Entries by Ómar

Molda-Gnúpur; landnámsmaðurinn

„Á Norðmæri í Noregi er bærinn Molde. Þar eru nú um 7000 íbúar, eða álíka margir og voru í Reykjavík, þegar landið fékk innlenda stjórn. Molde stendur norðan Raumsdalsfjarðar á fögrum stað sunnan undir skógi klæddri hlíð. Framundan er fjörðurinn breiður og blár með nokkrum skógareyum og hólmum, en í suðri, handan við hann, rísa […]

Sogin – náttúra, jarðsaga og minjar

Gengið var um „dyr“ Trölladyngju. Ferðinni var heitið um litskrúðugasta náttúrusvæði Reykjanesskagans. Ofan við „dyrnar“ er dyngjan, eða gígur Dyngnanna, Trölladyngju og Grænudyngju. Toppur þeirra síðarnefndu er tæplega 400 m.y.s. Munar 3-5 metrum á þeim stöllum. Á leiðinni mætti goslótt, veturgamalt lamb, ferðalöngum, ekki óspakt. Þegar gengið var um girðinguna umleikis beitarhólf Reykjanesbænda kom í […]

Þorbjörn – og hraunin umleikis

Jón Jónsson, jarðfræðingur okkar allra tíma, skrifaði í Náttúrufræðinginn 1974 um „Sundhnúkahraun við Grindavík„, hraunið norðaustan við Þorbjörn (Þorbjarnarfell): Inngangur. Á Reykjanesskaga er mikill fjöldi eldstöðva og hrauna. Mörg þeirra hafa ekki nafn, svo vitað sé. Vafalaust hafa ýms örnefni fallið í gleymsku hin síðari ár og önnur brenglazt. Hraun eru allt umhverfis Grindavík, þorpið […]

Helgafell – Gestur Guðfinnsson

Gestur Guðfinnsson skrifaði grein í Morgunblaðið árið 1967 um „Helgafell og nágrenni„: „Það er með fjöllin eins og mannfólkið, manni geðjast vel að sumum, en miður að öðrum, og kemur sjálfsagt margt til. Svo kann jafnvel að fara, að mann langi til að hafa þau heim með sér í stofuna eða á ganginn, til að […]

Selsvellir I

Þrír lækir, Selsvallalækir, renna um Selsvelli en hverfa svo niður í hraunjaðarinn sem afmarkar vellina til vesturs. Sá nyrsti kemur úr gili fast sunnan Kúalága, en sá syðsti rennur fram sunnan og nokkuð nálægt Selsvallaselja. Bæði örnefnið og lækirnir benda til þess að kýr hafi verið hafðar í seli á Selsvöllum. Af minjum á Selsvöllum […]

Hraunin kringum Hafnarfjörð

Guðmundur Kjartansson skrifaði um „Hraunin kringum Hafnarfjörð“ í jólablað Þjóðviljans árið 1954: „Ekki verður komist landveg til Hafnarfjarðar úr öðrum byggðarlögum án þess að fara yfir hraun, því að kvíslar úr hinu mikla hraunflæmi Reykjanesskagans ná út í sjó báðum megin fjarðarins. Auk þess stendur hálfur kaupstaðurinn (þ. e. fyrir norðan eða „vestan“ læk) í […]

Blikdalur – Brautarholtssel – Saurbæjarsel – I

Í Blikdal (Bleikdal) eiga að vera leifar selja frá Brautarholti, Saurbæ, Borg, Hjarðarnesi, Nesi, Mýrarholti, Ártúni og Hofi, s.s. Hofselin gömlu. Ætlunin var að reyna að finna og skoða selleifarnar í Blikdal. Blikdalur er um 7 km langur svo gangan var a.m.k. 14 km. Selin í Blikdal eru í landnámi Ingólfs – þess fyrsta norræna […]

Selvogsleiðir – samantekt

Gömlu Selvogsleiðirnar eru nú til dags jafnan taldar hafa verið þrjár, þ.e. Selvogsgata, Stakkavíkurvegur og Hlíðarvegur, hvort sem var um Grindaskörð eða Kerlingarskarð. Í raun voru leiðirnar ofan Skarðanna lengst af einungis tvær, þær fyrrnefndu, annars vegar niður í Selvog (Austurvog) og hins vegar niður að Stakkavík og Herdísarvík (Vesturvog), en seint á 20. öldinni […]

Gömul þjóðleið horfin undir hraun

Sandakravegur liggur nú að hluta undir nýrunnu hrauni austan Sundhnúks. Gosið hófst 18. desember. Vegurinn var gamall þjóðvegur milli Grindavíkur og Voga á Vatnsleysuströnd og mátti greina fornan slóða í hrauninu. Skógfellavegur er gamall þjóðvegur milli Voga og Grindavíkur. Út frá honum lá Sandakravegur en er hann nú einnig að hluta undir hrauni. „Í gær […]

Hafnarfjarðarhöfn fyrrum

Byggð í Hafnarfirði varð til í kringum sjósókn, verslun og siglingar, enda þótti skipalægi sérlega gott í firðinum alla tíð. Bærinn varð snemma á öldum einn helsti verslunar- og hafnarbær landsins og á tímabili var Hafnarfjörður aðal verslunarhöfn á landinu. Byggðin stóð við sjóinn og mestallt mannlíf í bænum byggðist á virkni í kringum höfnina. […]