Entries by Ómar

Sundhnúkahraun – Jón Jónsson

Orkustofnun gaf út ritið „Jarðfræðikort af Reykjanesskaga – skýringar við jarðfræðikort“ á sínum tíma eftir Jón Jónsson, jarðfræðing. Þar fjallar Jón m.a. um Sundhnúkahraun ofan Grindavíkur: „Nafn þetta er tilbúningur minn að nokkru leyti. Því víkur þannig við að í heild hefur hraun þetta ekki nafn og gígaröðin, sem það er komið úr, ekki heldur […]

Þorbjörn – Þjófagjá – Lágafell – Illahraun – Svartsengi

Gengið var vegslóðann upp á Þorbjörn (Þorbjarnarfell). Þegar upp var komið mátti sjá leifar af byggingum hernámsliðsins frá því í Seinni heimsstyrjöldunni; Camp Vail. Grunnar og sökklar húsa, götur og stígar eru í aðalgígnum. Gengið var suður með eystra missgenginu og beygt til vesturs áður en komið var að hæðinni. Hliðinni var fylgt áfram til […]

Bláa Lónið – umhverfi

Lagt var af stað frá bílastæði Bláa Lónsins – þar sem gestum Lónsins er þakkað fyrir komuna og boðnir velkomnir aftur. Á leiðinni var m.a. gengið um þau óteljandi hraunafbrigði er Illahraun hefur að geyma, en Bláa Lónið er einmitt í því hrauni, sem rann árið 1226 (að því er talið er). Auk þess var […]

Bláa lónið

Á Vísindavefnum fá m.a. finna eftirfarandi upplýsingar um tilurð Bláa lónsins sem og notargildi þess: Bláa lónið er affallslón jarðvarmavirkjunarinnar í Svartsengi. Ef til vill er hægt að tala um Bláa lónið sem manngert jarðfræðifyrirbæri, ásamt til að mynda uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana. Andstætt uppistöðulónum vatnsaflsvirkjana er Bláa lónið ekki forsenda jarðvarmavirkjunarinnar við Svartsengi heldur fylgifiskur hennar. […]

Illahraun

Í fjölriti Náttúrufræðistofu um aldur Illahrauns frá árinu 1988, eftir Hauk Jóhannesson og Sigmund Einarsson, segir m.a.: „Í grein þessari er lýst niðurstöðum rannsókna á Illahrauni við Svartsengi á Reykjanesskaga. Hrauninu og gígunum er lýst og mæld stærð hraunsins og rúmmál. Aldur hraunsins var fundinn með könnun öskulaga undir og ofan á því. Illahraun nefnist […]

Eldvörp II

Í upphafi ferðar var Gjáin, fræðslumiðstöð Hitaveitu Suðurnesja í Eldborg við Svartsengi, skoðuð. Um er að ræða sýningu Hitaveitu Suðurnesja um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr iðrum jarðar við orkuverið í Svartsengi. Ísland býður einstök skilyrði til að sjá og rannsaka flest, sem varðar jarðfræði, eldvirkni og jarðhita, því að landið er jarðfræðilega ungt […]

Eldvörp I

Skoðaður var svonefndur “Útilegumannahellir” vestan við borholuna í Eldvörpum ofan Grindavíkur. Í honum eru hleðslur. Ein kenningin er sú að í honum hafi Húsatóttarfólkið bakað brauðið sitt, en Brauðstígurinn, sem liggur upp í gegnum Sundvörðuhraun frá “Tyrkjabyrgjunum” kemur niður skammt frá opinu. Í þessum helli var talsverður jarðhiti áður en borholan kom til. Í stað […]

Húshólmi II

Húshólmi er óbrennishólmi inni í Ögmundarhrauni ofan við Hólmasund, skammt austan Selatanga. Í hólmanum og í hrauninu við hann eru mjög fornar rústir; hús og garðar. Svæðið hefur oft á tíðum verið nefnt Gamla Krýsuvík. Nöfnin Kirkjulágar og Kirkjuflöt benda til þess að þar hafi verið kirkja.Talið er að rústirnar geti verið frá fyrstu tíð […]

Húshólmi I

Eftirfarandi mátti lesa í Sunnudagsblaði Alþýðublaðsins undir fyrirsögninni „Þjóðsagan“ þann 20. október 1963: „Krýsuvík var fyrst byggð niður við sjó fyrir utan Krýsuvíkurberg, en lagðist svo af er eldur kom upp í fjöllunum þar norður frá og runnu hraunkvíslar hér og þar fram milli hálsanna. Hin austasta var einna mest. Smalamaður frá Krýsuvík var kippkorn frá […]

Húshólmi – skoðunarferð

Ætlunin var að berja þetta fágæta og jafnframt dýrmæta svæði auga og skoða hinar merkilegum minjar á því. Nú er ljóst að vegstæði svonefnds Suðurstrandarvegar mun ekki liggja yfir Hólmann, eins og ein tillagan af þremur kvað á um. Átti það m.a., miðað við fyrri möguleika, að liggja yfir fjárborgina, sem síðar verður nefnd. Vegir […]