Hrútagjá – Kokið – Húshellir – Ginið – Almenningur
Gengið var frá Djúpavatnsvegi um Hrútagjá og Hrútagjárdyngju, kíkt í Kokið, farið um mikla hrauntröð út úr henni að norðanverðu, um hellasvæði norðvestan hennar og síðan norður með austanverðum Almenningum með viðkomu í Gininu og fjárskjóli með fyrirhleðslum og fallega hlaðinni fjárborg við Brunntorfur. Eitt af stærstu hraununum í kringum Hafnarfjörð er komið úr Hrútagjárdyngju. […]