrir sumarbústaði í Sléttuhlíð ofan bæjarins, þeim Jóni G. Vigfússyni og Magnúsi Böðvarssyni með skógrækt á svæðinu að markmiði. Um svipað leyti hófst skógræktin á svæðinu. Með henni hófst ræktun og uppgræðsla í annars niðurbitnum hlíðunum sem var því að miklu leyti ógróin þegar fyrstu bústaðirnir risu, en […]

Gunnhildur í Vífilsstaðahlíð

Í hundrað ára afmælisblaði Vífilsstaðaspítala árið 2010 er m.a. fjallað um vörðuna „Gunnhildi“ á Vífilssstaðahlíð. Varðan er skammt frá steyptu skotbyrgi frá stríðsárunum sem þar er. „Vistfólk á Vífilsstöðum hlóðu þessa vörðu í Vífilsstaðahlíð fyrir ofan Vífilsstaðavatn og nefndu Gunnhildi. Skýring á nafngiftinni er ekki einhlýt en varðan var notuð sem eins konar hreystipróf. Gæti […]