Entries by Ómar

Blómsturvellir í landi Húsatófta

Í „Staðhverfingabók“ Gísla Brynjólfssonar segir m.a. um „Blómsturvelli„, fyrrum þurrabúð við Hústóptir í Grindavík: „Til forna var hjáleiga frá Stað, nefnd Blómsturvellir. Þegar úttekt var gerð á Grindavíkurhöndlun árið 1783, átti þar heima Jón nokkur Knútsson, en ekki er af honum önnur vitneskja en sú, að hann skuldaði versluninni 3 ríkisdali og 64 1/2 skilding. […]

Árbær fer í eyði

Í Lesbók Morgunblaðsins 1948 má lesa; „Árbær fer í eyði„: „Seinasti ábúandinn á Árbæ í Mosfellssveit, Kristjana Eyleifsdóttir fluttist þaðan í vor og nú er jörðin í eyði. Sennilega verður hún ekki bygð aftur. Húsin munu verða rifin og þar með hverfur úr sögunni seinasti bærinn bygður í íslenskum stíl, hjer í nágrenni Reykjavíkur. — […]

Gamli-Kirkjuvogur

Brynjúlfur Jónsson ritaði m.a. um Gamla-Kirkjuvog í Árbók Hins íslenska fornleifafélags árið 1903 undir fyrirsögninni “ Rannsókn í Gullbringusýslu og Árnessýslu sumarið 1902″: „Kirkjuvogur hefir til forna staðið langt inn með Ósunum að norðanverðu. Ósarnir eru sem dálítill fjörður, sem gengur til austurs inn úr Hafnavík. Innst skiftist hann í smá-voga, og kallast þeir Ósabotnar. Er löng […]

Skálar og selstöður

Búsetuminjar hinna fyrstu landnámsmanna (-kvenna) hér á landi og þó einkum á Reykjanesskaganum, í landnámi Ingólfs Arnarssonar, er víða að finna. Hér er athyglinni fyrst og fremst beint að fyrstu skálabyggingunum. Eins og kunnugt er hefur dæmigerður fornaldarskáli verið grafinn upp að 2/3 hlutum í Höfnum (Vogur). Þar mun þó ekki hafa verið um að […]

Holukot – Stóra-Botnssel – Litla-Botnssel

Meginmarkmiðið var að leita uppi selstöður frá Litla-Botni og Stóra-Botni í Hvalfirði og skoða fornbýlið Holukot. FERLIR hafði áður leitað eftir upplýsingum hjá fornleifaskráningaraðila svæðisins, en engin svör bárust, enda varla til þess að ætlast því skráningin sem slík virtist einstaklega fáfrómleg. Upplýsingar fengust hjá Steinþóri Jónssyni (fæddur á Stóra-Botni og bjó þar til 1982 […]

Húshólmi – merkilegur staður í umdæmi Grindavíkur

Árið 2005 gaf Ferðamálafélag Grindavíkur út ritið „Húshólmi – merkilegur staður í umdæmi Grindavíkur„. Á baksíðu ritsins segir: „Samantekt þessi er unnin af Ómari Smára Ármannssyni fyrir Ferðamálafélag Grindavíkur. Nefndin gaf út samantekt um Selatanga á 30 ára afmæli kaupstaðarins í Grindavík 10. apríl 2004. Hún stefnir að því að gefa út samantektir um fleiri […]

Selatangar – merkilegur staður í umdæmi Grindavíkur

Árið 2004 gaf Ferðamálafélag Grindavíkur út ritið „Selatangar – merkilegur staður í umdæmi Grindavíkur“. Á baksíðu ritsins segir: „Samantekt þessi er unnin af Ómari Smára Ármannssyni fyrir Ferðamálafélag Grindavíkur í tilefni af 30 ára afmæli kaupstaðarins 10. apríl 2004. Nefndin stefnir að því að gefa út samantektir um fleiri merkilega staði í umdæmi Grindavíkur, s.s. […]

Húsfellsbruni

Húsfellsbruni er samheiti nokkurra hrauna umleikis og ofan Húsfells í landi Garðabæjar, s.s. Hólmshraunin, Strípshraun, Rjúpnadyngjuhraun, Eyrarhraun og Kóngsfellshraun. Ekkert hraunanna er komið frá Húsfelli. Fellið það er í rauninni saklaust af nafngiftinni, stóð bara þarna eftir að hafa fyrrum áður fæðst undir jökli samfara hánu sinni Helgafelli og Valahnúkum á millum. Flest eru brunahraunin […]

Ísólfsskáli – saga

Í „Fornleifaskráningu í Grindavík, 3. áfanga árið 2004„, er m.a. fjallað um Ísólfsskála. Hér á eftir verður minnst á nokkurn fróðleik úr skýrslunni: Ísólfskáli 1703, eign Skálholtsstaðar. JÁM III, 8. Aðrar orðmyndir nafnsins eru Ísuskáli og Ísiskáli. „Við til húsabótar hefur ábúandinn af reka þegar hann heppnast…Tún sendið mjög og liggur undir skriðum. Engjar öngvar. […]

Fiskbyrgi við Ísólfsskála

Í skýrslu Minjastofnunar um „Eldsumbrot á Reykjanesskaga. Minjar í hættur og viðbrögð Minjastofnunar við náttúruvá„, má lesa eftirfarandi um fiskbyrgi og -garða við Nótarhól suðaustan Ísólfsskála: „Í landi Ísólfsskála er að finna fjölmörg fiskbyrgi og herslugarða suðaustur af núverandi bæjarstæði, í Skollahrauni. Hraunið er talið vera allt að 1900-2400 ára gamalt11 og eru byrgin og […]